Honum skilst að starfsmennirnir hafi verið á leið úr vinnu, til Akureyrar. Þeir munu hafa verið fastir í um það bil tvo klukkutíma.
Lokað var fyrir umferð um göngin vegna bilunar í hurðarbúnaði.
Hurðir eru á báðum endum ganganna vegna mikillar klakamyndunar á veturna. Hurðirnar eru sjálfvirkar en nemi sendir merki þegar bíll er á ferð og þá opnast dyrnar.