Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2024 22:07 Chrystia Freeland hefur setið á kanadíska þinginu frá árinu 2013. AP Chrystia Freeland fjármálaráðherra Kanada sagði af sér í dag. Ástæðuna sagði hún ágreining milli sín og Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada. Freeland sendi frá sér uppsagnarbréf í dag þar sem fram kom að ágreiningur hennar og flokksbróður síns snúi að hótunum Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseta um að leggja á 25 prósent innflutningsgjald á kanadískan innflutning. Í bréfinu, sem stílað er á Trudeau, segist hún ekki geta fallist á það með honum að auka þurfi útgjöld til að takast á við umrætt innflutningsdjald. „Á föstudaginn sagðirðu mér að þú vildir ekki að ég gegndi embætti fjármálaráðherra lengur og bauðst mér annað ráðuneyti. Eftir umhugsun hef ég ákveðið að það heiðarlegasta í stöðunni er að segja af mér,“ segir í bréfi Freeland. See my letter to the Prime Minister below // Veuillez trouver ma lettre au Premier ministre ci-dessous pic.twitter.com/NMMMcXUh7A— Chrystia Freeland (@cafreeland) December 16, 2024 Í umfjöllun Reuters segir að afsögn Freeland komi til með að hafa neikvæð áhrif á framtíð Trudeau í stjórnmálum, en Frjálslynda flokknum er þegar spáð slæmu gengi í næstu þingkosningum. Íhaldsflokknum, sem er í stjórnarandstöðu á yfirstandandi kjörtímabili, er aftur á móti spáð góðu gengi í kosningunum, sem áætlað er að fari fram í október 2025. Heimildir kanadíska ríkisútvarpsins herma að Dominic LeBlanc varnarmálaráðherra Kanada verði skipaður fjármálaráðherra síðar í dag. Kanada Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Freeland sendi frá sér uppsagnarbréf í dag þar sem fram kom að ágreiningur hennar og flokksbróður síns snúi að hótunum Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseta um að leggja á 25 prósent innflutningsgjald á kanadískan innflutning. Í bréfinu, sem stílað er á Trudeau, segist hún ekki geta fallist á það með honum að auka þurfi útgjöld til að takast á við umrætt innflutningsdjald. „Á föstudaginn sagðirðu mér að þú vildir ekki að ég gegndi embætti fjármálaráðherra lengur og bauðst mér annað ráðuneyti. Eftir umhugsun hef ég ákveðið að það heiðarlegasta í stöðunni er að segja af mér,“ segir í bréfi Freeland. See my letter to the Prime Minister below // Veuillez trouver ma lettre au Premier ministre ci-dessous pic.twitter.com/NMMMcXUh7A— Chrystia Freeland (@cafreeland) December 16, 2024 Í umfjöllun Reuters segir að afsögn Freeland komi til með að hafa neikvæð áhrif á framtíð Trudeau í stjórnmálum, en Frjálslynda flokknum er þegar spáð slæmu gengi í næstu þingkosningum. Íhaldsflokknum, sem er í stjórnarandstöðu á yfirstandandi kjörtímabili, er aftur á móti spáð góðu gengi í kosningunum, sem áætlað er að fari fram í október 2025. Heimildir kanadíska ríkisútvarpsins herma að Dominic LeBlanc varnarmálaráðherra Kanada verði skipaður fjármálaráðherra síðar í dag.
Kanada Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira