Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. desember 2024 12:35 Innbrotum í reiðhjólaverslanir hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlend glæpagengi greiði Íslendingum fyrir slíkan verknað í von um að koma þeim út fyrir landssteinanna. Vísir/Samsett Brotist var inn í íþróttavöruverslunina Sportís í Skeifunni í nótt og varningi stolið fyrir tæplega tvær milljónir króna. Hlynur Skúli Skúlason, sölustjóri Sportís, segir að sítt eigið hjól hafi verið tekið ófrjálsri hendi sem var í verslunarrýminu. Um er að ræða grænt hjól af gerðinni Pivot Shuttle LT Team. Á heimasíðu framleiðandans er nýtt slíkt hjól falt fyrir fimmtán þúsund Bandaríkjadali sem jafngilda rétt rúmum tveimur milljónum íslenskra króna. Hjólahvíslarinn kominn í málið Auk þess tók þjófurinn bakpoka úr versluninni og fyllti hann af íþróttafatnaði. Ránið átti sér stað um fjögurleytið í nótt en auk hjólsins tók þjófurinn bakpoka úr versluninni og fyllti hann af íþróttafatnaði. Lögreglu gert viðvart skömmu síðar sem kom á vettvang og tók skýrslu. Færslu sem Hlynur Skúli birti á Facebook til að lýsa eftir hjólinu hefur verið dreift víða um miðilinn og af færslum á hópnum Hjóladót tapað, fundið eða stolið og fleira má sjá að Bjartmar Leósson, betur þekktur sem hjólahvíslarinn, er kominn í málið. „Ef að hann finnur ekki hjólið þá held ég að það finni það enginn,“ segir Hlynur í samtali við fréttastofu. Faraldur innbrota í hjólreiðaverslanir Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu eins og Stöð 2 og Vísir hafa fjallað um. Lögreglan hefur sagt að algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og að dæmi séu um að reynt sé svo að senda þýfið úr landi. Undanfarna mánuði hefur verið brotist inn í verslanir Púkans, Pelaton, Arnarins, Kríunnar og TRI í tvígang. Hjólreiðar Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Erlend glæpagengi fá Íslendinga til að ræna reiðhjólaverslanir Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu, síðast fyrir helgi. Lögreglumaður segir innbrot í slíkar verslanir nokkuð ný af nálinni. Algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og dæmi um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi. 24. september 2024 20:00 Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. 21. ágúst 2024 11:27 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Hlynur Skúli Skúlason, sölustjóri Sportís, segir að sítt eigið hjól hafi verið tekið ófrjálsri hendi sem var í verslunarrýminu. Um er að ræða grænt hjól af gerðinni Pivot Shuttle LT Team. Á heimasíðu framleiðandans er nýtt slíkt hjól falt fyrir fimmtán þúsund Bandaríkjadali sem jafngilda rétt rúmum tveimur milljónum íslenskra króna. Hjólahvíslarinn kominn í málið Auk þess tók þjófurinn bakpoka úr versluninni og fyllti hann af íþróttafatnaði. Ránið átti sér stað um fjögurleytið í nótt en auk hjólsins tók þjófurinn bakpoka úr versluninni og fyllti hann af íþróttafatnaði. Lögreglu gert viðvart skömmu síðar sem kom á vettvang og tók skýrslu. Færslu sem Hlynur Skúli birti á Facebook til að lýsa eftir hjólinu hefur verið dreift víða um miðilinn og af færslum á hópnum Hjóladót tapað, fundið eða stolið og fleira má sjá að Bjartmar Leósson, betur þekktur sem hjólahvíslarinn, er kominn í málið. „Ef að hann finnur ekki hjólið þá held ég að það finni það enginn,“ segir Hlynur í samtali við fréttastofu. Faraldur innbrota í hjólreiðaverslanir Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu eins og Stöð 2 og Vísir hafa fjallað um. Lögreglan hefur sagt að algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og að dæmi séu um að reynt sé svo að senda þýfið úr landi. Undanfarna mánuði hefur verið brotist inn í verslanir Púkans, Pelaton, Arnarins, Kríunnar og TRI í tvígang.
Hjólreiðar Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Erlend glæpagengi fá Íslendinga til að ræna reiðhjólaverslanir Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu, síðast fyrir helgi. Lögreglumaður segir innbrot í slíkar verslanir nokkuð ný af nálinni. Algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og dæmi um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi. 24. september 2024 20:00 Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. 21. ágúst 2024 11:27 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Erlend glæpagengi fá Íslendinga til að ræna reiðhjólaverslanir Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu, síðast fyrir helgi. Lögreglumaður segir innbrot í slíkar verslanir nokkuð ný af nálinni. Algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og dæmi um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi. 24. september 2024 20:00
Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. 21. ágúst 2024 11:27