Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. desember 2024 20:02 Hilmir, Viktor, Kristófer Karl og Jakob Vísir/BJarni Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. Strákarnir Hilmir, Viktor Skúli, Kristófer Karl og Jakob mynda dyggustu stuðningssveit hljómsveitarinnar IceGuys. Þeir vonast til þess að fá að hitta meðlimi strákasveitarinnar einn daginn en einnig vonast þeir til þess að geta einhvern tímann haldið sína eigin tónleika líkt og fyrirmyndirnar. Hver og einn hefur valið sér sinn uppáhalds meðlim í strákasveitinni víðfrægu og tekið upp hlutverk þeirra. Hinn þrettán ára Hilmir er Friðrik Dór, Viktor Skúli, fimmtán ára, er Herra Hnetusmjör, Kristófer Karl sem er einnig fimmtán ára er Jón Jónsson og hinn þrettán ára Jakob er enginn annar en Aron Can. Mikilvægt sé að skipta með sér hlutverkum í hljómsveitinni. Drengirnir ásamt mæðrum sínum.vísir/bjarni Jakob segir að IceGuys séu einfaldlega bestir og tekur fram að hann sé mjög spenntur fyrir því að mæta á tónleikanna hjá hljómsveitinni sem standa nú yfir um helgina. Í raun er um hálfgert ábreiðuband að ræða enda verja þeir miklum tíma í að læra lögin og búa til atriði. Kristófer Karl segir að það sé ávallt skemmtilegt hjá þeim félögunum þegar þeir æfi sig saman sem sé oft og tíðum. Hægt er að sjá viðtalið við drengina og atriði frá þeim í spilaranum hér að neðan. „Mikil gjöf til okkar drengja“ Thelma Þorbergsdóttir, móðir Kristófer Karls, segist vera mjög ánægð með IceGuys líkt og sonur sinn. Hún viðurkennir þó að hún væri til í ný lög frá hljómsveitinni enda séu þau fáu sem bandið hefur gefið út spiluð ótt og títt á heimilinu. „Þeir eiga örugglega helminginn af spilununum á Spotify, svo að velgengnin er mögulega þeim að þakka,“ segir Thelma. Fjóla Helgadóttir, móðir Jakobs, Thelma Þorbergsdóttir, móðir Kristófer Karls, og Sólný Pálsdóttir, móðir Hilmis.Vísir/Bjarni Sólný Pálsdóttir, móðir Hilmis, tekur undir orð Thelmu en ítrekar að auki að IceGuys skipti miklu máli fyrir drengina. „Við erum mjög ánægðar með hljómsveitina, því þeir strákarnir okkar hafa virkilega lært. Þeir læra þessa texta, þessir dansar. Þetta er bara mikil gjöf til okkar drengja.“ Tónlist Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Strákarnir Hilmir, Viktor Skúli, Kristófer Karl og Jakob mynda dyggustu stuðningssveit hljómsveitarinnar IceGuys. Þeir vonast til þess að fá að hitta meðlimi strákasveitarinnar einn daginn en einnig vonast þeir til þess að geta einhvern tímann haldið sína eigin tónleika líkt og fyrirmyndirnar. Hver og einn hefur valið sér sinn uppáhalds meðlim í strákasveitinni víðfrægu og tekið upp hlutverk þeirra. Hinn þrettán ára Hilmir er Friðrik Dór, Viktor Skúli, fimmtán ára, er Herra Hnetusmjör, Kristófer Karl sem er einnig fimmtán ára er Jón Jónsson og hinn þrettán ára Jakob er enginn annar en Aron Can. Mikilvægt sé að skipta með sér hlutverkum í hljómsveitinni. Drengirnir ásamt mæðrum sínum.vísir/bjarni Jakob segir að IceGuys séu einfaldlega bestir og tekur fram að hann sé mjög spenntur fyrir því að mæta á tónleikanna hjá hljómsveitinni sem standa nú yfir um helgina. Í raun er um hálfgert ábreiðuband að ræða enda verja þeir miklum tíma í að læra lögin og búa til atriði. Kristófer Karl segir að það sé ávallt skemmtilegt hjá þeim félögunum þegar þeir æfi sig saman sem sé oft og tíðum. Hægt er að sjá viðtalið við drengina og atriði frá þeim í spilaranum hér að neðan. „Mikil gjöf til okkar drengja“ Thelma Þorbergsdóttir, móðir Kristófer Karls, segist vera mjög ánægð með IceGuys líkt og sonur sinn. Hún viðurkennir þó að hún væri til í ný lög frá hljómsveitinni enda séu þau fáu sem bandið hefur gefið út spiluð ótt og títt á heimilinu. „Þeir eiga örugglega helminginn af spilununum á Spotify, svo að velgengnin er mögulega þeim að þakka,“ segir Thelma. Fjóla Helgadóttir, móðir Jakobs, Thelma Þorbergsdóttir, móðir Kristófer Karls, og Sólný Pálsdóttir, móðir Hilmis.Vísir/Bjarni Sólný Pálsdóttir, móðir Hilmis, tekur undir orð Thelmu en ítrekar að auki að IceGuys skipti miklu máli fyrir drengina. „Við erum mjög ánægðar með hljómsveitina, því þeir strákarnir okkar hafa virkilega lært. Þeir læra þessa texta, þessir dansar. Þetta er bara mikil gjöf til okkar drengja.“
Tónlist Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira