Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir og Halldór Oddsson skrifa 17. desember 2024 10:30 Í sumarbyrjun tókst að koma öllum ætluðum þolendum Quang Lé í (tímabundið) var. Með dugnaði þeirra sjálfra, ásamt samstilltu átaki verkalýðshreyfingarinnar, Vinnumálastofnunar, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Bjarkarhlíðar, tókst að grípa hópinn, finna störf fyrir þau og tryggja þannig grundvöll fyrir dvöl þeirra í landinu til eins árs. Ýmsir þröskuldar og skortur á heildarsýn í málaflokknum þvældist þó fyrir líkt og undirrituð fjölluðu um í fyrri grein. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og yfirlýsingar í upphafi um að ætlaðir þolendur þyrftu ekki að óttast kerfið eða um stöðu sína hafa takmörkuð svör fengist um framhaldið, nú þegar aðeins nokkrir mánuðir eru eftir af gildistíma dvalarleyfanna. Einnig berast fréttir af því að það eigi að afturkalla einhver þeirra dvalarleyfa sem byggja á hjúskap, enda sé ekki um að ræða raunveruleg hjónabönd. Þá má ætla að prófskírteini verði endurskoðuð í samræmi við almennt verklag, sem leitt getur til slæmrar niðurstöðu fyrir ætlaða þolendur mansals. Ef ákvarðanir eru teknar án tillit til sérstakrar og viðkvæmrar stöðu fólksins, sem hugsanlegra þolenda mansals á íslenskum vinnumarkaði, er næsta víst að við köstumst langt aftur í baráttunni gegn vinnumansali á Íslandi. Undirrituð krefjast þess að stofnanir sýni ítrustu hófsemi í öllum ákvörðunum um framtíð einstaklinganna í ljósi þess hvar málið er statt. Undirrituð skora jafnframt á verðandi ráðherra vinnumarkaðsmála annars vegar og dómsmálaráðherra hins vegar að gera það að einu af sínum fyrstu verkum að veita hugrakka pólitíska forystu í þessum efnum og standa með þolendum mansals. Hvað gerist ef við stöndum ekki með þolendum mansals og misneytingar? Rannsókn lögreglu á viðskiptaveldi Quang Lé og tengdra aðila stendur enn þá yfir og ætla má að rannsóknarhagsmunir séu fólgnir í því að eyða óvissu um framtíð ætlaðra þolenda á Íslandi. Fréttir hafa borist af því að Quang Lé og tengdir aðilar hafi reynt að nálgast fyrrum starfsfólk sitt. Eðli misneytingar og mansals í vinnu er þannig að gerandi hefur ofurvald yfir þolendum sínum. Atvinnurekandinn hefur ekki aðeins á hendi sér afkomu fólks heldur einnig húsnæði og dvalarleyfi. Lögregla hefur sjálf tjáð sig um mikilvægi þess að þolendur mansals fái viðeigandi aðstoð og vernd, svo að þau lendi ekki aftur undir hæl gerandans. Það er líka réttlætismál að tryggja vernd fyrir fólk sem hefur lagt á sig miklar fjárhagslegar og sálrænar fórnir til að geta búið sér og fjölskyldum sínum trygga framtíð á Íslandi; fólk sem kom um langan veg til Íslands eftir að hafa selt eigur sínar í heimalandinu og jafnvel steypt sér í miklar skuldir, með draum um að leggja hart að sér í vinnu og skapa sér bjartari framtíð. Síðast en ekki síst er augljóst að þetta mál mun skapa fordæmi, sem mun svo skipta sköpum til lengri tíma um það hvort þolendur misneytingar og mansals verði yfirhöfuð tilbúin til samstarfs við að upplýsa mál sem varða skipulagða brotastarfsemi í landinu. Einungis með því að bjóða fólki upp á fyrirsjáanleika og öryggi getum við ætlast til þess að þolendur misneytingar og mansals stígi fram. Sterkari leyfi fyrir þolendur mansals og misneytingar Það má draga mikinn lærdóm af þeim misneytingar- og mansalsmálum sem komið hafa upp undanfarin misseri. Að mati undirritaðra er einna brýnast að styrkja þau dvalarleyfi sem standa þolendum mansals til boða. Það er einföld breyting. Tryggja þarf að dvalarleyfin telji upp í þann árafjölda sem fólk þarf til að eygja möguleikann á ótímabundnu dvalarleyfi hér á landi og að leyfin geti verið grundvöllur fjölskyldusameiningar. Í því samhengi má meðal annars horfa til Finnlands þar sem stjórnvöld hafa borið gæfu til þess að endurskoða dvalarleyfakerfið sitt með það að leiðarljósi að þolendur mansals njóti vafans. Að lokum Verkefnið framundan er að eyða allri óvissu fyrir ætlaða þolendur Quang Lé og samhliða því að styrkja þau dvalarleyfi sem standa þolendum til boða. Þannig sendum við skýr skilaboð til þolenda um að þeim sé óhætt að stíga fram og skýr skilaboð til gerenda um að misneyting launafólks verði ekki liðin. Því verður ekki trúað að vilji stjórnvalda sé sá að gefið verði eftir í baráttu gegn svo alvarlegum lögbrotum. Saga Kjartansdóttir er sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum á skrifstofu ASÍ. Halldór Oddsson er sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs á skrifstofu ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Mansal Vinnumarkaður Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Í sumarbyrjun tókst að koma öllum ætluðum þolendum Quang Lé í (tímabundið) var. Með dugnaði þeirra sjálfra, ásamt samstilltu átaki verkalýðshreyfingarinnar, Vinnumálastofnunar, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Bjarkarhlíðar, tókst að grípa hópinn, finna störf fyrir þau og tryggja þannig grundvöll fyrir dvöl þeirra í landinu til eins árs. Ýmsir þröskuldar og skortur á heildarsýn í málaflokknum þvældist þó fyrir líkt og undirrituð fjölluðu um í fyrri grein. