Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. desember 2024 11:49 Una Jónsdóttir er aðalhagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Verri afkoma ríkissjóðs en gert var ráð fyrir eru ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn, að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Hægara vaxtalækkunarferli og breytingar á fjárlögum skipti þar talsverðu máli. Fjármálaráðuneytið birti í gær tilkynningu þess efnis að heildarafkoma yrði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, væru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir ástæðu þess að gert sé ráð fyrir meiri halla en áður vera þá að útlit sé fyrir að tekjuöflun verði minni, og gjöld hærri. „Þessi hærri gjöld er meðal annars hægt að rekja til aukinna vaxtagjalda, sem segir okkur kannski að þau voru mögulega að gera ráð fyrir að vextir myndu lækka hraðar en þeir eru núna að gera,“ segir Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur Landsbankans. Kílómetragjöldin geti talið Minni áætluð tekjuöflun tengist þá breytingum á fjárlagafrumvarpinu sem samþykkt var um miðjan nóvember. „Þar sem eru einhverjar breytingar sem náðu ekki í gegn. Það er til dæmis hægt að nefna kílómetragjöldin sem fóru ekki í gegn. Það gæti verið þess valdandi að þau eru núna að gera ráð fyrir aðeins minni tekjuöflun.“ Mikil óvissa sé í efnahagsmálum almennt og því erfitt að spá fyrir um efnahagslega þætti á borð við afkomu ríkissjóðs. „Það er alveg eðlilegt að áætlanir taki breytingum og þá er bara mikilvægt að þær séu uppfærðar jafnóðum, rétt eins og er núna gert,“ segir Una. Stakkurinn þrengist Hún segir ljóst að breytingarnar muni hafa áhrif inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Það segir sig sjálft að ný ríkisstjórn tekur við aðeins verra búi en áætlað var. Það þýðir að verkefnið, að rétta stöðu ríkissjóðs, gæti orðið flóknara en áður var gert ráð fyrir.“ Koma verði í ljós hvernig útgjaldahugmyndir flokkanna sem nú ræða saman passa inn í þennan ramma, þegar þeir hafi sýnt almennilega á spilin. Almennt sé þó ljóst að aukinn halli sé ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn. „Ef hallinn er meiri en áætlað var þá er þeim þrengri stakkur búinn.“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, halda uppteknum hætti og hófu að funda í morgun. Þar að auki funda fulltrúar flokkanna þriggja í nokkrum vinnuhópum í dag, eins og verið hefur síðustu daga að því er segir í svari aðstoðarmanns Kristrúnar við fyrirspurn fréttastofu um stjórnarmyndunarviðræðurnar. Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Fjármálaráðuneytið birti í gær tilkynningu þess efnis að heildarafkoma yrði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, væru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir ástæðu þess að gert sé ráð fyrir meiri halla en áður vera þá að útlit sé fyrir að tekjuöflun verði minni, og gjöld hærri. „Þessi hærri gjöld er meðal annars hægt að rekja til aukinna vaxtagjalda, sem segir okkur kannski að þau voru mögulega að gera ráð fyrir að vextir myndu lækka hraðar en þeir eru núna að gera,“ segir Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur Landsbankans. Kílómetragjöldin geti talið Minni áætluð tekjuöflun tengist þá breytingum á fjárlagafrumvarpinu sem samþykkt var um miðjan nóvember. „Þar sem eru einhverjar breytingar sem náðu ekki í gegn. Það er til dæmis hægt að nefna kílómetragjöldin sem fóru ekki í gegn. Það gæti verið þess valdandi að þau eru núna að gera ráð fyrir aðeins minni tekjuöflun.“ Mikil óvissa sé í efnahagsmálum almennt og því erfitt að spá fyrir um efnahagslega þætti á borð við afkomu ríkissjóðs. „Það er alveg eðlilegt að áætlanir taki breytingum og þá er bara mikilvægt að þær séu uppfærðar jafnóðum, rétt eins og er núna gert,“ segir Una. Stakkurinn þrengist Hún segir ljóst að breytingarnar muni hafa áhrif inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Það segir sig sjálft að ný ríkisstjórn tekur við aðeins verra búi en áætlað var. Það þýðir að verkefnið, að rétta stöðu ríkissjóðs, gæti orðið flóknara en áður var gert ráð fyrir.“ Koma verði í ljós hvernig útgjaldahugmyndir flokkanna sem nú ræða saman passa inn í þennan ramma, þegar þeir hafi sýnt almennilega á spilin. Almennt sé þó ljóst að aukinn halli sé ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn. „Ef hallinn er meiri en áætlað var þá er þeim þrengri stakkur búinn.“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, halda uppteknum hætti og hófu að funda í morgun. Þar að auki funda fulltrúar flokkanna þriggja í nokkrum vinnuhópum í dag, eins og verið hefur síðustu daga að því er segir í svari aðstoðarmanns Kristrúnar við fyrirspurn fréttastofu um stjórnarmyndunarviðræðurnar.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira