Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 19. desember 2024 06:38 Á þessari mynd eftir teiknarann Valentin Pasquier má sjá Gisèle Pelicot og fyrrverandi eiginmanninn Dominique Pelicot, á meðan á réttarhöldunum stóð. AP /Valentin Pasquier Dómarar í frönsku borginni Avignon munu dæma Pelicot málinu svokallaða síðar í dag en þar eru fimmtíu og einn karl ákærðir fyrir að nauðga Gisèle Pelicot reglulega í um áratug. Fyrrverandi eiginmaður hennar, Dominique Pelicot er sakaður um að hafa byrlað henni ólyfjan án hennar vitundar og síðan boðið tugum manna sem hann kynntist á netinu að nauðga henni í rúmi þeirra hjóna á meðan hún var án meðvitundar. Þessu athæfi hélt hann áfram óslitið frá árinu 2011 og fram til 2020. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Frakklandi og í raun um allan heim en það var Gisèle sjálf sem ákvað að réttarhöldin yrðu fyrir opnum tjöldum og að nöfn allra hlutaðeigandi yrðu gerð opinber. Þannig segist Gisèle hafa viljað skila skömminni á réttan stað, til nauðgaranna en frá fórnarlambinu. Eiginmaðurinn hefur játað sök í málinu en flestir hinna sem ákærðir eru neita hinsvegar sök og segjast ekki hafa vitað af því að um nauðgun væri að ræða, heldur tæki Gisèle þátt af fúsum og frjálsum vilja. Saksóknarar vilja að Dominique Pelicot verði dæmdur til þyngstu refsingar, sem er tuttugu ára langt fangelsi. Þá vilja þeir að einn nauðgaranna, sem smitaði Gisèle af HIV veirunni verði dæmur í átján ára fangelsi og tíu aðra vilja saksóknarar dæma í 15 til 17 ár. Yfir hinum þrátíu og átta er svo krafist fangelsis frá tíu til fjórtán ára. Frakkland Mál Dominique Pelicot Erlend sakamál Tengdar fréttir Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16. desember 2024 11:31 Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27. nóvember 2024 18:10 Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi. 26. nóvember 2024 06:43 Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. 19. nóvember 2024 08:46 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Fyrrverandi eiginmaður hennar, Dominique Pelicot er sakaður um að hafa byrlað henni ólyfjan án hennar vitundar og síðan boðið tugum manna sem hann kynntist á netinu að nauðga henni í rúmi þeirra hjóna á meðan hún var án meðvitundar. Þessu athæfi hélt hann áfram óslitið frá árinu 2011 og fram til 2020. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Frakklandi og í raun um allan heim en það var Gisèle sjálf sem ákvað að réttarhöldin yrðu fyrir opnum tjöldum og að nöfn allra hlutaðeigandi yrðu gerð opinber. Þannig segist Gisèle hafa viljað skila skömminni á réttan stað, til nauðgaranna en frá fórnarlambinu. Eiginmaðurinn hefur játað sök í málinu en flestir hinna sem ákærðir eru neita hinsvegar sök og segjast ekki hafa vitað af því að um nauðgun væri að ræða, heldur tæki Gisèle þátt af fúsum og frjálsum vilja. Saksóknarar vilja að Dominique Pelicot verði dæmdur til þyngstu refsingar, sem er tuttugu ára langt fangelsi. Þá vilja þeir að einn nauðgaranna, sem smitaði Gisèle af HIV veirunni verði dæmur í átján ára fangelsi og tíu aðra vilja saksóknarar dæma í 15 til 17 ár. Yfir hinum þrátíu og átta er svo krafist fangelsis frá tíu til fjórtán ára.
Frakkland Mál Dominique Pelicot Erlend sakamál Tengdar fréttir Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16. desember 2024 11:31 Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27. nóvember 2024 18:10 Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi. 26. nóvember 2024 06:43 Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. 19. nóvember 2024 08:46 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16. desember 2024 11:31
Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27. nóvember 2024 18:10
Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi. 26. nóvember 2024 06:43
Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. 19. nóvember 2024 08:46
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent