Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 17:30 Írinn Conor McGregor ætlar að berjast aftur í MMA en fyrst er það hnefaleikabardagi á Indlandi. Getty/ Jeff Bottari Conor McGregor ætlar sér að snúa aftur í MMA búrið í næstu framtíð en næst á dagskrá hjá honum er hins vegar hnefaleikabardagi við YouTube stjörnuna Logan Paul. McGregor er fyrrum tvöfaldur meistari í UFC og einn allra vinsælasti bardagamaður heims. Það er því mikill áhugi á hvað hann gerir næst eftir erfiða mánuði upp á síðkastið, bæði innan og utan búrsins. McGregor hafði samþykkt að berjast við Michael Chandler á UFC 303 í júní en varð að hætta við bardagann vegna meiðsla. Á dögunum var hann dæmdur sekur fyrir kynferðisbrot gegn konu í einkamáli sem hún höfðaði gegn honum fyrir dómstól í Dublin. McGregor sagði konuna hafa veitt samþykki sitt og að hann ætli að áfrýja dómnum. McGregor notaði samfélagsmiðla sína í dag til að segja frá næsta bardaga. „Orðrómur um að bardaga við [Ilia] Topurio er falskur,“ skrifaði Conor McGregor á samfélagsmiðilinn X. „Ég er byrjaður í viðræðum við Ambani fjölskylduna um að berjast við Logan Paul í hnefaleikabardaga á Indlandi. Ég hef samþykkt að taka þátt í honum. Ég mun síðan í framhaldinu leitast eftir endurkomu í búrið,“ skrifaði McGregor. Logan Paul er YouTube stjarna og áhrifavaldur. Hann hefur barist fjórum sinnum í hnefaleikum og einn þeirra tapaði hann á móti KSI. Þeir skildu jafnir í hinum bardaga sínum. Paul gerði einnig jafntefli við Floyd Mayweather og vann síðan MMA bardagamanninn Dillon Danis. Logan Paul hefur samt að undanförnu skapað sér stærra nafn í fjölbragðaglímuheiminum þar sem hann vann bandaríska meistaramótið í nóvember 2023. View this post on Instagram A post shared by LADbible (@ladbible) MMA Box Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Sjá meira
McGregor er fyrrum tvöfaldur meistari í UFC og einn allra vinsælasti bardagamaður heims. Það er því mikill áhugi á hvað hann gerir næst eftir erfiða mánuði upp á síðkastið, bæði innan og utan búrsins. McGregor hafði samþykkt að berjast við Michael Chandler á UFC 303 í júní en varð að hætta við bardagann vegna meiðsla. Á dögunum var hann dæmdur sekur fyrir kynferðisbrot gegn konu í einkamáli sem hún höfðaði gegn honum fyrir dómstól í Dublin. McGregor sagði konuna hafa veitt samþykki sitt og að hann ætli að áfrýja dómnum. McGregor notaði samfélagsmiðla sína í dag til að segja frá næsta bardaga. „Orðrómur um að bardaga við [Ilia] Topurio er falskur,“ skrifaði Conor McGregor á samfélagsmiðilinn X. „Ég er byrjaður í viðræðum við Ambani fjölskylduna um að berjast við Logan Paul í hnefaleikabardaga á Indlandi. Ég hef samþykkt að taka þátt í honum. Ég mun síðan í framhaldinu leitast eftir endurkomu í búrið,“ skrifaði McGregor. Logan Paul er YouTube stjarna og áhrifavaldur. Hann hefur barist fjórum sinnum í hnefaleikum og einn þeirra tapaði hann á móti KSI. Þeir skildu jafnir í hinum bardaga sínum. Paul gerði einnig jafntefli við Floyd Mayweather og vann síðan MMA bardagamanninn Dillon Danis. Logan Paul hefur samt að undanförnu skapað sér stærra nafn í fjölbragðaglímuheiminum þar sem hann vann bandaríska meistaramótið í nóvember 2023. View this post on Instagram A post shared by LADbible (@ladbible)
MMA Box Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Sjá meira