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og yfirlýsingar í upphafi um að ætlaðir þolendur þyrftu ekki að óttast kerfið eða um stöðu sína hafa takmörkuð svör fengist um framhaldið, nú þegar aðeins nokkrir mánuðir eru eftir af gildistíma dvalarleyfanna. Einnig berast fréttir af því að það eigi að afturkalla einhver þeirra dvalarleyfa sem byggja á hjúskap, enda sé ekki um að ræða raunveruleg hjónabönd. Þá má ætla að prófskírteini verði endurskoðuð í samræmi við almennt verklag, sem leitt getur til slæmrar niðurstöðu fyrir ætlaða þolendur mansals. Ef ákvarðanir eru teknar án tillit til sérstakrar og viðkvæmrar stöðu fólksins, sem hugsanlegra þolenda mansals á íslenskum vinnumarkaði, er næsta víst að við köstumst langt aftur í baráttunni gegn vinnumansali á Íslandi. Undirrituð krefjast þess að stofnanir sýni ítrustu hófsemi í öllum ákvörðunum um framtíð einstaklinganna í ljósi þess hvar málið er statt. Undirrituð skora jafnframt á verðandi ráðherra vinnumarkaðsmála annars vegar og dómsmálaráðherra hins vegar að gera það að einu af sínum fyrstu verkum að veita hugrakka pólitíska forystu í þessum efnum og standa með þolendum mansals. Hvað gerist ef við stöndum ekki með þolendum mansals og misneytingar? Rannsókn lögreglu á viðskiptaveldi Quang Lé og tengdra aðila stendur enn þá yfir og ætla má að rannsóknarhagsmunir séu fólgnir í því að eyða óvissu um framtíð ætlaðra þolenda á Íslandi. Fréttir hafa borist af því að Quang Lé og tengdir aðilar hafi reynt að nálgast fyrrum starfsfólk sitt. Eðli misneytingar og mansals í vinnu er þannig að gerandi hefur ofurvald yfir þolendum sínum. Atvinnurekandinn hefur ekki aðeins á hendi sér afkomu fólks heldur einnig húsnæði og dvalarleyfi. Lögregla hefur sjálf tjáð sig um mikilvægi þess að þolendur mansals fái viðeigandi aðstoð og vernd, svo að þau lendi ekki aftur undir hæl gerandans. Það er líka réttlætismál að tryggja vernd fyrir fólk sem hefur lagt á sig miklar fjárhagslegar og sálrænar fórnir til að geta búið sér og fjölskyldum sínum trygga framtíð á Íslandi; fólk sem kom um langan veg til Íslands eftir að hafa selt eigur sínar í heimalandinu og jafnvel steypt sér í miklar skuldir, með draum um að leggja hart að sér í vinnu og skapa sér bjartari framtíð. Síðast en ekki síst er augljóst að þetta mál mun skapa fordæmi, sem mun svo skipta sköpum til lengri tíma um það hvort þolendur misneytingar og mansals verði yfirhöfuð tilbúin til samstarfs við að upplýsa mál sem varða skipulagða brotastarfsemi í landinu. Einungis með því að bjóða fólki upp á fyrirsjáanleika og öryggi getum við ætlast til þess að þolendur misneytingar og mansals stígi fram. Sterkari leyfi fyrir þolendur mansals og misneytingar Það má draga mikinn lærdóm af þeim misneytingar- og mansalsmálum sem komið hafa upp undanfarin misseri. Að mati undirritaðra er einna brýnast að styrkja þau dvalarleyfi sem standa þolendum mansals til boða. Það er einföld breyting. Tryggja þarf að dvalarleyfin telji upp í þann árafjölda sem fólk þarf til að eygja möguleikann á ótímabundnu dvalarleyfi hér á landi og að leyfin geti verið grundvöllur fjölskyldusameiningar. Í því samhengi má meðal annars horfa til Finnlands þar sem stjórnvöld hafa borið gæfu til þess að endurskoða dvalarleyfakerfið sitt með það að leiðarljósi að þolendur mansals njóti vafans. Að lokum Verkefnið framundan er að eyða allri óvissu fyrir ætlaða þolendur Quang Lé og samhliða því að styrkja þau dvalarleyfi sem standa þolendum til boða. Þannig sendum við skýr skilaboð til þolenda um að þeim sé óhætt að stíga fram og skýr skilaboð til gerenda um að misneyting launafólks verði ekki liðin. Því verður ekki trúað að vilji stjórnvalda sé sá að gefið verði eftir í baráttu gegn svo alvarlegum lögbrotum. Saga Kjartansdóttir er sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum á skrifstofu ASÍ. Halldór Oddsson er sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs á skrifstofu ASÍ.
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar