„Það falla mörg tár á sunnudag“ Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 14:31 Þórir Hergeirsson ætlar að láta gott heita sem þjálfari norska landsliðsins á sunnudaginn. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Reynsluboltinn Camilla Herrem og þjálfari hennar hjá norska handboltalandsliðinu, Þórir Hergeirsson, eru sammála um að það verði miklar tilfinningar í gangi á sunnudaginn. Þá er síðasti leikurinn undir stjórn Þóris sem verið hefur aðalþjálfari Noregs í 15 ár. Noregur spilar við Ungverjaland í undanúrslitum EM á morgun, og svo annað hvort um brons- eða gullverðlaun á sunnudaginn, við Frakkland eða Danmörku. Þórir hefur haldið Noregi í hæsta gæðaflokki allan sinn tíma og liðið unnið tíu stórmót auk fleiri verðlauna, síðast Ólympíuleikana í París í suamr. Þrátt fyrir alla velgengnina hefur Þórir alltaf haft báða fætur á jörðinni og ekki farið fram úr sjálfum sér, en hann var þó tilbúinn að ræða aðeins um það í dag hvernig komandi tímamót ættu eftir að verða. „Á mánudaginn mun ég örugglega finna fyrir miklum tilfinningum. Það mun síast inn hjá manni að þetta sé búið, en þá byrjar eitthvað annað. Ég hlakka til þess,“ sagði Þórir. „En ég mun sakna þessa hóps. Söknuðurinn verður eflaust mestur þegar landsliðið kemur saman og fer á stórmót, svo þá þyrfti ég að fara upp í fjall og finna eitthvað að gera. Eða kannski mæti ég í höllina og styð liðið. Við sjáum til,“ sagði Þórir. Camilla Herrem er reyndasti útileikmaðurinn í liði Noregs á EM.Getty/Henk Seppen Hin 38 ára gamla Camilla Herrem tók undir það að fram undan væri afar tilfinningarík stund, burtséð frá því hvernig fer í leikjunum á morgun og á sunnudag. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur að hugsa ekki of mikið um þetta. En þegar við förum í leikinn sem við vitum að verður lokaleikurinn, þá verða miklar tilfinningar í gangi. Það er óhjákvæmilegt,“ sagði Herrem og bætti við: „Það falla mörg tár á sunnudaginn. Við verðum að reyna að halda þeim inni þangað til.“ Leikur Noregs og Ungverjalands er klukkan 16:45 á morgun, og leikur Frakklands við Danmörku klukkan 19:30. Bronsleikur EM er svo á sunnudag klukkan 14:15 en sjálfur úrslitaleikurinn klukkan 17. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Noregur spilar við Ungverjaland í undanúrslitum EM á morgun, og svo annað hvort um brons- eða gullverðlaun á sunnudaginn, við Frakkland eða Danmörku. Þórir hefur haldið Noregi í hæsta gæðaflokki allan sinn tíma og liðið unnið tíu stórmót auk fleiri verðlauna, síðast Ólympíuleikana í París í suamr. Þrátt fyrir alla velgengnina hefur Þórir alltaf haft báða fætur á jörðinni og ekki farið fram úr sjálfum sér, en hann var þó tilbúinn að ræða aðeins um það í dag hvernig komandi tímamót ættu eftir að verða. „Á mánudaginn mun ég örugglega finna fyrir miklum tilfinningum. Það mun síast inn hjá manni að þetta sé búið, en þá byrjar eitthvað annað. Ég hlakka til þess,“ sagði Þórir. „En ég mun sakna þessa hóps. Söknuðurinn verður eflaust mestur þegar landsliðið kemur saman og fer á stórmót, svo þá þyrfti ég að fara upp í fjall og finna eitthvað að gera. Eða kannski mæti ég í höllina og styð liðið. Við sjáum til,“ sagði Þórir. Camilla Herrem er reyndasti útileikmaðurinn í liði Noregs á EM.Getty/Henk Seppen Hin 38 ára gamla Camilla Herrem tók undir það að fram undan væri afar tilfinningarík stund, burtséð frá því hvernig fer í leikjunum á morgun og á sunnudag. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur að hugsa ekki of mikið um þetta. En þegar við förum í leikinn sem við vitum að verður lokaleikurinn, þá verða miklar tilfinningar í gangi. Það er óhjákvæmilegt,“ sagði Herrem og bætti við: „Það falla mörg tár á sunnudaginn. Við verðum að reyna að halda þeim inni þangað til.“ Leikur Noregs og Ungverjalands er klukkan 16:45 á morgun, og leikur Frakklands við Danmörku klukkan 19:30. Bronsleikur EM er svo á sunnudag klukkan 14:15 en sjálfur úrslitaleikurinn klukkan 17.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira