Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 07:30 Íslenska landsliðið fékk meðal annars Cristiano Ronaldo í heimsókn í síðustu undankeppni, sem var fyrir EM 2024. Í dag ræðst hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM 2026. VÍSIR/VILHELM Í dag verður dregið í undanriðla fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Það verður fyrsta heila undankeppni nýs landsliðsþjálfara Íslands. Drátturinn hefst klukkan 11 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og á Vísi. Drátturinn verður svolítið öðruvísi en vanalega því það er ekki enn nákvæmlega ljóst hvernig liðin raðast í efsta styrkleikaflokki. Það á nefnilega enn eftir að klára síðustu leiktíð af Þjóðadeildinni, sem hefur áhrif á undankeppnina. Dregið verður í tólf riðla – sex með fjórum liðum og sex með fimm liðum. Efsta lið hvers riðils kemst á HM en liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í mars 2026, ásamt fjórum sigurvegurum riðla úr Þjóðadeildinni (Ísland vann ekki sinn riðil). Gætu þurft að bíða fram í mars eftir toppliði Áður hefur verið fullyrt, meðal annars af KSÍ og hér á Vísi, að Ísland yrði í fjögurra liða vegna Þjóðadeildarumspils við Kósovó í mars, en eftir að FIFA breytti reglum um dráttinn í lok nóvember eru minni háttar líkur á að Ísland endi í fimm liða riðli. Þá myndi Ísland hefja undankeppnina í júní, en annars í fjögurra liða riðli í september. Liðin sem komust í 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar verða einmitt einnig upptekin í mars, og liðin fjögur sem komast þaðan í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í júní verða að vera í fjögurra liða riðlum í undankeppni HM. Þess vegna verða mótherjar Íslands úr efsta flokki mögulega titlaðir sem sigurlið úr einu af einvígunum í 8-liða úrslitum Þjóðadeildar (Holland - Spánn, Króatía - Frakkland, Danmörk - Portúgal, Ítalía - Þýskaland). Það myndi þá ekki ráðast alveg fyrr en eftir 8-liða úrslitin í mars hver besti mótherjinn í riðli Íslands yrði. Ísland má ekki mæta Færeyjum Í drættinum í dag gilda einnig ákveðnir skilmálar til að forðast að mikið sé um löng ferðalög innan sama riðils, og þá eru Ísland og Færeyjar titluð af UEFA sem „vetrarstaðir“, þar sem mesta hættan er talin á of miklu vetrarveðri til að spila fótbolta, og geta ekki dregist í sama riðil. Ísland mun mæta einu liði úr hverjum styrkleikaflokki, utan fimmta flokks ef liðið verður í fjögurra liða riðli eins og líklegast er. Hér að neðan má sjá flokkana: Styrkleikaflokkarnir Styrkleikaflokkur 1 Sigurlið Frakkland-Króatía Sigurlið Spánn-Holland Sigurlið Portúgal-Danmörk Sigurlið Ítalía-Þýskaland Taplið Frakkland-Króatía Taplið Spánn-Holland Taplið Portúgal-Danmörk Taplið Ítalía-Þýskaland Belgía Austurríki England Sviss Styrkleikaflokkur 2 Úkraína Svíþjóð Tyrkland Wales Ungverjaland Serbía Pólland Rúmenía Grikkland Slóvakía Tékkland Noregur Styrkleikaflokkur 3 Skotland Slóvenía Írland Albanía Norður-Makedónía Georgía Finnland Ísland Norður-Írland Svartfjallaland Bosnía Ísrael Styrkleikaflokkur 4 Búlgaría Lúxemborg Hvíta-Rússland Kovósó Armenía Kasakstan Aserbaídsjan Eistland Kýpur Færeyjar Lettland Litháen Styrkleikaflokkur 5 Moldóva Malta Andorra Gíbraltar Liechtenstein San Marínó Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Drátturinn hefst klukkan 11 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og á Vísi. Drátturinn verður svolítið öðruvísi en vanalega því það er ekki enn nákvæmlega ljóst hvernig liðin raðast í efsta styrkleikaflokki. Það á nefnilega enn eftir að klára síðustu leiktíð af Þjóðadeildinni, sem hefur áhrif á undankeppnina. Dregið verður í tólf riðla – sex með fjórum liðum og sex með fimm liðum. Efsta lið hvers riðils kemst á HM en liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í mars 2026, ásamt fjórum sigurvegurum riðla úr Þjóðadeildinni (Ísland vann ekki sinn riðil). Gætu þurft að bíða fram í mars eftir toppliði Áður hefur verið fullyrt, meðal annars af KSÍ og hér á Vísi, að Ísland yrði í fjögurra liða vegna Þjóðadeildarumspils við Kósovó í mars, en eftir að FIFA breytti reglum um dráttinn í lok nóvember eru minni háttar líkur á að Ísland endi í fimm liða riðli. Þá myndi Ísland hefja undankeppnina í júní, en annars í fjögurra liða riðli í september. Liðin sem komust í 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar verða einmitt einnig upptekin í mars, og liðin fjögur sem komast þaðan í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í júní verða að vera í fjögurra liða riðlum í undankeppni HM. Þess vegna verða mótherjar Íslands úr efsta flokki mögulega titlaðir sem sigurlið úr einu af einvígunum í 8-liða úrslitum Þjóðadeildar (Holland - Spánn, Króatía - Frakkland, Danmörk - Portúgal, Ítalía - Þýskaland). Það myndi þá ekki ráðast alveg fyrr en eftir 8-liða úrslitin í mars hver besti mótherjinn í riðli Íslands yrði. Ísland má ekki mæta Færeyjum Í drættinum í dag gilda einnig ákveðnir skilmálar til að forðast að mikið sé um löng ferðalög innan sama riðils, og þá eru Ísland og Færeyjar titluð af UEFA sem „vetrarstaðir“, þar sem mesta hættan er talin á of miklu vetrarveðri til að spila fótbolta, og geta ekki dregist í sama riðil. Ísland mun mæta einu liði úr hverjum styrkleikaflokki, utan fimmta flokks ef liðið verður í fjögurra liða riðli eins og líklegast er. Hér að neðan má sjá flokkana: Styrkleikaflokkarnir Styrkleikaflokkur 1 Sigurlið Frakkland-Króatía Sigurlið Spánn-Holland Sigurlið Portúgal-Danmörk Sigurlið Ítalía-Þýskaland Taplið Frakkland-Króatía Taplið Spánn-Holland Taplið Portúgal-Danmörk Taplið Ítalía-Þýskaland Belgía Austurríki England Sviss Styrkleikaflokkur 2 Úkraína Svíþjóð Tyrkland Wales Ungverjaland Serbía Pólland Rúmenía Grikkland Slóvakía Tékkland Noregur Styrkleikaflokkur 3 Skotland Slóvenía Írland Albanía Norður-Makedónía Georgía Finnland Ísland Norður-Írland Svartfjallaland Bosnía Ísrael Styrkleikaflokkur 4 Búlgaría Lúxemborg Hvíta-Rússland Kovósó Armenía Kasakstan Aserbaídsjan Eistland Kýpur Færeyjar Lettland Litháen Styrkleikaflokkur 5 Moldóva Malta Andorra Gíbraltar Liechtenstein San Marínó
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira