Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2024 12:01 Ikea er stærsti einstaki eigandi skóglendis í Rúmeníu en sérfræðingar sem rætt er við í nýrri heimildarmynd DR segja fyrirtækið stunda ósjálfbæra nýtingu skóga í landinu. Getty/Matthias Balk Á hverri sekúndu er fellt tré í þeim tilgangi gera timbrið að ódýru Ikea-húsgagni. Fyrirtækið heldur því fram að húsgangaframleiðsla þess sé með öllu sjálfbær. „En er það svo?“ spyrja þáttargerðamenn Danska ríkisútvarpsins, DR, í nýrri heimildarmynd þar sem skógar í eigu Ikea í Rúmeníu eru heimsóttir. Svæðið hefur að geyma einhverja elstu skóga á meginlandi Evrópu sem óháðir sérfræðingar, að sögn framleiðanda þáttarins, segja að Ikea gangi of nærri. „Slökkvið á myndavélunum,“ heyrist óþekktur maður segja við tökumenn DR við upphaf heimildarmyndarinnar við skóg í eigu Ikea í Rúmeníu. Ikea er stærsti einkaeigandi skóglendis í Rúmeníu en landið hefur að geyma einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu. Heimildarmyndin ber nafnið „Ikea elskar tré“ með vísan til slagorðs úr auglýsingum fyrirtækisins. Í sömu andrá í auglýsingum er talað um sjálfbærni, ábyrga nýtingu skóga, og áhersla lögð á sem minnst umhverfisáhrif af starfseminni. Sænski húsgagnarisinn notar óhemju mikið magn af timbri í framleiðslu sinni. Myndin er úr safni.Getty/Sebastian Kahnert Þetta segja sérfræðingar sem rætt er við í heimildarmyndinni hins vegar ekki standast skoðun. Fram kemur í umfjöllun DR að Ikea hafi löngum markaðsett sig og sínar vörur sem sjálfbærar og framleiddar á grunni ábyrgrar skógarnýtingar, en sérfræðingar sem rætt er við saka fyrirtækið hins vegar um grænþvott. „Ef Ikea getur ekki sýnt fram á með gögnum að þetta sé sjálfbært, og það er nokkuð sem þeir virðast ekki geta, þá er það ólöglegt. Þá er það grænþvottur,“ segir Heidi Heidi Højmark Helveg, sem er lögfræðingur sem sérhæfir sig í markaðsrétti. Í svipaðan streng taka aðrir sérfræðingar sem voru til viðtals í heimildarmyndinni. Í Rúmeníu er að finna einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu.Getty/Giulio Andreini „Þetta er á engan hátt í líkingu við það sem við köllum sjálfbæra nýtingu skóga. Þetta er í hefðbundnum skilningi, þar sem öll tré eru felld án þess að skilja neitt eftir á svæðinu. Þetta er ekki nokkuð sem er almennt viðurkennt innan vottaðrar skógræktar,” segir Jacob Heilmann-Clausen um starfsemi Ikea í Rúmeníu, en hann er lektor í líffærðilegum fjölbreytileika við Kaupmannahafnarháskóla. Vísa gagnrýni á bug Í svari IKEA til DR segist fyrirtækið ósammála gagnrýni sérfræðinga um að markaðsefni og auglýsingar fyrirtækisins séu villandi. „Markaðsefnið okkar endurspeglar bæði sjálfbærnimarkmið okkar og ráðstafanir sem við gerum til að stunda ábyrga framleiðslu,“ segir í svari fyrirtækisins. Þá undirstrikar fyrirtækið að viðskiptavinir geti treyst því að sjálfbærni sé ekki aðeins metnaðarfullt markmið, heldur óaðskiljanlegur þáttur í rekstri fyrirtækisins. „Hjá Ikea eru strangar kröfur og eftirlitskerfi til að tryggja ábyrg innkaup á timbri. Ef við uppgötvum eitthvað misjafnt í virðiskeðjunni þá er málið rannsakað strax og við bregðumst við í samræmi við það. Timbur flutt með lest í Maramures í Rúmeníu. Myndin er úr safni. Getty Umhverfismál IKEA Rúmenía Danmörk Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
„Slökkvið á myndavélunum,“ heyrist óþekktur maður segja við tökumenn DR við upphaf heimildarmyndarinnar við skóg í eigu Ikea í Rúmeníu. Ikea er stærsti einkaeigandi skóglendis í Rúmeníu en landið hefur að geyma einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu. Heimildarmyndin ber nafnið „Ikea elskar tré“ með vísan til slagorðs úr auglýsingum fyrirtækisins. Í sömu andrá í auglýsingum er talað um sjálfbærni, ábyrga nýtingu skóga, og áhersla lögð á sem minnst umhverfisáhrif af starfseminni. Sænski húsgagnarisinn notar óhemju mikið magn af timbri í framleiðslu sinni. Myndin er úr safni.Getty/Sebastian Kahnert Þetta segja sérfræðingar sem rætt er við í heimildarmyndinni hins vegar ekki standast skoðun. Fram kemur í umfjöllun DR að Ikea hafi löngum markaðsett sig og sínar vörur sem sjálfbærar og framleiddar á grunni ábyrgrar skógarnýtingar, en sérfræðingar sem rætt er við saka fyrirtækið hins vegar um grænþvott. „Ef Ikea getur ekki sýnt fram á með gögnum að þetta sé sjálfbært, og það er nokkuð sem þeir virðast ekki geta, þá er það ólöglegt. Þá er það grænþvottur,“ segir Heidi Heidi Højmark Helveg, sem er lögfræðingur sem sérhæfir sig í markaðsrétti. Í svipaðan streng taka aðrir sérfræðingar sem voru til viðtals í heimildarmyndinni. Í Rúmeníu er að finna einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu.Getty/Giulio Andreini „Þetta er á engan hátt í líkingu við það sem við köllum sjálfbæra nýtingu skóga. Þetta er í hefðbundnum skilningi, þar sem öll tré eru felld án þess að skilja neitt eftir á svæðinu. Þetta er ekki nokkuð sem er almennt viðurkennt innan vottaðrar skógræktar,” segir Jacob Heilmann-Clausen um starfsemi Ikea í Rúmeníu, en hann er lektor í líffærðilegum fjölbreytileika við Kaupmannahafnarháskóla. Vísa gagnrýni á bug Í svari IKEA til DR segist fyrirtækið ósammála gagnrýni sérfræðinga um að markaðsefni og auglýsingar fyrirtækisins séu villandi. „Markaðsefnið okkar endurspeglar bæði sjálfbærnimarkmið okkar og ráðstafanir sem við gerum til að stunda ábyrga framleiðslu,“ segir í svari fyrirtækisins. Þá undirstrikar fyrirtækið að viðskiptavinir geti treyst því að sjálfbærni sé ekki aðeins metnaðarfullt markmið, heldur óaðskiljanlegur þáttur í rekstri fyrirtækisins. „Hjá Ikea eru strangar kröfur og eftirlitskerfi til að tryggja ábyrg innkaup á timbri. Ef við uppgötvum eitthvað misjafnt í virðiskeðjunni þá er málið rannsakað strax og við bregðumst við í samræmi við það. Timbur flutt með lest í Maramures í Rúmeníu. Myndin er úr safni. Getty
Umhverfismál IKEA Rúmenía Danmörk Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira