Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2024 09:04 Frá því að Amelíu Rose stefndi úr höfn og þar til hún byrjaði að beygja liðu um 45 sekúndur. Þá fór stýrið yfir í stjórnborða og var ásigling þá óumflýjanleg, að sögn rannsóknarnefndar samgönguslysa. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Gáleysi skipstjóra hvalaskoðunarskips var talin orsök þess því var siglt á hafnarkant í Reykjavíkurhöfn í sumar. Þrátt fyrir að skipstjórinn væri í brúnni var hann ekki með athygli við stýrið samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Áreksturinn átti sér stað þegar skipstjórinn sigldi hvalaskoðunarskipinu Amelíu Rose á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Seatrips frá Ægisgarði í gömlu höfninni í Reykjavík við upphaf skoðunarferðar 16. júní. Skipið var á leið út úr hafnarmynninu þegar það tók skyndilega krappa stjórnborðsbeygju og sigldi á enda Faxagarðs. Mikið högg kom á skipið sem var á um þriggja hnúta ferð. Skipstjórinn kannaði strax hvort að skemmdir hefðu komið á skipið og hvort farþegar hefðu slasast. Ekki er vitað til þess að farþegar eða skipverjar hafi slasast við áreksturinn. Nokkrir farþegar þáðu þó boð skipstjórans um að fara frá borði eftir höggið. Skýringar skipstjórans á hvernig áreksturinn kom til var að hann hefði hyggst hafa stýrið miðskipa þegar hann sigldi út hafnarmynnið og hann hefði stillt það þannig. Hann hefði síðan brugðið sér frá til að sinna öðrum verkum. Taldi hann sig hafa rekist í rafmagnsstýri skipsins sem hafi sett það yfir til stjórnborða og beygt skipinu á hafnarkantinn. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var að þrátt fyrir að skipstjórinn hefði verið í brúnni hefði hann ekki verið með athyglina við siglingu skipsins. Við siglingu inn og út úr höfn þyrfti að gæta sérstakrar árverkni til að geta brugðist við óvæntum og ófyrirséðum aðstæðum. Skipstjórann hefði skort þá áverkni þegar hann sigldi Amelíu Rose úr höfn og það hefði verið ástæða ásiglingarinnar. Samgönguslys Reykjavík Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 7. nóvember 2023 18:48 Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag. 1. nóvember 2023 18:50 Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. 16. maí 2023 08:00 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Áreksturinn átti sér stað þegar skipstjórinn sigldi hvalaskoðunarskipinu Amelíu Rose á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Seatrips frá Ægisgarði í gömlu höfninni í Reykjavík við upphaf skoðunarferðar 16. júní. Skipið var á leið út úr hafnarmynninu þegar það tók skyndilega krappa stjórnborðsbeygju og sigldi á enda Faxagarðs. Mikið högg kom á skipið sem var á um þriggja hnúta ferð. Skipstjórinn kannaði strax hvort að skemmdir hefðu komið á skipið og hvort farþegar hefðu slasast. Ekki er vitað til þess að farþegar eða skipverjar hafi slasast við áreksturinn. Nokkrir farþegar þáðu þó boð skipstjórans um að fara frá borði eftir höggið. Skýringar skipstjórans á hvernig áreksturinn kom til var að hann hefði hyggst hafa stýrið miðskipa þegar hann sigldi út hafnarmynnið og hann hefði stillt það þannig. Hann hefði síðan brugðið sér frá til að sinna öðrum verkum. Taldi hann sig hafa rekist í rafmagnsstýri skipsins sem hafi sett það yfir til stjórnborða og beygt skipinu á hafnarkantinn. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var að þrátt fyrir að skipstjórinn hefði verið í brúnni hefði hann ekki verið með athyglina við siglingu skipsins. Við siglingu inn og út úr höfn þyrfti að gæta sérstakrar árverkni til að geta brugðist við óvæntum og ófyrirséðum aðstæðum. Skipstjórann hefði skort þá áverkni þegar hann sigldi Amelíu Rose úr höfn og það hefði verið ástæða ásiglingarinnar.
Samgönguslys Reykjavík Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 7. nóvember 2023 18:48 Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag. 1. nóvember 2023 18:50 Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. 16. maí 2023 08:00 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 7. nóvember 2023 18:48
Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag. 1. nóvember 2023 18:50
Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. 16. maí 2023 08:00