Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2024 20:10 McConnell er 82 ára og þaulsetnasti leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings. AP Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, féll í gólfið í hádegispásu öldungaþingsins í bandaríska þinghúsinu í dag. Í umfjöllun ABC er haft eftir John Barrasso, öldungardeildarþingmanni Repúblikana, að McConnell heilsist vel þrátt fyrir fallið. Hann hafi hrasað og fallið í gólfið rétt áður en vikulegur blaðamannafundur hans átti að hefjast. McConnell hafi hlotið lítils háttar áverka á andliti en væri mættur aftur til vinnu. McConnell var frá vinnu í nokkrar vikur í fyrra eftir að hann féll og hlaut heilahristing og rifbeinsbrot. Seinna sama ár fraus hann tvisvar í miðri setningu á blaðamannafundum með tiltölulega skömmu millibili. Í kjölfarið sendi hann út bréf frá lækni þingsins þar sem fram kom að heilsa hans kæmi ekki í veg fyrir áframhaldandi störf. McConnell, sem er 82 ára, gaf ekki kost á sér í embætti forseta öldungadeildarinnar eftir forsetakosningarnar í nóvember. Enginn hefur gegnt embættinu lengur en hann, en hann hefur verið nærri tvo áratugi í leiðtogastöðunni. Þó hyggst hann sitja út kjörtímabil sitt, sem lýkur í janúar 2027. Þá mun hann hafa setið á þingi í 43 ár. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Fraus í miðri setningu og var teymdur út af blaðamannafundi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi embættisins í dag. Hann var teymdur í burtu frá ræðupúltinu en sneri aftur skömmu síðar og sagðist vera „í lagi“. 26. júlí 2023 22:07 McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08 Fraus aftur í miðri setningu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi. 30. ágúst 2023 21:38 Segist við góða heilsu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. 27. júlí 2023 11:06 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Í umfjöllun ABC er haft eftir John Barrasso, öldungardeildarþingmanni Repúblikana, að McConnell heilsist vel þrátt fyrir fallið. Hann hafi hrasað og fallið í gólfið rétt áður en vikulegur blaðamannafundur hans átti að hefjast. McConnell hafi hlotið lítils háttar áverka á andliti en væri mættur aftur til vinnu. McConnell var frá vinnu í nokkrar vikur í fyrra eftir að hann féll og hlaut heilahristing og rifbeinsbrot. Seinna sama ár fraus hann tvisvar í miðri setningu á blaðamannafundum með tiltölulega skömmu millibili. Í kjölfarið sendi hann út bréf frá lækni þingsins þar sem fram kom að heilsa hans kæmi ekki í veg fyrir áframhaldandi störf. McConnell, sem er 82 ára, gaf ekki kost á sér í embætti forseta öldungadeildarinnar eftir forsetakosningarnar í nóvember. Enginn hefur gegnt embættinu lengur en hann, en hann hefur verið nærri tvo áratugi í leiðtogastöðunni. Þó hyggst hann sitja út kjörtímabil sitt, sem lýkur í janúar 2027. Þá mun hann hafa setið á þingi í 43 ár.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Fraus í miðri setningu og var teymdur út af blaðamannafundi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi embættisins í dag. Hann var teymdur í burtu frá ræðupúltinu en sneri aftur skömmu síðar og sagðist vera „í lagi“. 26. júlí 2023 22:07 McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08 Fraus aftur í miðri setningu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi. 30. ágúst 2023 21:38 Segist við góða heilsu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. 27. júlí 2023 11:06 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Fraus í miðri setningu og var teymdur út af blaðamannafundi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi embættisins í dag. Hann var teymdur í burtu frá ræðupúltinu en sneri aftur skömmu síðar og sagðist vera „í lagi“. 26. júlí 2023 22:07
McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08
Fraus aftur í miðri setningu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi. 30. ágúst 2023 21:38
Segist við góða heilsu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. 27. júlí 2023 11:06