Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar 12. desember 2024 14:02 Sjómannadagsráð afhenti á árinu tvö ný hús með leiguíbúðum á Skógarvegi í Reykjavík. Alls eru þetta 87 íbúðir í tveimur samtengdum húsum fyrir fólk 65 ára og eldra. Fyrra húsið var afhent í júlí og það seinna í október og eru bæði húsin tengd lífsgæðakjarnanum Sléttunni þar sem hægt er að sækja fjölbreytta þjónustu. Húsin eru byggð út frá hugmyndafræði DAS en kjarninn í þeirri hugmyndafræði er að veita eldra fólk tækifæri til að búa sem lengst heima hjá sér og njóta lífsgæðanna í nánasta umhverfi. Samkvæmt opinberum spám mun hlutfall fólks 67 ára og eldra á Íslandi vera orðið 19% árið 2040, þá um 76.000 talsins. Vaxandi hópur fólks á þessum besta aldri kallar á þróun og uppbyggingu á byggingum og þjónustu sem er sniðin að þeirra þörfum og hefur Sjómannadagsráð starfað lengi með hönnuðum sem hafa mikla þekkingu á þessu sviði. Fyrstu íbúðirnar voru byggðar árið 2001 og síðan þá hafa nýjar byggingar verið þróaðar hvað varðar hönnun og skipulag, þar sem hlustað er á þarfir íbúanna og íbúðum breytt í samræmi við þær þarfir. Íbúðirnar eru t.a.m. mismunandi stórar til að ná til sem flestra en sömu gæði er að finna alls staðar í efnisvali og innréttingum og aðgengi er alls staðar gott. Huggulegir og vistlegir gangar tengja saman íbúðakjarna og þjónustumiðstöðvar og eru gönguleiðir hafðar eins stuttar og hægt er. Ör fjölgun í hópi eldra fólks er áskorun um allan heim og kallar á breytingu á viðhorfum og aðferðum í málefnum þeirra. Hugtakið heilbrigð öldrun hefur því sprottið fram og í því felst að fólk viðhaldi virkni og færni til að stunda athafnir daglegs lífs á efri árum og líði almennt vel. Öll uppbygging Sjómannadagsráðs hefur þetta hugtak að leiðarljósi. Þjónustan sem er í boði í lífsgæðakjarna DAS á Sléttunni styður við að þeir sem nýta sér hana geti búið lengur heima. Í kjarnanum er hægt að sækja sér félagsskap, borða hollan og fjölbreyttan mat og nýta sér ýmsa heilsueflandi þjónustu eins og líkamsræktina. Lífið í kjarnanum á að vekja gleði og vellíðan enda er þessi hluti æviskeiðs okkar sannarlega tíminn til að njóta. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Húsnæðismál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Sjómannadagsráð afhenti á árinu tvö ný hús með leiguíbúðum á Skógarvegi í Reykjavík. Alls eru þetta 87 íbúðir í tveimur samtengdum húsum fyrir fólk 65 ára og eldra. Fyrra húsið var afhent í júlí og það seinna í október og eru bæði húsin tengd lífsgæðakjarnanum Sléttunni þar sem hægt er að sækja fjölbreytta þjónustu. Húsin eru byggð út frá hugmyndafræði DAS en kjarninn í þeirri hugmyndafræði er að veita eldra fólk tækifæri til að búa sem lengst heima hjá sér og njóta lífsgæðanna í nánasta umhverfi. Samkvæmt opinberum spám mun hlutfall fólks 67 ára og eldra á Íslandi vera orðið 19% árið 2040, þá um 76.000 talsins. Vaxandi hópur fólks á þessum besta aldri kallar á þróun og uppbyggingu á byggingum og þjónustu sem er sniðin að þeirra þörfum og hefur Sjómannadagsráð starfað lengi með hönnuðum sem hafa mikla þekkingu á þessu sviði. Fyrstu íbúðirnar voru byggðar árið 2001 og síðan þá hafa nýjar byggingar verið þróaðar hvað varðar hönnun og skipulag, þar sem hlustað er á þarfir íbúanna og íbúðum breytt í samræmi við þær þarfir. Íbúðirnar eru t.a.m. mismunandi stórar til að ná til sem flestra en sömu gæði er að finna alls staðar í efnisvali og innréttingum og aðgengi er alls staðar gott. Huggulegir og vistlegir gangar tengja saman íbúðakjarna og þjónustumiðstöðvar og eru gönguleiðir hafðar eins stuttar og hægt er. Ör fjölgun í hópi eldra fólks er áskorun um allan heim og kallar á breytingu á viðhorfum og aðferðum í málefnum þeirra. Hugtakið heilbrigð öldrun hefur því sprottið fram og í því felst að fólk viðhaldi virkni og færni til að stunda athafnir daglegs lífs á efri árum og líði almennt vel. Öll uppbygging Sjómannadagsráðs hefur þetta hugtak að leiðarljósi. Þjónustan sem er í boði í lífsgæðakjarna DAS á Sléttunni styður við að þeir sem nýta sér hana geti búið lengur heima. Í kjarnanum er hægt að sækja sér félagsskap, borða hollan og fjölbreyttan mat og nýta sér ýmsa heilsueflandi þjónustu eins og líkamsræktina. Lífið í kjarnanum á að vekja gleði og vellíðan enda er þessi hluti æviskeiðs okkar sannarlega tíminn til að njóta. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar