Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2024 12:01 Ikea er stærsti einstaki eigandi skóglendis í Rúmeníu en sérfræðingar sem rætt er við í nýrri heimildarmynd DR segja fyrirtækið stunda ósjálfbæra nýtingu skóga í landinu. Getty/Matthias Balk Á hverri sekúndu er fellt tré í þeim tilgangi gera timbrið að ódýru Ikea-húsgagni. Fyrirtækið heldur því fram að húsgangaframleiðsla þess sé með öllu sjálfbær. „En er það svo?“ spyrja þáttargerðamenn Danska ríkisútvarpsins, DR, í nýrri heimildarmynd þar sem skógar í eigu Ikea í Rúmeníu eru heimsóttir. Svæðið hefur að geyma einhverja elstu skóga á meginlandi Evrópu sem óháðir sérfræðingar, að sögn framleiðanda þáttarins, segja að Ikea gangi of nærri. „Slökkvið á myndavélunum,“ heyrist óþekktur maður segja við tökumenn DR við upphaf heimildarmyndarinnar við skóg í eigu Ikea í Rúmeníu. Ikea er stærsti einkaeigandi skóglendis í Rúmeníu en landið hefur að geyma einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu. Heimildarmyndin ber nafnið „Ikea elskar tré“ með vísan til slagorðs úr auglýsingum fyrirtækisins. Í sömu andrá í auglýsingum er talað um sjálfbærni, ábyrga nýtingu skóga, og áhersla lögð á sem minnst umhverfisáhrif af starfseminni. Sænski húsgagnarisinn notar óhemju mikið magn af timbri í framleiðslu sinni. Myndin er úr safni.Getty/Sebastian Kahnert Þetta segja sérfræðingar sem rætt er við í heimildarmyndinni hins vegar ekki standast skoðun. Fram kemur í umfjöllun DR að Ikea hafi löngum markaðsett sig og sínar vörur sem sjálfbærar og framleiddar á grunni ábyrgrar skógarnýtingar, en sérfræðingar sem rætt er við saka fyrirtækið hins vegar um grænþvott. „Ef Ikea getur ekki sýnt fram á með gögnum að þetta sé sjálfbært, og það er nokkuð sem þeir virðast ekki geta, þá er það ólöglegt. Þá er það grænþvottur,“ segir Heidi Heidi Højmark Helveg, sem er lögfræðingur sem sérhæfir sig í markaðsrétti. Í svipaðan streng taka aðrir sérfræðingar sem voru til viðtals í heimildarmyndinni. Í Rúmeníu er að finna einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu.Getty/Giulio Andreini „Þetta er á engan hátt í líkingu við það sem við köllum sjálfbæra nýtingu skóga. Þetta er í hefðbundnum skilningi, þar sem öll tré eru felld án þess að skilja neitt eftir á svæðinu. Þetta er ekki nokkuð sem er almennt viðurkennt innan vottaðrar skógræktar,” segir Jacob Heilmann-Clausen um starfsemi Ikea í Rúmeníu, en hann er lektor í líffærðilegum fjölbreytileika við Kaupmannahafnarháskóla. Vísa gagnrýni á bug Í svari IKEA til DR segist fyrirtækið ósammála gagnrýni sérfræðinga um að markaðsefni og auglýsingar fyrirtækisins séu villandi. „Markaðsefnið okkar endurspeglar bæði sjálfbærnimarkmið okkar og ráðstafanir sem við gerum til að stunda ábyrga framleiðslu,“ segir í svari fyrirtækisins. Þá undirstrikar fyrirtækið að viðskiptavinir geti treyst því að sjálfbærni sé ekki aðeins metnaðarfullt markmið, heldur óaðskiljanlegur þáttur í rekstri fyrirtækisins. „Hjá Ikea eru strangar kröfur og eftirlitskerfi til að tryggja ábyrg innkaup á timbri. Ef við uppgötvum eitthvað misjafnt í virðiskeðjunni þá er málið rannsakað strax og við bregðumst við í samræmi við það. Timbur flutt með lest í Maramures í Rúmeníu. Myndin er úr safni. Getty Umhverfismál IKEA Rúmenía Danmörk Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
„Slökkvið á myndavélunum,“ heyrist óþekktur maður segja við tökumenn DR við upphaf heimildarmyndarinnar við skóg í eigu Ikea í Rúmeníu. Ikea er stærsti einkaeigandi skóglendis í Rúmeníu en landið hefur að geyma einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu. Heimildarmyndin ber nafnið „Ikea elskar tré“ með vísan til slagorðs úr auglýsingum fyrirtækisins. Í sömu andrá í auglýsingum er talað um sjálfbærni, ábyrga nýtingu skóga, og áhersla lögð á sem minnst umhverfisáhrif af starfseminni. Sænski húsgagnarisinn notar óhemju mikið magn af timbri í framleiðslu sinni. Myndin er úr safni.Getty/Sebastian Kahnert Þetta segja sérfræðingar sem rætt er við í heimildarmyndinni hins vegar ekki standast skoðun. Fram kemur í umfjöllun DR að Ikea hafi löngum markaðsett sig og sínar vörur sem sjálfbærar og framleiddar á grunni ábyrgrar skógarnýtingar, en sérfræðingar sem rætt er við saka fyrirtækið hins vegar um grænþvott. „Ef Ikea getur ekki sýnt fram á með gögnum að þetta sé sjálfbært, og það er nokkuð sem þeir virðast ekki geta, þá er það ólöglegt. Þá er það grænþvottur,“ segir Heidi Heidi Højmark Helveg, sem er lögfræðingur sem sérhæfir sig í markaðsrétti. Í svipaðan streng taka aðrir sérfræðingar sem voru til viðtals í heimildarmyndinni. Í Rúmeníu er að finna einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu.Getty/Giulio Andreini „Þetta er á engan hátt í líkingu við það sem við köllum sjálfbæra nýtingu skóga. Þetta er í hefðbundnum skilningi, þar sem öll tré eru felld án þess að skilja neitt eftir á svæðinu. Þetta er ekki nokkuð sem er almennt viðurkennt innan vottaðrar skógræktar,” segir Jacob Heilmann-Clausen um starfsemi Ikea í Rúmeníu, en hann er lektor í líffærðilegum fjölbreytileika við Kaupmannahafnarháskóla. Vísa gagnrýni á bug Í svari IKEA til DR segist fyrirtækið ósammála gagnrýni sérfræðinga um að markaðsefni og auglýsingar fyrirtækisins séu villandi. „Markaðsefnið okkar endurspeglar bæði sjálfbærnimarkmið okkar og ráðstafanir sem við gerum til að stunda ábyrga framleiðslu,“ segir í svari fyrirtækisins. Þá undirstrikar fyrirtækið að viðskiptavinir geti treyst því að sjálfbærni sé ekki aðeins metnaðarfullt markmið, heldur óaðskiljanlegur þáttur í rekstri fyrirtækisins. „Hjá Ikea eru strangar kröfur og eftirlitskerfi til að tryggja ábyrg innkaup á timbri. Ef við uppgötvum eitthvað misjafnt í virðiskeðjunni þá er málið rannsakað strax og við bregðumst við í samræmi við það. Timbur flutt með lest í Maramures í Rúmeníu. Myndin er úr safni. Getty
Umhverfismál IKEA Rúmenía Danmörk Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira