Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2024 07:00 Camilla Herrem hefur skorað 951 mark í 332 landsleikjum fyrir Noreg. Landsleikirnir verða ekki fleiri. Getty/Henk Seppen/ Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu í síðasta skiptið á sunnudagskvöldið en það var annar meðlimur liðsins einnig að kveðja þetta kvöld. Hornamaðurinn Camilla Herrem tilkynnti það eftir leikinn að hún hafi þarna spilað sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hún er 38 ára gömul og hefur verið í kringum landsliðið í nítján ár. „Þetta var síðasti landsleikurinn minn. Ég hef ákveðið að segja þetta gott og er mjög stolt af ferlinum. Það verður gott að fá smá auka hvíld heima en um leið er þetta smá sorglegt líka,“ sagði Camilla Herrem við Viaplay eftir leikinn. NRK Sport fjallaði um Camilla Herrem.NRK Herrem var að klára sitt tuttugasta stórmót með norska landsliðinu og var að vinna sitt ellefta stórmótagull. Hún og Þórir hafa því unnið mörg gull saman. Herrem var fyrst með landsliðinu árið 2006 og hefur verið hluti af landsliðinu allan tímann sem Þórir hefur þjálfað liðið. Það vissu allir að Þórir væri að kveðja en leikmenn norska liðsins vissu ekki af ákvörðun Herrem fyrr en eftir úrslitaleikinn. Herrem sagði norska ríkisútvarpinu frá því að hún hafi ákveðið það í september að þetta yrði hennar síðasta mót. Það vissu samt mjög fáir af því að Herrem væri búin að taka þessa ákvörðun. Enginn leikmaður vissi af þessu heldur aðeins Þórir og þjálfarateymið. „Ég vildi ekki segja stelpunum frá þessu af því að það var svo mikið í gangi. Ég sagði þeim frá þessu í liðshringnum eftir að við kláruðu leikinn. Þetta breyttist fljótt í mjög tilfinningaríka stund,“ sagði Herrem. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir þér Þórir. Ég er svo ánægð að enda þetta á sama tíma og þú. Það er erfitt að enda landsliðsferilinn en um leið finnst mér þetta vera rétti tímapunkturinn,“ sagði Herrem við Þóri eftir leikinn. Þau enda bæði sem Ólympíu- og Evrópumeistarar á síðasta árinu sínu. Herrem söng að venju lagið Tore Tang í sigurgleðinni eftir leikinn en það er hefð fyrir því að hún syngi lagið sem norska hljómsveitin Mods gerði vinsælt árið í byrjun níunda áratugarins. Fyrir þá sem hafa áhuga á heyra lagið má hlusta á það hér fyrir neðan. Það mætti vissulega lesa eitthvað úr „Tore Tang, ein gammal mann“ í texta viðlagsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=87eFLEl-xz8">watch on YouTube</a> EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Hornamaðurinn Camilla Herrem tilkynnti það eftir leikinn að hún hafi þarna spilað sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hún er 38 ára gömul og hefur verið í kringum landsliðið í nítján ár. „Þetta var síðasti landsleikurinn minn. Ég hef ákveðið að segja þetta gott og er mjög stolt af ferlinum. Það verður gott að fá smá auka hvíld heima en um leið er þetta smá sorglegt líka,“ sagði Camilla Herrem við Viaplay eftir leikinn. NRK Sport fjallaði um Camilla Herrem.NRK Herrem var að klára sitt tuttugasta stórmót með norska landsliðinu og var að vinna sitt ellefta stórmótagull. Hún og Þórir hafa því unnið mörg gull saman. Herrem var fyrst með landsliðinu árið 2006 og hefur verið hluti af landsliðinu allan tímann sem Þórir hefur þjálfað liðið. Það vissu allir að Þórir væri að kveðja en leikmenn norska liðsins vissu ekki af ákvörðun Herrem fyrr en eftir úrslitaleikinn. Herrem sagði norska ríkisútvarpinu frá því að hún hafi ákveðið það í september að þetta yrði hennar síðasta mót. Það vissu samt mjög fáir af því að Herrem væri búin að taka þessa ákvörðun. Enginn leikmaður vissi af þessu heldur aðeins Þórir og þjálfarateymið. „Ég vildi ekki segja stelpunum frá þessu af því að það var svo mikið í gangi. Ég sagði þeim frá þessu í liðshringnum eftir að við kláruðu leikinn. Þetta breyttist fljótt í mjög tilfinningaríka stund,“ sagði Herrem. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir þér Þórir. Ég er svo ánægð að enda þetta á sama tíma og þú. Það er erfitt að enda landsliðsferilinn en um leið finnst mér þetta vera rétti tímapunkturinn,“ sagði Herrem við Þóri eftir leikinn. Þau enda bæði sem Ólympíu- og Evrópumeistarar á síðasta árinu sínu. Herrem söng að venju lagið Tore Tang í sigurgleðinni eftir leikinn en það er hefð fyrir því að hún syngi lagið sem norska hljómsveitin Mods gerði vinsælt árið í byrjun níunda áratugarins. Fyrir þá sem hafa áhuga á heyra lagið má hlusta á það hér fyrir neðan. Það mætti vissulega lesa eitthvað úr „Tore Tang, ein gammal mann“ í texta viðlagsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=87eFLEl-xz8">watch on YouTube</a>
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira