Lífið

Sigga Heimis selur slotið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sigga Heimis hefur komið sér vel fyrir á Flókagötunni.
Sigga Heimis hefur komið sér vel fyrir á Flókagötunni. Sölumyndir.is

Hönnuðurinn og listakonan Sigga Heimis hefur sett fallega hæð við Flókagötu 39 á sölu. Um er að ræða 178 fermetra eign í reisulegu húsi sem var byggt árið 1944. Ásett verð er 154,9 milljónir.

Eignin, sem er á tveimur hæðum, skiptist í eldhús sem er opið inn til borðstofu og stofu, fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi, rúmgott fjölskyldurými og bílskúr sem er innréttaður sem studioíbúð. Í eldhúsinu er dökk innrétting með eyju og góðu vinnuplássi. Á gólfum er fallegt viðarparket.

Sölumyndir.is

Litir og listaverk

Heimili Siggu er innréttað á skemmtilegan og sjarmerandi máta þar sem djarfir litir, listaverk og formfögur húsgögn eru í forgrunni. Í stofurýminu má sjá klassíska og tímalausa hönnun, þar á meðal Eggið eftir Arne Jacobsen, Y-Chair stólar úr smiðju Hans J. Wegner og PH-5 loftljós, hannað af Poul Henningsen, og svo fátt eitt sé nefnt. 

Úr stofunni er útgengt á svalir með útsýni að Klambratúni.

Nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.

Sölumyndir.is
Sölumyndir.is
Sölumyndir.is
Sölumyndir.is
Sölumyndir.is
Sölumyndir.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.