Bayrou er 73 ára gamall og hefur tekið þátt í stjórnmálum Frakklands í áratugi. Samkvæmt France24 er mikil reynsla hans talin mikilvæg í því að ná stöðugleika á þinginu þar sem enginn flokkur eða flokkabandalag er með meirihluta.
Síðasta ríkisstjórn Frakklands féll þann 4. desember þegar vantrauststillaga gegn ríkisstjórninni var samþykkt á þingi.
Þá tóku vinstri og hægri flokkar tóku höndum saman gegn Barnier eftir að hann þvingaði óvinsælt fjárlagafrumvarp gegnum þingið án atkvæðagreiðslu þar.
Sjá einnig: Franska ríkisstjórnin fallin
Fyrsta og mikilvægasta verk Bayrou verður væntanlega að semja nýtt fjárlagafrumvarp, í samvinnu með leiðtogum helstu flokka á þingi.
Le Monde segir leiðtoga LFI-flokksins svokallaða hafa þegar tilkynnt að lögð verði fram vantrauststillaga gegn Bayrou. Mathilde Panot segir nauðsynlegt að koma Macron frá völdum, annars haldi haldi óreiðan áfram.
Í fréttum miðilsins kemur einnig fram að Bayrou eigi ærið verk fyrir höndum. Hann þurfi að mynda bandalög við aðra flokka til að halda völdum og halda þinginu starfhæfu.