Kapp kaupir bandarískt félag Árni Sæberg skrifar 10. desember 2024 13:33 Hluti starfsmanna Kapp og Kami Tech á Pier 90 í Seattle þar sem skrifstofa Kami Tech er staðsett. Kapp Kapp ehf. hefur keypt meirihlutann í bandaríska félaginu Kami Tech Inc. í Seattle. Kami Tech framleiðir vélar og búnað úr ryðfrýju stáli og áli fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og matvælafyrirtæki á svæðinu og þjónustar fyrirtæki á borð við American Seafoods, Trident Seafoods og Golden Alaska Seafoods sem eru allt sameiginlegir viðskiptavinir með Kapp. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að með kaupunum sé Kapp að að taka stórt skref í því að færa íslenskt hugvit og tækniþekkingu á fiskiðnaði á markað í Bandaríkjunum. Sækja fram á vesturströndinni Um sé að ræða stefnumarkandi kaup til frekari vaxtar Kapp á erlendum mörkuðum. Kami Tech sé staðsett á Pier 90 í Seattle þar sem stór fiskiskip fjölda útgerða leggjast að bryggju til að sækja sér viðhaldsþjónustu. Kaupin séu liður í aukinni sókn Kapp á vesturströnd Bandaríkjanna. Lausnir Kapps fyrir sjávarútvegsfyrirtæki inn á þennan markað séu krapavélar og kælivélar um borð í fiskiskip og í fiskvinnslur sem og RAF sprautusöltunarvélar, kælitankar, frystar og uppþýðingarbúnaður. „Aðferðir í sjávarútvegi Bandaríkjana er ekki jafn framsækinn og íslenski markaðurinn, segja má að hann sé um er 15-20 árum á eftir því sem gerist á Íslandi í dag þegar kemur að gæðamálum með hráefni og kælingu á því.“ Svar við aukinni eftirspurn Kapp sé því með þessu stefnumarkandi skrefi að bjóða sjávarútvegsfyrirtækjum í Ameríku uppá nýjustu tækni í kælingu á hráefni, nálgun sem notast sé við á þróuðustu mörkuðum í Evrópu. Kapp hafi undanfarin ár selt OptimICE® krapavélar sem framleiddar eru Íslandi til félaga í sjávarútvegi á vesturströnd Bandaríkjanna, Kanada og í Alaska. Kaup Kapps á KAMI Tech sé svar við aukinni eftirspurn markaðsins í Bandaríkjunum eftir stöðluðum kæli- og frystilausnum. Kapp er fjárhagslega sterkt og tilbúið í þessa vegferð en nýlega hafi Kapp einnig keypt allar eignir þrotabúsins Skagans 3X, sem auki vöruframboð samstæðunnar inn á markaðinn í N-Ameríku. Bjóða saman upp á víðtækari lausnir „Með því að sameina krafta KAPP ehf með Kami Tech erum við að auka getu okkar til að þjóna breiðari hópi viðskiptavina í Norður-Ameríku með nýstárlegum, end-to-end lausnum. Bæði fyrirtækin hafa með góðum árangri, byggt upp sterk viðskiptatengsl og afhent háþróaða tækni. Saman erum við að bjóða víðtækari lausnir fyrir markaðinn, byggt á sameiginlegum gildum okkar um að bjóða framúrskarandi þjónustu og vera ávallt í fararbroddi fyrir viðskipavini okkar,“ er haft eftir Frey Friðrikssyni, forstjóra Kapps. „Samruninn við Kapp er spennandi tækifæri til að bjóða viðskiptavinum í Norður-Ameríku upp á aukið úrval lausna sem sannarlega skera sig úr. Sameinuð sérfræðiþekking okkar og skuldbinding viðskiptavina mun knýja áfram vöxt og gera okkur kleift að takast á við fjölbreyttari þarfir. Fólk er kjarninn í fyrirtæki okkar, og með samræmdri menningu okkar, erum við vel í stakk búin til að móta farsæla framtíð saman,“ er haft eftir Tom Key, framkvæmdastjóra hjá Kami Tech Inc.. Kaup og sala fyrirtækja Sjávarútvegur Nýsköpun Tækni Bandaríkin Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að með kaupunum sé Kapp að að taka stórt skref í því að færa íslenskt hugvit og tækniþekkingu á fiskiðnaði á markað í Bandaríkjunum. Sækja fram á vesturströndinni Um sé að ræða stefnumarkandi kaup til frekari vaxtar Kapp á erlendum mörkuðum. Kami Tech sé staðsett á Pier 90 í Seattle þar sem stór fiskiskip fjölda útgerða leggjast að bryggju til að sækja sér viðhaldsþjónustu. Kaupin séu liður í aukinni sókn Kapp á vesturströnd Bandaríkjanna. Lausnir Kapps fyrir sjávarútvegsfyrirtæki inn á þennan markað séu krapavélar og kælivélar um borð í fiskiskip og í fiskvinnslur sem og RAF sprautusöltunarvélar, kælitankar, frystar og uppþýðingarbúnaður. „Aðferðir í sjávarútvegi Bandaríkjana er ekki jafn framsækinn og íslenski markaðurinn, segja má að hann sé um er 15-20 árum á eftir því sem gerist á Íslandi í dag þegar kemur að gæðamálum með hráefni og kælingu á því.“ Svar við aukinni eftirspurn Kapp sé því með þessu stefnumarkandi skrefi að bjóða sjávarútvegsfyrirtækjum í Ameríku uppá nýjustu tækni í kælingu á hráefni, nálgun sem notast sé við á þróuðustu mörkuðum í Evrópu. Kapp hafi undanfarin ár selt OptimICE® krapavélar sem framleiddar eru Íslandi til félaga í sjávarútvegi á vesturströnd Bandaríkjanna, Kanada og í Alaska. Kaup Kapps á KAMI Tech sé svar við aukinni eftirspurn markaðsins í Bandaríkjunum eftir stöðluðum kæli- og frystilausnum. Kapp er fjárhagslega sterkt og tilbúið í þessa vegferð en nýlega hafi Kapp einnig keypt allar eignir þrotabúsins Skagans 3X, sem auki vöruframboð samstæðunnar inn á markaðinn í N-Ameríku. Bjóða saman upp á víðtækari lausnir „Með því að sameina krafta KAPP ehf með Kami Tech erum við að auka getu okkar til að þjóna breiðari hópi viðskiptavina í Norður-Ameríku með nýstárlegum, end-to-end lausnum. Bæði fyrirtækin hafa með góðum árangri, byggt upp sterk viðskiptatengsl og afhent háþróaða tækni. Saman erum við að bjóða víðtækari lausnir fyrir markaðinn, byggt á sameiginlegum gildum okkar um að bjóða framúrskarandi þjónustu og vera ávallt í fararbroddi fyrir viðskipavini okkar,“ er haft eftir Frey Friðrikssyni, forstjóra Kapps. „Samruninn við Kapp er spennandi tækifæri til að bjóða viðskiptavinum í Norður-Ameríku upp á aukið úrval lausna sem sannarlega skera sig úr. Sameinuð sérfræðiþekking okkar og skuldbinding viðskiptavina mun knýja áfram vöxt og gera okkur kleift að takast á við fjölbreyttari þarfir. Fólk er kjarninn í fyrirtæki okkar, og með samræmdri menningu okkar, erum við vel í stakk búin til að móta farsæla framtíð saman,“ er haft eftir Tom Key, framkvæmdastjóra hjá Kami Tech Inc..
Kaup og sala fyrirtækja Sjávarútvegur Nýsköpun Tækni Bandaríkin Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira