Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 07:30 Íslenska landsliðið fékk meðal annars Cristiano Ronaldo í heimsókn í síðustu undankeppni, sem var fyrir EM 2024. Í dag ræðst hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM 2026. VÍSIR/VILHELM Í dag verður dregið í undanriðla fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Það verður fyrsta heila undankeppni nýs landsliðsþjálfara Íslands. Drátturinn hefst klukkan 11 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og á Vísi. Drátturinn verður svolítið öðruvísi en vanalega því það er ekki enn nákvæmlega ljóst hvernig liðin raðast í efsta styrkleikaflokki. Það á nefnilega enn eftir að klára síðustu leiktíð af Þjóðadeildinni, sem hefur áhrif á undankeppnina. Dregið verður í tólf riðla – sex með fjórum liðum og sex með fimm liðum. Efsta lið hvers riðils kemst á HM en liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í mars 2026, ásamt fjórum sigurvegurum riðla úr Þjóðadeildinni (Ísland vann ekki sinn riðil). Gætu þurft að bíða fram í mars eftir toppliði Áður hefur verið fullyrt, meðal annars af KSÍ og hér á Vísi, að Ísland yrði í fjögurra liða vegna Þjóðadeildarumspils við Kósovó í mars, en eftir að FIFA breytti reglum um dráttinn í lok nóvember eru minni háttar líkur á að Ísland endi í fimm liða riðli. Þá myndi Ísland hefja undankeppnina í júní, en annars í fjögurra liða riðli í september. Liðin sem komust í 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar verða einmitt einnig upptekin í mars, og liðin fjögur sem komast þaðan í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í júní verða að vera í fjögurra liða riðlum í undankeppni HM. Þess vegna verða mótherjar Íslands úr efsta flokki mögulega titlaðir sem sigurlið úr einu af einvígunum í 8-liða úrslitum Þjóðadeildar (Holland - Spánn, Króatía - Frakkland, Danmörk - Portúgal, Ítalía - Þýskaland). Það myndi þá ekki ráðast alveg fyrr en eftir 8-liða úrslitin í mars hver besti mótherjinn í riðli Íslands yrði. Ísland má ekki mæta Færeyjum Í drættinum í dag gilda einnig ákveðnir skilmálar til að forðast að mikið sé um löng ferðalög innan sama riðils, og þá eru Ísland og Færeyjar titluð af UEFA sem „vetrarstaðir“, þar sem mesta hættan er talin á of miklu vetrarveðri til að spila fótbolta, og geta ekki dregist í sama riðil. Ísland mun mæta einu liði úr hverjum styrkleikaflokki, utan fimmta flokks ef liðið verður í fjögurra liða riðli eins og líklegast er. Hér að neðan má sjá flokkana: Styrkleikaflokkarnir Styrkleikaflokkur 1 Sigurlið Frakkland-Króatía Sigurlið Spánn-Holland Sigurlið Portúgal-Danmörk Sigurlið Ítalía-Þýskaland Taplið Frakkland-Króatía Taplið Spánn-Holland Taplið Portúgal-Danmörk Taplið Ítalía-Þýskaland Belgía Austurríki England Sviss Styrkleikaflokkur 2 Úkraína Svíþjóð Tyrkland Wales Ungverjaland Serbía Pólland Rúmenía Grikkland Slóvakía Tékkland Noregur Styrkleikaflokkur 3 Skotland Slóvenía Írland Albanía Norður-Makedónía Georgía Finnland Ísland Norður-Írland Svartfjallaland Bosnía Ísrael Styrkleikaflokkur 4 Búlgaría Lúxemborg Hvíta-Rússland Kovósó Armenía Kasakstan Aserbaídsjan Eistland Kýpur Færeyjar Lettland Litháen Styrkleikaflokkur 5 Moldóva Malta Andorra Gíbraltar Liechtenstein San Marínó Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Drátturinn hefst klukkan 11 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og á Vísi. Drátturinn verður svolítið öðruvísi en vanalega því það er ekki enn nákvæmlega ljóst hvernig liðin raðast í efsta styrkleikaflokki. Það á nefnilega enn eftir að klára síðustu leiktíð af Þjóðadeildinni, sem hefur áhrif á undankeppnina. Dregið verður í tólf riðla – sex með fjórum liðum og sex með fimm liðum. Efsta lið hvers riðils kemst á HM en liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í mars 2026, ásamt fjórum sigurvegurum riðla úr Þjóðadeildinni (Ísland vann ekki sinn riðil). Gætu þurft að bíða fram í mars eftir toppliði Áður hefur verið fullyrt, meðal annars af KSÍ og hér á Vísi, að Ísland yrði í fjögurra liða vegna Þjóðadeildarumspils við Kósovó í mars, en eftir að FIFA breytti reglum um dráttinn í lok nóvember eru minni háttar líkur á að Ísland endi í fimm liða riðli. Þá myndi Ísland hefja undankeppnina í júní, en annars í fjögurra liða riðli í september. Liðin sem komust í 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar verða einmitt einnig upptekin í mars, og liðin fjögur sem komast þaðan í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í júní verða að vera í fjögurra liða riðlum í undankeppni HM. Þess vegna verða mótherjar Íslands úr efsta flokki mögulega titlaðir sem sigurlið úr einu af einvígunum í 8-liða úrslitum Þjóðadeildar (Holland - Spánn, Króatía - Frakkland, Danmörk - Portúgal, Ítalía - Þýskaland). Það myndi þá ekki ráðast alveg fyrr en eftir 8-liða úrslitin í mars hver besti mótherjinn í riðli Íslands yrði. Ísland má ekki mæta Færeyjum Í drættinum í dag gilda einnig ákveðnir skilmálar til að forðast að mikið sé um löng ferðalög innan sama riðils, og þá eru Ísland og Færeyjar titluð af UEFA sem „vetrarstaðir“, þar sem mesta hættan er talin á of miklu vetrarveðri til að spila fótbolta, og geta ekki dregist í sama riðil. Ísland mun mæta einu liði úr hverjum styrkleikaflokki, utan fimmta flokks ef liðið verður í fjögurra liða riðli eins og líklegast er. Hér að neðan má sjá flokkana: Styrkleikaflokkarnir Styrkleikaflokkur 1 Sigurlið Frakkland-Króatía Sigurlið Spánn-Holland Sigurlið Portúgal-Danmörk Sigurlið Ítalía-Þýskaland Taplið Frakkland-Króatía Taplið Spánn-Holland Taplið Portúgal-Danmörk Taplið Ítalía-Þýskaland Belgía Austurríki England Sviss Styrkleikaflokkur 2 Úkraína Svíþjóð Tyrkland Wales Ungverjaland Serbía Pólland Rúmenía Grikkland Slóvakía Tékkland Noregur Styrkleikaflokkur 3 Skotland Slóvenía Írland Albanía Norður-Makedónía Georgía Finnland Ísland Norður-Írland Svartfjallaland Bosnía Ísrael Styrkleikaflokkur 4 Búlgaría Lúxemborg Hvíta-Rússland Kovósó Armenía Kasakstan Aserbaídsjan Eistland Kýpur Færeyjar Lettland Litháen Styrkleikaflokkur 5 Moldóva Malta Andorra Gíbraltar Liechtenstein San Marínó
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira