Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar 16. desember 2024 17:02 „Ég mun aldrei fyrirgefa þér þessa mynd,“ sagði áhyggjufull móðir við leikara í vinsælli fjölskyldumynd sem kom út fyrir tæpum þremur áratugum. „Nú, hvers vegna ekki?“ spurði leikarinn. „Vegna þess að ástsæl dóttir mín kom að máli við mig eftir myndina og tilkynnti að hún væri hér með alfarið hætt að leggja sér dýr til munns – og ég lýsi þig ábyrgan!“ Leikarinn hló og bað kærlega að heilsa stúlkunni, enda gerðist hann sjálfur grænkeri eftir tökur á myndinni, en hafði áður verið grænmetisæta í tuttugu ár. Árið var 1995, myndin var Babe – eða Vaski grísinn Baddi, eins og hún hét í íslenskri þýðingu – og leikarinn James Cromwell, sem lék Hoggett bónda, eiganda söguhetjunnar smáu. Vafalaust heyra margir rödd hans fyrir sér mæla hinn tímalausa frasa – „that’ll do, pig, that’ll do“– eftir að Baddi litli heillar alla upp úr skónum í sögulok. Ég hef hugsað mikið til Badda upp á síðkastið, í aðdraganda jólanna, enda áttu það jú að verða örlög litla gríssins að fara í jólamatinn. En svo kom í ljós hvað hann var merkilegur lítill grís – grís sem gat hagað sér eins og fjárhundur! Nema hvað, Baddi var ekkert merkilegur grís. Hann var bara eins og hver annar grís. Grísir eru nefnilega stórmerkileg dýr og það kemur líka skýrt í ljós í yfirstandandi herferð á vegum SDÍ – Samtaka um dýravelferð á Íslandi – sem ber nafnið „Enginn á að vera hryggur um jólin“ og hefur vonandi ekki farið framhjá neinum. Um er að ræða vitundarvakningu um slæma meðferð á svínum hér á landi og jafnframt tilraun til að breyta skynjun fólks á lífum svína, ögra gamalgrónum staðalímyndum þessarar heillandi dýrategundar. Á vef SDÍ (www.dyravelferd.is) má lesa bæði ljóta hluti um aðstæður svína í þauleldi verksmiðjubúa, en einnig fallega hluti um hegðun og einkenni svína, hvað þau eru greind og skemmtileg dýr, félagslynd og tilfinninganæm, með fjölbreytta skapgerð og margvísleg persónueinkenni. Það er ekki að ástæðulausu að vaski grísinn Baddi slær í gegn í sögunni þegar hann byrjar að haga sér eins og fjárhundur. Samlíkingin um svín og hunda er nefnilega afar viðeigandi og svín eru jafnvel talin snjallari en hundar. Baddi er vissulega skálduð sögupersóna sem er talsett af manneskju í leikinni kvikmynd, en þótt hann sé látinn tala mannamál hagar hann sér fyrst og fremst sem grís innan söguheimsins. Mannamálið er frásagnarleið sem tengir okkur sem áhorfendur við líf dýrsins. Baddi litli er myndlíking fyrir alla þá raunverulegu grísi sem eru alveg jafnmerkilegir og áhugaverðir og blessaðir fjárhundarnir. Þeir eru dýr með sálarlíf og tilfinningar sem þjást og pínast ekki síður en gæludýrin okkar – „bleikir hvolpar“ eins og segir í grein Rósu Lífar Darradóttur og Darra Gunnarssonar sem birtist hér á Vísi fyrr í mánuðinum. Í dýrasiðfræðinni er notuð einföld æfing til að velta fyrir sér fordómum hvað varðar ákveðnar dýrategundir: skiptið út einni tegund fyrir aðra svipaða og athugið hvernig það breytir dæminu. Myndum við hugsa öðruvísi um hvolpa í búrum, sem aldrei fengju að hlaupa um frjálsir, fara út undir bert loft, eða lifa dýrsæmandi lífi? Síðasta kjötið sem ég lagði mér til munns var hamborgarhryggur, jólin 2003. Kannski hafði Baddi þar einhver áhrif, ég tengdi allavega of mikið við dýrin á disknum – tengdi dýrin við diskinn – og ákvað á endanum að hætta að borða þau. Á hverjum jólum eftir það eldaði ég mitt sérfæði á aðfangadagskvöld. Svo gerðist það að málefni svína rötuðu inn í almenna umræðu fyrir rúmum áratug og veruleiki verksmiðjubúskapar og geldinga án deyfinga hneykslaði marga, þar á meðal föður minn, sem hafði annars álitið hamborgarhrygginn heilaga hefð. Honum varð nóg boðið og neitaði hryggnum þau jól og önnur þar á eftir. Hann gerðist þó ekki grænmetisæta, skipti einfaldlega einu dýri út fyrir annað í jólamatinn, en það er svo sem ekki aðalmálið. Hann sýndi viðbrögð og það er alltaf ákveðinn sigur fyrir dýrin. Að láta ekki eins og ljót meðferð sé eðlileg. Að horfast í augu við grísina og líta ekki undan. Að láta ekki hefðina eina og sér ráða för þegar óréttlæti er annars vegar. Nú á dögum er vaski grísinn Baddi kannski ekki ofarlega í huga margra en við þurfum heldur ekki að fara þrjátíu ár aftur í tímann til að sjá vinsælar bíómyndir gera sér mat úr meðferð dýra. Wicked, ein vinsælasta mynd heims um þessar mundir, gerir einmitt kúgun dýra að meginþræði, þar sem markvisst er verið að ræna dýrin röddum sínum og læsa þau inni í búrum, til að svipta þau sjálfstæðinu og geta betur stjórnað þeim. Jú, vissulega er sögusviðið ævintýralegt með meiru – sjálft ævintýralandið Oz – en boðskapurinn endurómar um öll úttroðin búr í okkar samtíma og ég tel mig stoltur með vondu vestannorninni í liði! Brjótum búrin, gefum dýrunum rödd, hlustum á þau, og bregðumst við kalli þeirra. Sleppið hryggnum. Horfið frekar á Vaska grísinn Badda. Hún er til á leigunni. Ég á hana líka á DVD, ég get alveg lánað ykkur hana. Hver einasti grís er vaskur grís. Hver einasti grís er Baddi. Höfundur er rithöfundur og dýravinur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég mun aldrei fyrirgefa þér þessa mynd,“ sagði áhyggjufull móðir við leikara í vinsælli fjölskyldumynd sem kom út fyrir tæpum þremur áratugum. „Nú, hvers vegna ekki?“ spurði leikarinn. „Vegna þess að ástsæl dóttir mín kom að máli við mig eftir myndina og tilkynnti að hún væri hér með alfarið hætt að leggja sér dýr til munns – og ég lýsi þig ábyrgan!“ Leikarinn hló og bað kærlega að heilsa stúlkunni, enda gerðist hann sjálfur grænkeri eftir tökur á myndinni, en hafði áður verið grænmetisæta í tuttugu ár. Árið var 1995, myndin var Babe – eða Vaski grísinn Baddi, eins og hún hét í íslenskri þýðingu – og leikarinn James Cromwell, sem lék Hoggett bónda, eiganda söguhetjunnar smáu. Vafalaust heyra margir rödd hans fyrir sér mæla hinn tímalausa frasa – „that’ll do, pig, that’ll do“– eftir að Baddi litli heillar alla upp úr skónum í sögulok. Ég hef hugsað mikið til Badda upp á síðkastið, í aðdraganda jólanna, enda áttu það jú að verða örlög litla gríssins að fara í jólamatinn. En svo kom í ljós hvað hann var merkilegur lítill grís – grís sem gat hagað sér eins og fjárhundur! Nema hvað, Baddi var ekkert merkilegur grís. Hann var bara eins og hver annar grís. Grísir eru nefnilega stórmerkileg dýr og það kemur líka skýrt í ljós í yfirstandandi herferð á vegum SDÍ – Samtaka um dýravelferð á Íslandi – sem ber nafnið „Enginn á að vera hryggur um jólin“ og hefur vonandi ekki farið framhjá neinum. Um er að ræða vitundarvakningu um slæma meðferð á svínum hér á landi og jafnframt tilraun til að breyta skynjun fólks á lífum svína, ögra gamalgrónum staðalímyndum þessarar heillandi dýrategundar. Á vef SDÍ (www.dyravelferd.is) má lesa bæði ljóta hluti um aðstæður svína í þauleldi verksmiðjubúa, en einnig fallega hluti um hegðun og einkenni svína, hvað þau eru greind og skemmtileg dýr, félagslynd og tilfinninganæm, með fjölbreytta skapgerð og margvísleg persónueinkenni. Það er ekki að ástæðulausu að vaski grísinn Baddi slær í gegn í sögunni þegar hann byrjar að haga sér eins og fjárhundur. Samlíkingin um svín og hunda er nefnilega afar viðeigandi og svín eru jafnvel talin snjallari en hundar. Baddi er vissulega skálduð sögupersóna sem er talsett af manneskju í leikinni kvikmynd, en þótt hann sé látinn tala mannamál hagar hann sér fyrst og fremst sem grís innan söguheimsins. Mannamálið er frásagnarleið sem tengir okkur sem áhorfendur við líf dýrsins. Baddi litli er myndlíking fyrir alla þá raunverulegu grísi sem eru alveg jafnmerkilegir og áhugaverðir og blessaðir fjárhundarnir. Þeir eru dýr með sálarlíf og tilfinningar sem þjást og pínast ekki síður en gæludýrin okkar – „bleikir hvolpar“ eins og segir í grein Rósu Lífar Darradóttur og Darra Gunnarssonar sem birtist hér á Vísi fyrr í mánuðinum. Í dýrasiðfræðinni er notuð einföld æfing til að velta fyrir sér fordómum hvað varðar ákveðnar dýrategundir: skiptið út einni tegund fyrir aðra svipaða og athugið hvernig það breytir dæminu. Myndum við hugsa öðruvísi um hvolpa í búrum, sem aldrei fengju að hlaupa um frjálsir, fara út undir bert loft, eða lifa dýrsæmandi lífi? Síðasta kjötið sem ég lagði mér til munns var hamborgarhryggur, jólin 2003. Kannski hafði Baddi þar einhver áhrif, ég tengdi allavega of mikið við dýrin á disknum – tengdi dýrin við diskinn – og ákvað á endanum að hætta að borða þau. Á hverjum jólum eftir það eldaði ég mitt sérfæði á aðfangadagskvöld. Svo gerðist það að málefni svína rötuðu inn í almenna umræðu fyrir rúmum áratug og veruleiki verksmiðjubúskapar og geldinga án deyfinga hneykslaði marga, þar á meðal föður minn, sem hafði annars álitið hamborgarhrygginn heilaga hefð. Honum varð nóg boðið og neitaði hryggnum þau jól og önnur þar á eftir. Hann gerðist þó ekki grænmetisæta, skipti einfaldlega einu dýri út fyrir annað í jólamatinn, en það er svo sem ekki aðalmálið. Hann sýndi viðbrögð og það er alltaf ákveðinn sigur fyrir dýrin. Að láta ekki eins og ljót meðferð sé eðlileg. Að horfast í augu við grísina og líta ekki undan. Að láta ekki hefðina eina og sér ráða för þegar óréttlæti er annars vegar. Nú á dögum er vaski grísinn Baddi kannski ekki ofarlega í huga margra en við þurfum heldur ekki að fara þrjátíu ár aftur í tímann til að sjá vinsælar bíómyndir gera sér mat úr meðferð dýra. Wicked, ein vinsælasta mynd heims um þessar mundir, gerir einmitt kúgun dýra að meginþræði, þar sem markvisst er verið að ræna dýrin röddum sínum og læsa þau inni í búrum, til að svipta þau sjálfstæðinu og geta betur stjórnað þeim. Jú, vissulega er sögusviðið ævintýralegt með meiru – sjálft ævintýralandið Oz – en boðskapurinn endurómar um öll úttroðin búr í okkar samtíma og ég tel mig stoltur með vondu vestannorninni í liði! Brjótum búrin, gefum dýrunum rödd, hlustum á þau, og bregðumst við kalli þeirra. Sleppið hryggnum. Horfið frekar á Vaska grísinn Badda. Hún er til á leigunni. Ég á hana líka á DVD, ég get alveg lánað ykkur hana. Hver einasti grís er vaskur grís. Hver einasti grís er Baddi. Höfundur er rithöfundur og dýravinur.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun