Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2024 09:32 Steingrímur Magnússon, vert í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli, við pönnukökurnar vinsælu. Egill Aðalsteinsson Nýi vertinn í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli segir algert lykilatriði að gera almennilegar pönnukökur. Hann þurfti þó kennslu frá systur sinni og leiðbeiningar frá forvera sínum sem upplýsti hann um leyndarmálið á bak við uppskriftina. Í fréttum Stöðvar 2 hittum við Steingrím Magnússon. Hann er Norðlendingur, býr í Eyjafirði en ættaður úr Skagafirði og Svarfaðardal, segist vera kallaður Steini og vera vertinn á flugvellinum. En er einhver glóra í því að reka Flugkaffi á Akureyrarflugvelli? „Nei, þetta er náttúrlega óttaleg vitleysa. Enda byrjaði ég 1. apríl á þessu ári. Þetta er bara aprílgabb,“ segir vertinn í viðtali á Stöð 2, sem sjá má hér: Það reyndist þó meira fjör í flugstöðinni en hann hugði enda fara um 200 þúsund farþegar árlega um völlinn. „Kom mér á óvart þegar ég byrjaði hvað flugið er mikið notað. En svo er náttúrlega orðið töluvert millilandaflug hérna.“ Hann annast einnig veitingasölu í nýju alþjóðaflugstöðinni en þar rekur hann Jæja barinn. Steingrímur rekur einnig Jæja-bar í sal millilandaflugsins.Egill Aðalsteinsson Þau eru tvö í fastri vinnu, hann og Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, en svo fá þau liðsauka á kvöldin og um helgar. Þannig áætlar hann að sex til átta manns starfi við Flugkaffið. Þar sé líflegt allan daginn og fram á kvöld. „Kannski að mörgu leyti má segja að þetta sé svona hjartað á flugvellinum, þannig séð,“ segir Steingrímur. Það sé mikið skrafað. Hann segist upplifa að fólkið sé það sjálft þegar það kemur á flugvöllinn og er að ferðast. Séð yfir farþegasal innanlandsflugsins. Flugkaffið til vinstri.Egill Aðalsteinsson Þegar við spyrjum hvað sé vinsælast segir hann pönnukökurnar númer eitt. „Þegar ég áttaði mig á því - það var reyndar ekkert langur fyrirvari á því að ég byrjaði hérna – þá var eins gott að læra að gera almennilegar pönnukökur. Ég hafði aldrei gert pönnukökur áður. Systir mín sýndi mér kvöldið áður hvernig á að gera þetta. Svo bara lét ég vaða um morguninn. Ja, þær eru allavega orðnar vinsælar í dag þannig að maður hlýtur að vera að gera eitthvað rétt.“ Hann fékk þó aðhald frá forvera sínum, Baldvin Sigurðssyni. „Baldvin, sem var hér í tuttugu ár, kom nokkuð ört fyrst og fylgdist með. Og hann kom með aðeins athugasemd sem ég tók mark á.“ Steini segir leyniuppskriftina gera pönnukökurnar dekkri að lit og með gamaldags bragði.Egill Aðalsteinsson Og Baldvin upplýsti um leyndarmálið. „Það er kaffi í pönnukökunum. Baldvin sagði: „Þú verður að setja aðeins kaffi í pönnukökurnar. Þá færðu rétta litinn og gamaldags bragðið.“ Og ég náttúrlega hlýddi því bara,“ segir Steingrímur vert á Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli. Í síðustu viku var endurnýjaðri flugstöð fagnað á Akureyri, sem fjallað var um hér: Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Fréttir af flugi Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Matur Uppskriftir Tengdar fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust. 18. nóvember 2024 15:54 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 hittum við Steingrím Magnússon. Hann er Norðlendingur, býr í Eyjafirði en ættaður úr Skagafirði og Svarfaðardal, segist vera kallaður Steini og vera vertinn á flugvellinum. En er einhver glóra í því að reka Flugkaffi á Akureyrarflugvelli? „Nei, þetta er náttúrlega óttaleg vitleysa. Enda byrjaði ég 1. apríl á þessu ári. Þetta er bara aprílgabb,“ segir vertinn í viðtali á Stöð 2, sem sjá má hér: Það reyndist þó meira fjör í flugstöðinni en hann hugði enda fara um 200 þúsund farþegar árlega um völlinn. „Kom mér á óvart þegar ég byrjaði hvað flugið er mikið notað. En svo er náttúrlega orðið töluvert millilandaflug hérna.“ Hann annast einnig veitingasölu í nýju alþjóðaflugstöðinni en þar rekur hann Jæja barinn. Steingrímur rekur einnig Jæja-bar í sal millilandaflugsins.Egill Aðalsteinsson Þau eru tvö í fastri vinnu, hann og Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, en svo fá þau liðsauka á kvöldin og um helgar. Þannig áætlar hann að sex til átta manns starfi við Flugkaffið. Þar sé líflegt allan daginn og fram á kvöld. „Kannski að mörgu leyti má segja að þetta sé svona hjartað á flugvellinum, þannig séð,“ segir Steingrímur. Það sé mikið skrafað. Hann segist upplifa að fólkið sé það sjálft þegar það kemur á flugvöllinn og er að ferðast. Séð yfir farþegasal innanlandsflugsins. Flugkaffið til vinstri.Egill Aðalsteinsson Þegar við spyrjum hvað sé vinsælast segir hann pönnukökurnar númer eitt. „Þegar ég áttaði mig á því - það var reyndar ekkert langur fyrirvari á því að ég byrjaði hérna – þá var eins gott að læra að gera almennilegar pönnukökur. Ég hafði aldrei gert pönnukökur áður. Systir mín sýndi mér kvöldið áður hvernig á að gera þetta. Svo bara lét ég vaða um morguninn. Ja, þær eru allavega orðnar vinsælar í dag þannig að maður hlýtur að vera að gera eitthvað rétt.“ Hann fékk þó aðhald frá forvera sínum, Baldvin Sigurðssyni. „Baldvin, sem var hér í tuttugu ár, kom nokkuð ört fyrst og fylgdist með. Og hann kom með aðeins athugasemd sem ég tók mark á.“ Steini segir leyniuppskriftina gera pönnukökurnar dekkri að lit og með gamaldags bragði.Egill Aðalsteinsson Og Baldvin upplýsti um leyndarmálið. „Það er kaffi í pönnukökunum. Baldvin sagði: „Þú verður að setja aðeins kaffi í pönnukökurnar. Þá færðu rétta litinn og gamaldags bragðið.“ Og ég náttúrlega hlýddi því bara,“ segir Steingrímur vert á Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli. Í síðustu viku var endurnýjaðri flugstöð fagnað á Akureyri, sem fjallað var um hér:
Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Fréttir af flugi Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Matur Uppskriftir Tengdar fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust. 18. nóvember 2024 15:54 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53
EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust. 18. nóvember 2024 15:54
Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00
Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31