Tveir fréttamenn RÚV söðla um Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2024 20:23 Valur og Benedikt hafa starfað saman í tæp tvö ár en nú skilja leiðir. Benedikt Sigurðsson og Valur Grettisson, fréttamenn á Ríkisútvarpinu, hafa ákveðið að segja skilið við fréttastofu RÚV. Annar er hættur en hinn að vinna sínar síðustu vaktir. Þeir hófu störf á svipuðum tíma í ársbyrjun 2023. Valur gekk á dögunum til liðs við Heimildina eftir að hafa starfað í Efstaleiti í tæplega tvö ár. Þar áður var hann um árabil ritstjóri The Reykjavík Grapevine. Benedikt Sigurðsson kveður nú RÚV í annað skipti en hann starfaði í Efstaleiti upp úr aldamótum áður en hann færði sig yfir til Kaupþings í aðdraganda hrunsins. Þá var hann aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um tíma, bæði þegar Sigmundur var formaður Framsóknarflokksins og svo forsætisráðherra. Benedikt vildi í samtali við Eirík Jónsson ekki tjá sig um ástæður brotthvarfsins eða hvað væri fram undan. Þetta væri orðið gott í bili. Benedikt var á vettvangi við Skógá í Rangárþingi ytra í kvöldfréttum RÚV þar sem hann var að fjalla um ástæður rafmagnsleysis í Mýrdalshreppi. RÚV hefur auglýst eftir fréttamanni til starfa á fréttastofunni. Fleiri vistaskipti eiga sér stað í Efstaleiti um þessar mundir. Arnar Björnsson fréttamaður hætti störfum sökum aldurs en hann vann sína síðustu vakt 31. október. Þá hefur Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps, ákveðið að láta af störfum um áramót eins og Vísir greindi frá í dag. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira
Valur gekk á dögunum til liðs við Heimildina eftir að hafa starfað í Efstaleiti í tæplega tvö ár. Þar áður var hann um árabil ritstjóri The Reykjavík Grapevine. Benedikt Sigurðsson kveður nú RÚV í annað skipti en hann starfaði í Efstaleiti upp úr aldamótum áður en hann færði sig yfir til Kaupþings í aðdraganda hrunsins. Þá var hann aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um tíma, bæði þegar Sigmundur var formaður Framsóknarflokksins og svo forsætisráðherra. Benedikt vildi í samtali við Eirík Jónsson ekki tjá sig um ástæður brotthvarfsins eða hvað væri fram undan. Þetta væri orðið gott í bili. Benedikt var á vettvangi við Skógá í Rangárþingi ytra í kvöldfréttum RÚV þar sem hann var að fjalla um ástæður rafmagnsleysis í Mýrdalshreppi. RÚV hefur auglýst eftir fréttamanni til starfa á fréttastofunni. Fleiri vistaskipti eiga sér stað í Efstaleiti um þessar mundir. Arnar Björnsson fréttamaður hætti störfum sökum aldurs en hann vann sína síðustu vakt 31. október. Þá hefur Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps, ákveðið að láta af störfum um áramót eins og Vísir greindi frá í dag.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira