Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2024 12:01 Ikea er stærsti einstaki eigandi skóglendis í Rúmeníu en sérfræðingar sem rætt er við í nýrri heimildarmynd DR segja fyrirtækið stunda ósjálfbæra nýtingu skóga í landinu. Getty/Matthias Balk Á hverri sekúndu er fellt tré í þeim tilgangi gera timbrið að ódýru Ikea-húsgagni. Fyrirtækið heldur því fram að húsgangaframleiðsla þess sé með öllu sjálfbær. „En er það svo?“ spyrja þáttargerðamenn Danska ríkisútvarpsins, DR, í nýrri heimildarmynd þar sem skógar í eigu Ikea í Rúmeníu eru heimsóttir. Svæðið hefur að geyma einhverja elstu skóga á meginlandi Evrópu sem óháðir sérfræðingar, að sögn framleiðanda þáttarins, segja að Ikea gangi of nærri. „Slökkvið á myndavélunum,“ heyrist óþekktur maður segja við tökumenn DR við upphaf heimildarmyndarinnar við skóg í eigu Ikea í Rúmeníu. Ikea er stærsti einkaeigandi skóglendis í Rúmeníu en landið hefur að geyma einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu. Heimildarmyndin ber nafnið „Ikea elskar tré“ með vísan til slagorðs úr auglýsingum fyrirtækisins. Í sömu andrá í auglýsingum er talað um sjálfbærni, ábyrga nýtingu skóga, og áhersla lögð á sem minnst umhverfisáhrif af starfseminni. Sænski húsgagnarisinn notar óhemju mikið magn af timbri í framleiðslu sinni. Myndin er úr safni.Getty/Sebastian Kahnert Þetta segja sérfræðingar sem rætt er við í heimildarmyndinni hins vegar ekki standast skoðun. Fram kemur í umfjöllun DR að Ikea hafi löngum markaðsett sig og sínar vörur sem sjálfbærar og framleiddar á grunni ábyrgrar skógarnýtingar, en sérfræðingar sem rætt er við saka fyrirtækið hins vegar um grænþvott. „Ef Ikea getur ekki sýnt fram á með gögnum að þetta sé sjálfbært, og það er nokkuð sem þeir virðast ekki geta, þá er það ólöglegt. Þá er það grænþvottur,“ segir Heidi Heidi Højmark Helveg, sem er lögfræðingur sem sérhæfir sig í markaðsrétti. Í svipaðan streng taka aðrir sérfræðingar sem voru til viðtals í heimildarmyndinni. Í Rúmeníu er að finna einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu.Getty/Giulio Andreini „Þetta er á engan hátt í líkingu við það sem við köllum sjálfbæra nýtingu skóga. Þetta er í hefðbundnum skilningi, þar sem öll tré eru felld án þess að skilja neitt eftir á svæðinu. Þetta er ekki nokkuð sem er almennt viðurkennt innan vottaðrar skógræktar,” segir Jacob Heilmann-Clausen um starfsemi Ikea í Rúmeníu, en hann er lektor í líffærðilegum fjölbreytileika við Kaupmannahafnarháskóla. Vísa gagnrýni á bug Í svari IKEA til DR segist fyrirtækið ósammála gagnrýni sérfræðinga um að markaðsefni og auglýsingar fyrirtækisins séu villandi. „Markaðsefnið okkar endurspeglar bæði sjálfbærnimarkmið okkar og ráðstafanir sem við gerum til að stunda ábyrga framleiðslu,“ segir í svari fyrirtækisins. Þá undirstrikar fyrirtækið að viðskiptavinir geti treyst því að sjálfbærni sé ekki aðeins metnaðarfullt markmið, heldur óaðskiljanlegur þáttur í rekstri fyrirtækisins. „Hjá Ikea eru strangar kröfur og eftirlitskerfi til að tryggja ábyrg innkaup á timbri. Ef við uppgötvum eitthvað misjafnt í virðiskeðjunni þá er málið rannsakað strax og við bregðumst við í samræmi við það. Timbur flutt með lest í Maramures í Rúmeníu. Myndin er úr safni. Getty Umhverfismál IKEA Rúmenía Danmörk Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
„Slökkvið á myndavélunum,“ heyrist óþekktur maður segja við tökumenn DR við upphaf heimildarmyndarinnar við skóg í eigu Ikea í Rúmeníu. Ikea er stærsti einkaeigandi skóglendis í Rúmeníu en landið hefur að geyma einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu. Heimildarmyndin ber nafnið „Ikea elskar tré“ með vísan til slagorðs úr auglýsingum fyrirtækisins. Í sömu andrá í auglýsingum er talað um sjálfbærni, ábyrga nýtingu skóga, og áhersla lögð á sem minnst umhverfisáhrif af starfseminni. Sænski húsgagnarisinn notar óhemju mikið magn af timbri í framleiðslu sinni. Myndin er úr safni.Getty/Sebastian Kahnert Þetta segja sérfræðingar sem rætt er við í heimildarmyndinni hins vegar ekki standast skoðun. Fram kemur í umfjöllun DR að Ikea hafi löngum markaðsett sig og sínar vörur sem sjálfbærar og framleiddar á grunni ábyrgrar skógarnýtingar, en sérfræðingar sem rætt er við saka fyrirtækið hins vegar um grænþvott. „Ef Ikea getur ekki sýnt fram á með gögnum að þetta sé sjálfbært, og það er nokkuð sem þeir virðast ekki geta, þá er það ólöglegt. Þá er það grænþvottur,“ segir Heidi Heidi Højmark Helveg, sem er lögfræðingur sem sérhæfir sig í markaðsrétti. Í svipaðan streng taka aðrir sérfræðingar sem voru til viðtals í heimildarmyndinni. Í Rúmeníu er að finna einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu.Getty/Giulio Andreini „Þetta er á engan hátt í líkingu við það sem við köllum sjálfbæra nýtingu skóga. Þetta er í hefðbundnum skilningi, þar sem öll tré eru felld án þess að skilja neitt eftir á svæðinu. Þetta er ekki nokkuð sem er almennt viðurkennt innan vottaðrar skógræktar,” segir Jacob Heilmann-Clausen um starfsemi Ikea í Rúmeníu, en hann er lektor í líffærðilegum fjölbreytileika við Kaupmannahafnarháskóla. Vísa gagnrýni á bug Í svari IKEA til DR segist fyrirtækið ósammála gagnrýni sérfræðinga um að markaðsefni og auglýsingar fyrirtækisins séu villandi. „Markaðsefnið okkar endurspeglar bæði sjálfbærnimarkmið okkar og ráðstafanir sem við gerum til að stunda ábyrga framleiðslu,“ segir í svari fyrirtækisins. Þá undirstrikar fyrirtækið að viðskiptavinir geti treyst því að sjálfbærni sé ekki aðeins metnaðarfullt markmið, heldur óaðskiljanlegur þáttur í rekstri fyrirtækisins. „Hjá Ikea eru strangar kröfur og eftirlitskerfi til að tryggja ábyrg innkaup á timbri. Ef við uppgötvum eitthvað misjafnt í virðiskeðjunni þá er málið rannsakað strax og við bregðumst við í samræmi við það. Timbur flutt með lest í Maramures í Rúmeníu. Myndin er úr safni. Getty
Umhverfismál IKEA Rúmenía Danmörk Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira