GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 11:31 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon spáðu í spilin fyrir leik Tindastóls og Njarðvíkur, tveggja af þremur efstu liðum Bónus-deildarinnar. Stöð 2 Sport „Það var svo gaman síðast að við ákváðum að endurtaka þetta,“ segir Pavel Ermolinskij um þá ákvörðun GAZ-manna að beina sjónum sínum að Sauðárkróki í kvöld, á leik Tindastóls og Njarðvíkur. Pavel og Helgi Már Magnússon hafa tekið einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur og munu lýsa leiknum á Króknum í kvöld með sínum hætti, á Stöð 2 BD. „Tindastóll er að koma úr erfiðri ferð suður í Reykjanesbæ, tveir tapleikir á þremur dögum, á meðan að Njarðvíkingar hafa verið að vinna leiki endalaust. Lið sem þú hefur ekki haft mikla trú á,“ baunaði Pavel á Helga: „Það er alveg rétt. Njarðvíkingar eru búnir að þagga niður í mér og koma mér svakalega á óvart, sérstaklega til dæmis í síðasta leik. Mögulega hefur það eitthvað með vonbrigði mín með Grindavík að gera líka, en Njarðvíkingar eru búnir að vera ótrúlega flottir. Njarðvík hefur sýnt okkur að þeir geta alveg spilað þó að það vanti einn leikmann. Þeir halda alveg sínu, spila sinn bolta og geta alltaf haldið sínu striki.“ Klippa: GAZ-upphitun fyrir leik Tindastóls og Njarðvíkur Njarðvík kynnir til leiks nýjan leikmann, Evans Ganapamo, sem þeir Helgi og Pavel bíða spenntir eftir að sjá en þar er á ferðinni landsliðsmaður Mið-Afríkulýðveldisins. Stólarnir verða hins vegar án Adomas Drungilas vegna leikbanns, og virtust illa mega við því að Sadio Doucoure skyldi meiðast: „Við sáum Tindastól um helgina missa Sadio út, vegna puttameiðsla. Hann spilaði einhverjar mínútur í báðum leikjum við Keflavík en augljóslega ekki á fullri getu, og núna verður Drungilas ekki með. Stólarnir hafa ekki sýnt okkur að þeir geti aðlagað sig að þessu,“ sagði Helgi. Þeir Pavel voru sammála um að lið Tindastóls yrði mögulega of lágvaxið í kvöld fyrir baráttu við menn á borð við Dominykas Mikla og Mario Matasovic. „Þetta verður krefjandi fyrir lágvaxið lið Tindastóls. Njarðvík getur leikið sér með þetta og það verður alltaf annar þeirra inni á vellinum, og oft báðir,“ sagði Helgi en umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Pavel og Helgi Már Magnússon hafa tekið einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur og munu lýsa leiknum á Króknum í kvöld með sínum hætti, á Stöð 2 BD. „Tindastóll er að koma úr erfiðri ferð suður í Reykjanesbæ, tveir tapleikir á þremur dögum, á meðan að Njarðvíkingar hafa verið að vinna leiki endalaust. Lið sem þú hefur ekki haft mikla trú á,“ baunaði Pavel á Helga: „Það er alveg rétt. Njarðvíkingar eru búnir að þagga niður í mér og koma mér svakalega á óvart, sérstaklega til dæmis í síðasta leik. Mögulega hefur það eitthvað með vonbrigði mín með Grindavík að gera líka, en Njarðvíkingar eru búnir að vera ótrúlega flottir. Njarðvík hefur sýnt okkur að þeir geta alveg spilað þó að það vanti einn leikmann. Þeir halda alveg sínu, spila sinn bolta og geta alltaf haldið sínu striki.“ Klippa: GAZ-upphitun fyrir leik Tindastóls og Njarðvíkur Njarðvík kynnir til leiks nýjan leikmann, Evans Ganapamo, sem þeir Helgi og Pavel bíða spenntir eftir að sjá en þar er á ferðinni landsliðsmaður Mið-Afríkulýðveldisins. Stólarnir verða hins vegar án Adomas Drungilas vegna leikbanns, og virtust illa mega við því að Sadio Doucoure skyldi meiðast: „Við sáum Tindastól um helgina missa Sadio út, vegna puttameiðsla. Hann spilaði einhverjar mínútur í báðum leikjum við Keflavík en augljóslega ekki á fullri getu, og núna verður Drungilas ekki með. Stólarnir hafa ekki sýnt okkur að þeir geti aðlagað sig að þessu,“ sagði Helgi. Þeir Pavel voru sammála um að lið Tindastóls yrði mögulega of lágvaxið í kvöld fyrir baráttu við menn á borð við Dominykas Mikla og Mario Matasovic. „Þetta verður krefjandi fyrir lágvaxið lið Tindastóls. Njarðvík getur leikið sér með þetta og það verður alltaf annar þeirra inni á vellinum, og oft báðir,“ sagði Helgi en umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum