Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir og Guðrún Adolfsdóttir skrifa 13. desember 2024 10:01 Ábyrgð þeirra fyrirtækja og stofnana sem framleiða, selja og/eða bera fram matvæli er mikil og því hvílir rík ábyrgð á stjórnendum. Í umhverfi og hráum matvælum geta verið sjúkdómsvaldandi örverur (sýklar) sem geta valdið veikindum ef meðhöndlun er ekki rétt í allri matvælakeðjunni. Í þeirri keðju eru frumframleiðendur, ræktendur matjurta, bændur, aðilar sem starfa við eldi dýra, sláturhús, matvælaframleiðendur á öllum stigum, svo og flutningsaðilar, heildsalar, smásala matvæla, stóreldhús og mötuneyti. Það þarf mikla þekkingu til að framleiða matvæli sem eru örugg til neyslu m.a. varðandi val á hráefnum, rétta meðhöndlun, hitastýringu, aðferðir til að koma í veg fyrir krossmengun og aðferðafræði þrifa. Þetta er þekking sem stjórnendur og ábyrgðarmenn matvælafyrirtækja eða -stofnana þurfa að sjá til þess að starfsfólk fái með viðeigandi fræðslu. Miklar breytingar hafa orðið í matvælaframleiðslu á síðustu 50 til 100 árum. Áður voru fleiri sem borðuðu matvæli „beint frá býli“ í orðsins fyllstu merkingu, þ.e. matvælin voru ræktuð og matreidd á býli þeirrar fjölskyldu sem síðan neytti þeirra og var þá áhættan mun minni. Matvælaferlar eru orðnir miklu lengri og flóknari og matvæli fara um mun fleiri hendur. Langir framleiðslu- og flutningaferlar auka líkur á hættum ef meðhöndlunin frá býli til borðs er ekki fullnægjandi. Matvælaöryggismenning er nýlegt hugtak í löggjöf og reglugerðum um matvælaöryggi. Gerðar eru þær kröfur til matvælafyrirtækja að þau innleiði jákvæða matvælaöryggismenningu. Í því felst að stjórnendur matvælafyrirtækja þurfa að tryggja að hegðun við matvælaframleiðslu og matargerð sé ávallt rétt og að farið sé eftir þeim reglum sem settar eru, án undantekninga. Starfsfólk sem starfar í greininni þarf að fá fullnægjandi fræðslu og þjálfun. Starfsumhverfið þarf að vera viðunandi með tilliti til aðstöðu, búnaðar og áhalda, og það þarf að vera regluleg sannprófun á að verkferlar og meðhöndlun sé í lagi, m.a. með innri úttektum og sýnatökum. Að öðrum kosti er ekki hægt að gera ráð fyrir að um ábyrga matvælaframleiðslu sé að ræða. Fæstar matarsýkingar ná eyrum almennings og við fáum yfirleitt einungis fréttir af stórum hópsýkingum. Sömu sögu má segja um langtímaáhrif matarsýkinga. En tilfellin eru mörg og misalvarleg. Við sem komum daglega að matvælaöryggi í okkar störfum með einum eða öðrum hætti, sjáum fjölmörg tækifæri þar sem hægt er að gera betur. Allt frá frekari forvörnum að aukinni eftirfylgni og meiri fræðslu. Þetta er lýðheilsumál er varðar almannahag og því mikilvægt að stjórnendur skuldbindi sig til þess að innleiða jákvæða matvælaöryggismenningu í því fyrirtæki eða þeirri stofnun sem þeir bera ábyrgð á. Höfundar eru Hanna Lóa Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sýnis og Guðrún Adolfsdóttir ráðgjafi og matvælafræðingur hjá Sýni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgð þeirra fyrirtækja og stofnana sem framleiða, selja og/eða bera fram matvæli er mikil og því hvílir rík ábyrgð á stjórnendum. Í umhverfi og hráum matvælum geta verið sjúkdómsvaldandi örverur (sýklar) sem geta valdið veikindum ef meðhöndlun er ekki rétt í allri matvælakeðjunni. Í þeirri keðju eru frumframleiðendur, ræktendur matjurta, bændur, aðilar sem starfa við eldi dýra, sláturhús, matvælaframleiðendur á öllum stigum, svo og flutningsaðilar, heildsalar, smásala matvæla, stóreldhús og mötuneyti. Það þarf mikla þekkingu til að framleiða matvæli sem eru örugg til neyslu m.a. varðandi val á hráefnum, rétta meðhöndlun, hitastýringu, aðferðir til að koma í veg fyrir krossmengun og aðferðafræði þrifa. Þetta er þekking sem stjórnendur og ábyrgðarmenn matvælafyrirtækja eða -stofnana þurfa að sjá til þess að starfsfólk fái með viðeigandi fræðslu. Miklar breytingar hafa orðið í matvælaframleiðslu á síðustu 50 til 100 árum. Áður voru fleiri sem borðuðu matvæli „beint frá býli“ í orðsins fyllstu merkingu, þ.e. matvælin voru ræktuð og matreidd á býli þeirrar fjölskyldu sem síðan neytti þeirra og var þá áhættan mun minni. Matvælaferlar eru orðnir miklu lengri og flóknari og matvæli fara um mun fleiri hendur. Langir framleiðslu- og flutningaferlar auka líkur á hættum ef meðhöndlunin frá býli til borðs er ekki fullnægjandi. Matvælaöryggismenning er nýlegt hugtak í löggjöf og reglugerðum um matvælaöryggi. Gerðar eru þær kröfur til matvælafyrirtækja að þau innleiði jákvæða matvælaöryggismenningu. Í því felst að stjórnendur matvælafyrirtækja þurfa að tryggja að hegðun við matvælaframleiðslu og matargerð sé ávallt rétt og að farið sé eftir þeim reglum sem settar eru, án undantekninga. Starfsfólk sem starfar í greininni þarf að fá fullnægjandi fræðslu og þjálfun. Starfsumhverfið þarf að vera viðunandi með tilliti til aðstöðu, búnaðar og áhalda, og það þarf að vera regluleg sannprófun á að verkferlar og meðhöndlun sé í lagi, m.a. með innri úttektum og sýnatökum. Að öðrum kosti er ekki hægt að gera ráð fyrir að um ábyrga matvælaframleiðslu sé að ræða. Fæstar matarsýkingar ná eyrum almennings og við fáum yfirleitt einungis fréttir af stórum hópsýkingum. Sömu sögu má segja um langtímaáhrif matarsýkinga. En tilfellin eru mörg og misalvarleg. Við sem komum daglega að matvælaöryggi í okkar störfum með einum eða öðrum hætti, sjáum fjölmörg tækifæri þar sem hægt er að gera betur. Allt frá frekari forvörnum að aukinni eftirfylgni og meiri fræðslu. Þetta er lýðheilsumál er varðar almannahag og því mikilvægt að stjórnendur skuldbindi sig til þess að innleiða jákvæða matvælaöryggismenningu í því fyrirtæki eða þeirri stofnun sem þeir bera ábyrgð á. Höfundar eru Hanna Lóa Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sýnis og Guðrún Adolfsdóttir ráðgjafi og matvælafræðingur hjá Sýni.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun