Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2024 16:32 Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, segir Rússa undirbúa langvarandi átök við Vesturlönd. AP/Virginia Mayo Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. Þetta sagði Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri NATO, í ræðu í Brussel í dag. Rússar væru þegar byrjaðir að undirbúa langvarandi átök gegn Úkraínu og NATO. „Við erum ekki tilbúin fyrir það sem við munum standa frammi fyrir eftir fjögur til fimm ár.“ Meðal annars ræddi hann um fjölgun tölvuárása frá Rússlandi, banatilræða og svo kallaðan blandaðan hernað, sem ætlað væri að grafa undan samstöðu á Vesturlöndum. Rutte er ekki sá fyrsti sem varar við hættunni af blönduðum hernaði Rússa. Það gerði Bruno Kahl, yfirmaður einnar af leyniþjónustum Þýskalands, einnig nýverið. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Rutte vísaði einnig til þess að ráðamenn í Kína virtust staðráðnir í að byggja áfram upp hersveitir sínar og horfðu girndaraugum til Taívan, samkvæmt frétt Sky News. Tími væri kominn til að auka fjárveitingar til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Fólk þyrfti að breyta hugarfari sínu. Öryggisástand heimsins hefði ekki verið eins slæmt á hans lífstíð. Samhliða ræðu Rutte birti NATO meðfylgjandi myndband á samfélagsmiðlum Bandalagsins. Innan NATO hefur verið mörkuð sú stefna að öll aðildarríki eigi að verja að minnsta kosti tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála á komandi árum. Búist er við að 23 af 32 ríkjum NATO nái þessu markmiði á þessu ári. Rutte sagði það ekki duga til. Vísaði hann til að á tímum kalda stríðsins hefði þessi tala víðsvegar farið yfir þrjú prósent. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur einnig kallað eftir því að bandamenn Bandaríkjanna verji þremur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála. Sjá einnig: „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Samkvæmt Reuters kallaði Rutte eftir því að ríkisstjórnir aðildarríkja hættu að reisa tálma í vegi hvors annars þegar kæmi að hergagnaframleiðslu og á öðrum sviðum. Þá hvatti hann forsvarsmenn fyrirtækja í hergagnaframleiðslu til að taka áhættu og sýna frumkvæði. NATO Hernaður Donald Trump Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. 11. desember 2024 13:20 Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, og líklegur eftirmaður Olafs Scholz sem kanslari Þýskalands, kom til Kænugarðs til þess að fullvissa úkraínska ráðamenn um áframhaldandi stuðning í morgun. Úkraínustríðið er efst á baugi í kosningabaráttunni í Þýskalandi. 9. desember 2024 08:53 Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal. 29. nóvember 2024 11:02 Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur tilkynnt að Norðmenn ætli sér að auka fjárhagslegan stuðning við Úkraínumenn á næsta ári, eftir að hafa ákveðið að draga töluvert úr honum. Í heildina stendur til að veita Úkraínumönnum að minnsta kosti þrjátíu milljarða norskra króna á næsta ári, eftir viðræður við stjórnarandstöðuna. 27. nóvember 2024 07:02 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Þetta sagði Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri NATO, í ræðu í Brussel í dag. Rússar væru þegar byrjaðir að undirbúa langvarandi átök gegn Úkraínu og NATO. „Við erum ekki tilbúin fyrir það sem við munum standa frammi fyrir eftir fjögur til fimm ár.“ Meðal annars ræddi hann um fjölgun tölvuárása frá Rússlandi, banatilræða og svo kallaðan blandaðan hernað, sem ætlað væri að grafa undan samstöðu á Vesturlöndum. Rutte er ekki sá fyrsti sem varar við hættunni af blönduðum hernaði Rússa. Það gerði Bruno Kahl, yfirmaður einnar af leyniþjónustum Þýskalands, einnig nýverið. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Rutte vísaði einnig til þess að ráðamenn í Kína virtust staðráðnir í að byggja áfram upp hersveitir sínar og horfðu girndaraugum til Taívan, samkvæmt frétt Sky News. Tími væri kominn til að auka fjárveitingar til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Fólk þyrfti að breyta hugarfari sínu. Öryggisástand heimsins hefði ekki verið eins slæmt á hans lífstíð. Samhliða ræðu Rutte birti NATO meðfylgjandi myndband á samfélagsmiðlum Bandalagsins. Innan NATO hefur verið mörkuð sú stefna að öll aðildarríki eigi að verja að minnsta kosti tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála á komandi árum. Búist er við að 23 af 32 ríkjum NATO nái þessu markmiði á þessu ári. Rutte sagði það ekki duga til. Vísaði hann til að á tímum kalda stríðsins hefði þessi tala víðsvegar farið yfir þrjú prósent. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur einnig kallað eftir því að bandamenn Bandaríkjanna verji þremur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála. Sjá einnig: „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Samkvæmt Reuters kallaði Rutte eftir því að ríkisstjórnir aðildarríkja hættu að reisa tálma í vegi hvors annars þegar kæmi að hergagnaframleiðslu og á öðrum sviðum. Þá hvatti hann forsvarsmenn fyrirtækja í hergagnaframleiðslu til að taka áhættu og sýna frumkvæði.
NATO Hernaður Donald Trump Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. 11. desember 2024 13:20 Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, og líklegur eftirmaður Olafs Scholz sem kanslari Þýskalands, kom til Kænugarðs til þess að fullvissa úkraínska ráðamenn um áframhaldandi stuðning í morgun. Úkraínustríðið er efst á baugi í kosningabaráttunni í Þýskalandi. 9. desember 2024 08:53 Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal. 29. nóvember 2024 11:02 Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur tilkynnt að Norðmenn ætli sér að auka fjárhagslegan stuðning við Úkraínumenn á næsta ári, eftir að hafa ákveðið að draga töluvert úr honum. Í heildina stendur til að veita Úkraínumönnum að minnsta kosti þrjátíu milljarða norskra króna á næsta ári, eftir viðræður við stjórnarandstöðuna. 27. nóvember 2024 07:02 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. 11. desember 2024 13:20
Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, og líklegur eftirmaður Olafs Scholz sem kanslari Þýskalands, kom til Kænugarðs til þess að fullvissa úkraínska ráðamenn um áframhaldandi stuðning í morgun. Úkraínustríðið er efst á baugi í kosningabaráttunni í Þýskalandi. 9. desember 2024 08:53
Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52
Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal. 29. nóvember 2024 11:02
Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur tilkynnt að Norðmenn ætli sér að auka fjárhagslegan stuðning við Úkraínumenn á næsta ári, eftir að hafa ákveðið að draga töluvert úr honum. Í heildina stendur til að veita Úkraínumönnum að minnsta kosti þrjátíu milljarða norskra króna á næsta ári, eftir viðræður við stjórnarandstöðuna. 27. nóvember 2024 07:02