Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. desember 2024 11:02 Paul Watson var um árabil leiðtogi Sea Shepherd-samtakanna. AP Kanadíski umhverfisaðgerðasinninn Paul Watson verður ekki framseldur til Japan. Honum verður sleppt úr haldi í Grænlandi, eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi þar í tæpa fimm mánuði. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins DR. Þar er haft eftir lögmanni Watson, Jonasi Christoffersen, að honum sé létt vegna þessara frétta. Fer beint til Frakklands „Ég hef statt og stöðugt trúað því að þetta mál hafi ekki verið grundvöllur til framsals, og harma að það hafi þurft að kosta hann fimm mánuði af lífi hans,“ hefur DR eftir Christoffersen. Hann segir lögreglu á leið í fangelsið í Anstalten í Grænlandi, til þess að ganga frá lausn Watsons. „Ég geri ráð fyrir því að hann fari í kjölfarið með fyrsta flugi heim til sín í Frakklandi, þar sem hann getur haldið jól með fjölskyldu sinni.“ Sagður hafa ráðist á hvalveiðimenn Hinn 73 ára Watson var handtekinn í Nuuk þann 21. júlí síðastliðinn þegar skip hans lagðist að bryggju í Nuuk en hann var sagður á leið á slóðir nýrra japanskra hvalveiðibáta í Kyrrahafi. Japönsk stjórnvöld hafa krafist framsals Watsons en lögfræðingar hans sögðu að slíkt yrði brot á Evrópulöggjöf. Yfirvöld í Japan vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Watson neitaði alfarið sök í málinu. Refsiramminn fyrir brotin sem Watson eru gefin að sök er þriggja til fimmtán ára fangelsi. Watson var lengi leiðtogi Sea Shepherd-samtakanna sem þekktast er fyrir mótmælaaðgerðir sínar gegn hvalveiðum Japana, Norðmanna og Íslendinga. Vakti það mikla athygli hér á þegar hann stóð að því að tveimur hvalveiðibátum Hvals var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986. Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Japan Grænland Danmörk Tengdar fréttir Starbucks styður Paul Watson Sea Shepherd umhverfissamtökin hafa notið stuðnings fjölda stórfyrirtækja og eitt þeirra er Starbucks-kaffihúsakeðjan fræga sem rekur um fjörutíu þúsund kaffihús víða um heim. 21. október 2006 07:00 Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01 Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins DR. Þar er haft eftir lögmanni Watson, Jonasi Christoffersen, að honum sé létt vegna þessara frétta. Fer beint til Frakklands „Ég hef statt og stöðugt trúað því að þetta mál hafi ekki verið grundvöllur til framsals, og harma að það hafi þurft að kosta hann fimm mánuði af lífi hans,“ hefur DR eftir Christoffersen. Hann segir lögreglu á leið í fangelsið í Anstalten í Grænlandi, til þess að ganga frá lausn Watsons. „Ég geri ráð fyrir því að hann fari í kjölfarið með fyrsta flugi heim til sín í Frakklandi, þar sem hann getur haldið jól með fjölskyldu sinni.“ Sagður hafa ráðist á hvalveiðimenn Hinn 73 ára Watson var handtekinn í Nuuk þann 21. júlí síðastliðinn þegar skip hans lagðist að bryggju í Nuuk en hann var sagður á leið á slóðir nýrra japanskra hvalveiðibáta í Kyrrahafi. Japönsk stjórnvöld hafa krafist framsals Watsons en lögfræðingar hans sögðu að slíkt yrði brot á Evrópulöggjöf. Yfirvöld í Japan vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Watson neitaði alfarið sök í málinu. Refsiramminn fyrir brotin sem Watson eru gefin að sök er þriggja til fimmtán ára fangelsi. Watson var lengi leiðtogi Sea Shepherd-samtakanna sem þekktast er fyrir mótmælaaðgerðir sínar gegn hvalveiðum Japana, Norðmanna og Íslendinga. Vakti það mikla athygli hér á þegar hann stóð að því að tveimur hvalveiðibátum Hvals var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986.
Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Japan Grænland Danmörk Tengdar fréttir Starbucks styður Paul Watson Sea Shepherd umhverfissamtökin hafa notið stuðnings fjölda stórfyrirtækja og eitt þeirra er Starbucks-kaffihúsakeðjan fræga sem rekur um fjörutíu þúsund kaffihús víða um heim. 21. október 2006 07:00 Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01 Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Starbucks styður Paul Watson Sea Shepherd umhverfissamtökin hafa notið stuðnings fjölda stórfyrirtækja og eitt þeirra er Starbucks-kaffihúsakeðjan fræga sem rekur um fjörutíu þúsund kaffihús víða um heim. 21. október 2006 07:00
Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01
Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42