Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. desember 2024 08:08 Singh sagði ekkert til í staðhæfingum þingmannsins. Getty/Kevin Dietsch Talsmaður Pentagon neitar því staðfastlega að drónar sem sést hafa í New Jersey á síðustu vikum komi frá „móðurskipi“ Írana við austurströnd Bandaríkjanna. Tugir dróna hafa sést yfir New Jersey í nokkrar vikur, meðal annars við herstöðvar og golfvöll í eigu Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseta. Íbúar hafa krafist viðbragða en fátt verið um svör. Fjallað hefur verið um málið í miðlum vestanhafs síðustu daga en það tók nýja stefnu þegar Jeff Van Drew, þingmaður Repúblikanaflokksins frá New Jersey, sagðist í samtali við Fox News hafa það frá háttsettum heimildarmönnum að drónarnir kæmu frá „móðurskipi“ Íran í Atlantshafi. Van Drew sagði að réttast væri að skjóta drónana niður. Sabrina Singh, talsmaður Pentagon, sagði hins vegar á reglubundnum blaðamannafundi í gær að ekkert væri til í fullyrðingum þingmannsins. „Það er ekkert íranskt skip við strendur Bandaríkjanna og það er ekkert svokallað móðurskip að senda dróna yfir Bandaríkin,“ sagði hún. Það væri raunar mat hermálayfirvalda að drónarnir tengdust ekki erlendum aðilum eða andstæðingum. Alríkislögreglan hefur málið til rannsóknar en hefur ekki getað veitt útskýringar enn sem komið er. Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, sagði 49 tilkynningar hafa borist um dróna bara á sunnudag, en hann ítrekaði að ekki væri talið að þeir ógnuðu öryggi almennings. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Tugir dróna hafa sést yfir New Jersey í nokkrar vikur, meðal annars við herstöðvar og golfvöll í eigu Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseta. Íbúar hafa krafist viðbragða en fátt verið um svör. Fjallað hefur verið um málið í miðlum vestanhafs síðustu daga en það tók nýja stefnu þegar Jeff Van Drew, þingmaður Repúblikanaflokksins frá New Jersey, sagðist í samtali við Fox News hafa það frá háttsettum heimildarmönnum að drónarnir kæmu frá „móðurskipi“ Íran í Atlantshafi. Van Drew sagði að réttast væri að skjóta drónana niður. Sabrina Singh, talsmaður Pentagon, sagði hins vegar á reglubundnum blaðamannafundi í gær að ekkert væri til í fullyrðingum þingmannsins. „Það er ekkert íranskt skip við strendur Bandaríkjanna og það er ekkert svokallað móðurskip að senda dróna yfir Bandaríkin,“ sagði hún. Það væri raunar mat hermálayfirvalda að drónarnir tengdust ekki erlendum aðilum eða andstæðingum. Alríkislögreglan hefur málið til rannsóknar en hefur ekki getað veitt útskýringar enn sem komið er. Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, sagði 49 tilkynningar hafa borist um dróna bara á sunnudag, en hann ítrekaði að ekki væri talið að þeir ógnuðu öryggi almennings.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira