Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 10. desember 2024 19:35 Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla ræddi ákvörðun borgaryfirvalda í Kvöldfréttum. Vísir Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur lagt aftur til að byggður verði safnskóli fyrir áttunda til tíund bekk í Laugarneshverfi og yngri bekkirnir skiptist niður á þá skóla sem fyrir eru. Foreldrar í Laugarneshverfi hafa lengi verið í viðræðum við borgaryfirvöld um skólabyggingar í hverfinu. Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla er þeirra á meðal. „Í fyrsta lagi líst okkur náttúrlega bara mjög vel á að það sé búið að taka ákvörðun. Að það sé komin einhver ákvörðun í þessu máli. En að því sögðu þá var tekin ákvörðun fyrir tveimur árum síðan og sú ákvörðun hugnaðist okkur betur heldur en þessi nýja ákvörðun.“ Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti að falla frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi og byggja við þá grunnskóla sem fyrir eru. Þess í stað verði byggður safnskóli í Laugardal fyrir unglingadeildir Laugalækjar- og Langholtsskóla. Sjá einnig: Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Fyrri áformin höfðu verið samþykkt hjá skóla- og frístundaráði og hjá borgarráði áður en ákveðið var að falla frá þeim. „Og þar með héldum við að málið væri komið í höfn. En svo var bara svo sannarlega ekki. Borgin ákvað annað og borgin hefur valdið,“ segir Eyrún. Af hverju líst ykkur ekki vel á safnskóla? „Þetta hefur ekkert endilega með safnskólann að gera sem slíkan. Hér er mjög rótgróið og farsælt skólahverfi. Þetta eru mjög farsælir skólar sem byggja þetta hverfi. Við vildum halda í þá skóla og þá skólagerð sem hér er, af því að hún er farsæl.“ Munið þið, þrátt fyrir þetta, una þessari ákvörðun borgaryfirvalda? „Við höfum barist mjög lengi við borgina, og ekki bara við foreldrar heldur allt skólasamfélagið,“ segir Eyrún. Skólastjórnendur, kennarar, annað starfsfólk og nemendur hafi barist fyrir því að skólarnir yrðu stækkaðir. „Við börðumst við borgina með viljann að vopni. Við ráðum ekki við þetta ægivald. Þannig að eins og staðan er núna verðum við bara að halda áfram.“ Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur lagt aftur til að byggður verði safnskóli fyrir áttunda til tíund bekk í Laugarneshverfi og yngri bekkirnir skiptist niður á þá skóla sem fyrir eru. Foreldrar í Laugarneshverfi hafa lengi verið í viðræðum við borgaryfirvöld um skólabyggingar í hverfinu. Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla er þeirra á meðal. „Í fyrsta lagi líst okkur náttúrlega bara mjög vel á að það sé búið að taka ákvörðun. Að það sé komin einhver ákvörðun í þessu máli. En að því sögðu þá var tekin ákvörðun fyrir tveimur árum síðan og sú ákvörðun hugnaðist okkur betur heldur en þessi nýja ákvörðun.“ Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti að falla frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi og byggja við þá grunnskóla sem fyrir eru. Þess í stað verði byggður safnskóli í Laugardal fyrir unglingadeildir Laugalækjar- og Langholtsskóla. Sjá einnig: Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Fyrri áformin höfðu verið samþykkt hjá skóla- og frístundaráði og hjá borgarráði áður en ákveðið var að falla frá þeim. „Og þar með héldum við að málið væri komið í höfn. En svo var bara svo sannarlega ekki. Borgin ákvað annað og borgin hefur valdið,“ segir Eyrún. Af hverju líst ykkur ekki vel á safnskóla? „Þetta hefur ekkert endilega með safnskólann að gera sem slíkan. Hér er mjög rótgróið og farsælt skólahverfi. Þetta eru mjög farsælir skólar sem byggja þetta hverfi. Við vildum halda í þá skóla og þá skólagerð sem hér er, af því að hún er farsæl.“ Munið þið, þrátt fyrir þetta, una þessari ákvörðun borgaryfirvalda? „Við höfum barist mjög lengi við borgina, og ekki bara við foreldrar heldur allt skólasamfélagið,“ segir Eyrún. Skólastjórnendur, kennarar, annað starfsfólk og nemendur hafi barist fyrir því að skólarnir yrðu stækkaðir. „Við börðumst við borgina með viljann að vopni. Við ráðum ekki við þetta ægivald. Þannig að eins og staðan er núna verðum við bara að halda áfram.“
Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent