Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 19:13 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir héldu blaðamannafund í dag um stjórnarmyndunarviðræður. vísir/einar „Ég myndi vísa þessu á Bjarna Benediktsson, hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð og félagar hans.“ Þetta sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins á blaðamannafundi í dag. Þar svaraði hún ummælum Bjarna Benediktssyni sem tjáði mbl.is í dag að hann teldi formennina búna að „pakka í vörn“. „Hún er búin að pakka í vörn með því að senda út skilaboð um það að staðan sé nú kannski miklu erfiðari og kannski sé þetta miklu flóknara og kannski þurfi mjög miklar málamiðlanir,“ er haft eftir Bjarna. Sigurður Ingi tók í svipaðan streng í samtali við fréttastofu í dag, þar sem hann sagði tölur um verri ríkisafkomu næstu ára hafa legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Auðvelt væri að framreikna þær tölur. „Ég tek hundrað prósent undir það hjá Ingu, þetta er afkoma sem við höfum ekki snert,“ sagði Kristrún Frostadóttir. „Þetta eru þeirra fjárlög, sem þau samþykktu með þessum hætti. Þetta er þeirra bú, sem þau eru að skilja við með þessum hætti. Við erum bara meðvituð um hvaða búi við erum að taka. Þannig spurningin ætti frekar að beinast að starfandi starfsstjórn og fyrri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hvers vegna þau hafi ekki haldið betur utan um hlutina? Við erum einfaldlega að vitna í staðreyndir sem birtust á vefsíðu fjármálaráðuneytis. Þetta er ekki mat, ekki skoðun, þetta eru staðreyndir máls. Við, þessi hópur, kannski ólíkt fyrri ríkisstjórnum, tekur þessari stöðu alvarlega, en við erum samt jákvæðar á að það sé hægt að vinna vel úr því. Þess vegna erum við að leggja á okkur alla þessa vinnu, í staðinn fyrir að setja saman bara samsuðu af orðum, sem við getum ekki staðið við,“ sagði Kristrún ennfremur. Þær stefna á að því að hefja ritun stjórnarsáttmála eftir helgi. Nánar um það hér: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Þetta sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins á blaðamannafundi í dag. Þar svaraði hún ummælum Bjarna Benediktssyni sem tjáði mbl.is í dag að hann teldi formennina búna að „pakka í vörn“. „Hún er búin að pakka í vörn með því að senda út skilaboð um það að staðan sé nú kannski miklu erfiðari og kannski sé þetta miklu flóknara og kannski þurfi mjög miklar málamiðlanir,“ er haft eftir Bjarna. Sigurður Ingi tók í svipaðan streng í samtali við fréttastofu í dag, þar sem hann sagði tölur um verri ríkisafkomu næstu ára hafa legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Auðvelt væri að framreikna þær tölur. „Ég tek hundrað prósent undir það hjá Ingu, þetta er afkoma sem við höfum ekki snert,“ sagði Kristrún Frostadóttir. „Þetta eru þeirra fjárlög, sem þau samþykktu með þessum hætti. Þetta er þeirra bú, sem þau eru að skilja við með þessum hætti. Við erum bara meðvituð um hvaða búi við erum að taka. Þannig spurningin ætti frekar að beinast að starfandi starfsstjórn og fyrri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hvers vegna þau hafi ekki haldið betur utan um hlutina? Við erum einfaldlega að vitna í staðreyndir sem birtust á vefsíðu fjármálaráðuneytis. Þetta er ekki mat, ekki skoðun, þetta eru staðreyndir máls. Við, þessi hópur, kannski ólíkt fyrri ríkisstjórnum, tekur þessari stöðu alvarlega, en við erum samt jákvæðar á að það sé hægt að vinna vel úr því. Þess vegna erum við að leggja á okkur alla þessa vinnu, í staðinn fyrir að setja saman bara samsuðu af orðum, sem við getum ekki staðið við,“ sagði Kristrún ennfremur. Þær stefna á að því að hefja ritun stjórnarsáttmála eftir helgi. Nánar um það hér:
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira