Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Lovísa Arnardóttir skrifar 12. desember 2024 09:01 Halla Tómasdóttir tók við sem forseti í sumar. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir forseti Íslands er á nýjum lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims. Hún er númer 93. Á heimasíðu Forbes segir að Halla hafi tekið við sem forseti Íslands í júní og að hún hafi sigrað fyrrverandi forsætisráðherra í kosningu, Katrínu Jakobsdóttur. Þá segir að hún sé önnur konan til að vera forseti Íslands og að áður hafi hún verið framkvæmdastjóri B Team sem var stofnað af Richard Branson. Hún hafi einnig stofnað Auði Capital sem síðar sameinaðist Virðingu en er nú hluti af Kviku banka. Halla hafi einnig verið einn stofnenda Háskólans í Reykjavík og að hún hafi hafið feril sinn í Bandaríkjunum hjá Mars og Pepsi Cola þar sem hún vann í mannauðsdeild. Í fyrsta sæti á listanum er Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í öðru sæti Christine Lagarde forseti Evrópska seðlabankans og í því þriðja Georgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu. Í því fjórða er svo Claudia Sheinbaum forseti Mexíkó og í því fimmta Maya Barra framkvæmdastjóri General Motors en hún er fyrsta konan til að stýra einu af þremur stærstu bílaframleiðslufyrirtækjunum í Bandaríkjunum. Ursula von der Leyen hefur verið forseti framkvæmdastjórna Evrópusambandsins frá því 2019. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti.Vísir/EPA Metta Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur er einnig á listanum en hún er númer 78.Halla og Mette eru einu konurnar frá Norðurlöndum á listanum. Aðrar konur á listanum eru til dæmis Malina Ngai sem er framkvæmdastjóri AS Watson sem selur ýmsa heilsu- og snyrtivöru, Janet Truncale alþjóðlegur framkvæmdastjóri EY endurskoðunarfyrirtækis, Nirmala Sitharaman sem er fjármálaráðherra Indlands og Bela Bajaria sem er ein valdamesta kona heims í sjónvarpsheiminum en hún stýrir því hvaða efni fer inn á Netflix streymisveituna og hefur gert það frá því í fyrra. Þá eru ýmsar þekktar konur á listanum eins og tónlistarkonurnar Taylor Swift, Beyonce og Rihanna og aðrar eins og Melinda French Gates. Hægt er að skoða listann í heild sinni hér. Hverri konu fylgir útskýring og kynning. Íslendingar erlendis Evrópusambandið Bandaríkin Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Þá segir að hún sé önnur konan til að vera forseti Íslands og að áður hafi hún verið framkvæmdastjóri B Team sem var stofnað af Richard Branson. Hún hafi einnig stofnað Auði Capital sem síðar sameinaðist Virðingu en er nú hluti af Kviku banka. Halla hafi einnig verið einn stofnenda Háskólans í Reykjavík og að hún hafi hafið feril sinn í Bandaríkjunum hjá Mars og Pepsi Cola þar sem hún vann í mannauðsdeild. Í fyrsta sæti á listanum er Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í öðru sæti Christine Lagarde forseti Evrópska seðlabankans og í því þriðja Georgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu. Í því fjórða er svo Claudia Sheinbaum forseti Mexíkó og í því fimmta Maya Barra framkvæmdastjóri General Motors en hún er fyrsta konan til að stýra einu af þremur stærstu bílaframleiðslufyrirtækjunum í Bandaríkjunum. Ursula von der Leyen hefur verið forseti framkvæmdastjórna Evrópusambandsins frá því 2019. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti.Vísir/EPA Metta Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur er einnig á listanum en hún er númer 78.Halla og Mette eru einu konurnar frá Norðurlöndum á listanum. Aðrar konur á listanum eru til dæmis Malina Ngai sem er framkvæmdastjóri AS Watson sem selur ýmsa heilsu- og snyrtivöru, Janet Truncale alþjóðlegur framkvæmdastjóri EY endurskoðunarfyrirtækis, Nirmala Sitharaman sem er fjármálaráðherra Indlands og Bela Bajaria sem er ein valdamesta kona heims í sjónvarpsheiminum en hún stýrir því hvaða efni fer inn á Netflix streymisveituna og hefur gert það frá því í fyrra. Þá eru ýmsar þekktar konur á listanum eins og tónlistarkonurnar Taylor Swift, Beyonce og Rihanna og aðrar eins og Melinda French Gates. Hægt er að skoða listann í heild sinni hér. Hverri konu fylgir útskýring og kynning.
Íslendingar erlendis Evrópusambandið Bandaríkin Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. 4. desember 2024 15:03