Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. desember 2024 07:12 Móðir grætur eftir að hafa fundið einn sona sinna í líkhúsi í Damaskus. AP/Hussein Malla Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. Í yfirlýsingu sem birt var á Telegram segir Ahmed Hussein al-Sharaa, einnig þekktur sem Abu Mohammed al-Jolani, leiðtogi uppreisnarhópsins HTS, að hinir seku verði eltir uppi í Sýrlandi og erlend ríki beðin um að framselja þá sem flýja þangað. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa uppreisnarmenn unnið að því síðustu tvær vikur að leita að herforingjum og öðrum embættismönnum stjórnar forsetans Bashar al-Assad. Margir þeirra eru sagðir hafa flúið land en talið er að sumir þeirra séu í felum við ströndina, þar sem stuðningur við Assad er mestur. Guardian segir að nokkur myndskeið sem séu í dreifingu á samfélagsmiðlum virðist sýna dráp á mönnum í herklæðum víðsvegar um Sýrland. Þá hafa þúsundir freistað þess að flýja landið inn í Líbanon og uppreisnarmenn leitað að meðlimum her- og öryggissveita Assad og fjölskyldum þeirra við landamærin. Leit stendur enn yfir í fangelsum landsins að einstaklingum sem hafa horfið á síðustu árum. Fjöldi líka hefur fundist sem sýna ummerki pyntinga. Þá söfnuðust þúsundir saman í al-Midan í Damaskus í gær, þar sem orðrómur hafði farið af stað um að hengja ætti einn höfuðpauranna á bakvið fjöldamorðið í Tadamon. Það átti sér stað árið 2013 en upptökur hermanna Assad leiddu í ljós að að minnsta kosti 288 einstaklingar, þar af tólf börn, hefðu verið skotnir og látnir falla í gryfjur sem síðan var kveikt í. Enn ríkir algjör óvissa um framtíð stjórnskipunar í landinu í kjölfar brotthvarfs Assad. Sýrland Hernaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira
Í yfirlýsingu sem birt var á Telegram segir Ahmed Hussein al-Sharaa, einnig þekktur sem Abu Mohammed al-Jolani, leiðtogi uppreisnarhópsins HTS, að hinir seku verði eltir uppi í Sýrlandi og erlend ríki beðin um að framselja þá sem flýja þangað. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa uppreisnarmenn unnið að því síðustu tvær vikur að leita að herforingjum og öðrum embættismönnum stjórnar forsetans Bashar al-Assad. Margir þeirra eru sagðir hafa flúið land en talið er að sumir þeirra séu í felum við ströndina, þar sem stuðningur við Assad er mestur. Guardian segir að nokkur myndskeið sem séu í dreifingu á samfélagsmiðlum virðist sýna dráp á mönnum í herklæðum víðsvegar um Sýrland. Þá hafa þúsundir freistað þess að flýja landið inn í Líbanon og uppreisnarmenn leitað að meðlimum her- og öryggissveita Assad og fjölskyldum þeirra við landamærin. Leit stendur enn yfir í fangelsum landsins að einstaklingum sem hafa horfið á síðustu árum. Fjöldi líka hefur fundist sem sýna ummerki pyntinga. Þá söfnuðust þúsundir saman í al-Midan í Damaskus í gær, þar sem orðrómur hafði farið af stað um að hengja ætti einn höfuðpauranna á bakvið fjöldamorðið í Tadamon. Það átti sér stað árið 2013 en upptökur hermanna Assad leiddu í ljós að að minnsta kosti 288 einstaklingar, þar af tólf börn, hefðu verið skotnir og látnir falla í gryfjur sem síðan var kveikt í. Enn ríkir algjör óvissa um framtíð stjórnskipunar í landinu í kjölfar brotthvarfs Assad.
Sýrland Hernaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira