Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. desember 2024 18:26 Hvalveiðar hafa verið pólitískt hitamál en hvalveiðiskip héldu ekki út til veiða í sumar. Vísir/Egill Fimm ára veiðileyfi Hvals hf. endurnýjast sjálfkrafa árlega og getur því að óbreyttu verið í gildi í áraraðir. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum Hvals samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Í leyfi Hvals hf. segir að leyfið framlengist árlega um eitt ár frá útgáfu þess hinn 4. desember síðastliðinn. Samkvæmt svari matvælaráðuneytisins þýðir þetta ákvæði að fimm ára leyfi tekur gildi á ný í desember á næsta ári og svo koll af kolli. Að óbreyttu og miðað við núgildandi lög og reglur eru ekki takmörk á því hversu oft leyfið endurnýjast. Getur það því verið grundvöllur veiða í áraraðir. Orðið við óskum Hvals hf. Í umsókn Hvals hf um leyfi til veiða á langreyðum var óskað eftir því að fyrirtækinu yrði annað hvort veitt ótímabundið leyfi eða til að minnsta kosti fimm eða tíu ára, með sjálfkrafa framlengingu við lok hvers starfsárs, til þess að tryggja fyrirsjáanleika í rekstri. Ráðuneytið varð því við þeirri kröfu fyrirtækisins. Útgáfa Bjarna Benediktssonar, matvælaráðherra, á leyfi til hvalveiða vakti hörð viðbrögð.Vísir/Vilhelm Útgáfa leyfisins hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfis- og dýravelferðarsamtökum og þá ekki síst í ljósi þess að leyfið var gefið út eftir kosningar af Bjarna Benediktssyni, matvælaráðherra í starfsstjórn. Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru þá þegar hafnar en þingmenn flokkanna þriggja voru á meðal flutningsmanna frumvarps um bann gegn hvalveiðum sem lagt var fram á Alþingi í haust. Á sama tíma hafa bæjarráð Akraness og formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnað leyfisveitingunni og sagt mikilvægt að skapa fyrirsjáanleika í greininni. Starfshópur sem vinnur að því að rýna lagaumgjörð hvalveiða er nú að störfum og á að skila til stjórnvalda skýrslu með tillögum að leiðum til úrbóta. Valkostir þar eiga bæði að taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við þeim til framtíðar. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Í leyfi Hvals hf. segir að leyfið framlengist árlega um eitt ár frá útgáfu þess hinn 4. desember síðastliðinn. Samkvæmt svari matvælaráðuneytisins þýðir þetta ákvæði að fimm ára leyfi tekur gildi á ný í desember á næsta ári og svo koll af kolli. Að óbreyttu og miðað við núgildandi lög og reglur eru ekki takmörk á því hversu oft leyfið endurnýjast. Getur það því verið grundvöllur veiða í áraraðir. Orðið við óskum Hvals hf. Í umsókn Hvals hf um leyfi til veiða á langreyðum var óskað eftir því að fyrirtækinu yrði annað hvort veitt ótímabundið leyfi eða til að minnsta kosti fimm eða tíu ára, með sjálfkrafa framlengingu við lok hvers starfsárs, til þess að tryggja fyrirsjáanleika í rekstri. Ráðuneytið varð því við þeirri kröfu fyrirtækisins. Útgáfa Bjarna Benediktssonar, matvælaráðherra, á leyfi til hvalveiða vakti hörð viðbrögð.Vísir/Vilhelm Útgáfa leyfisins hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfis- og dýravelferðarsamtökum og þá ekki síst í ljósi þess að leyfið var gefið út eftir kosningar af Bjarna Benediktssyni, matvælaráðherra í starfsstjórn. Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru þá þegar hafnar en þingmenn flokkanna þriggja voru á meðal flutningsmanna frumvarps um bann gegn hvalveiðum sem lagt var fram á Alþingi í haust. Á sama tíma hafa bæjarráð Akraness og formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnað leyfisveitingunni og sagt mikilvægt að skapa fyrirsjáanleika í greininni. Starfshópur sem vinnur að því að rýna lagaumgjörð hvalveiða er nú að störfum og á að skila til stjórnvalda skýrslu með tillögum að leiðum til úrbóta. Valkostir þar eiga bæði að taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við þeim til framtíðar.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent