Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 12:46 Mikaela Shiffrin birti myndir af miklum áverkum sem hún hlaut eftir fall í skíðabrekku. Getty/Instagram Skíðakonan Mikaela Shiffrin var flutt í burtu á sleða eftir afar slæmt fall í keppni í stórsvigi í Killington í Vermont í Bandaríkjunum í lok síðasta mánaðar. Hún hefur nú birt myndir og sagt frá áverkunum sem hún hlaut en hún fékk til að mynda gat á kviðinn. Þessi mikla skíðadrottning féll illa þegar hún freistaði þess að landa sínum hundraðasta heimsbikarmótssigri í Killington. Hún var í forystu eftir fyrri ferð og var með marklínuna í sjónmáli í seinni ferðinni þegar hún missti stjórnina, endastakkst og endaði úti í öryggisgrindverki. Þar lá hún kyrr í nokkurn tíma á meðan hugað var að henni, áður en hún var flutt í burtu á sjúkrahús og veifaði þá til áhorfenda, en í ljós kom að hún hafði meðal annars fengið gat á kviðinn eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Gat á kvið Shiffrin Dagurinn sem átti að marka mikil tímamót fyrir þessa sigursælustu skíðakonu í sögu heimsbikarmótaraðarinnar, með því að hún næði hundraðasta titlinum, breyttist því á örskotsstundu. Shiffrin hefur nú ásamt liðsfélögum sínum farið gaumgæfilega yfir það hvað olli því sérstaklega að hún fékk gat á kviðinn þegar slysið varð, með það í huga hvort að eitthvað þurfi að gera til að bæta öryggi keppenda. „Eftir að hafa skoðað myndband ítrekað þá teljum við að þetta hafi verið toppurinn á skíðastafnum mínum… miðað við stærð og lögun sársins og hvar það var. Kannski stakkst hann í mig og svo rúllaði ég yfir hann sem gæti hafa grafið upp þessa litlu holu. Erfitt að segja í raun og veru, en við erum glöð yfir því að þetta séu bara vöðvameiðsli,“ skrifaði Shiffrin í Instagram-færslu sem ætti að birtast hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Mikaela Shiffrin ⛷💨 (@mikaelashiffrin) „Eftir að hafa skoðað slysið betur þá er ég ótrúlega þakklát fyrir að ekki fór verr. Það munaði ansi litlu að þetta færi í líffæri og þá væri staðan allt önnur og verri,“ skrifaði Shiffrin. Skíðaíþróttir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
Þessi mikla skíðadrottning féll illa þegar hún freistaði þess að landa sínum hundraðasta heimsbikarmótssigri í Killington. Hún var í forystu eftir fyrri ferð og var með marklínuna í sjónmáli í seinni ferðinni þegar hún missti stjórnina, endastakkst og endaði úti í öryggisgrindverki. Þar lá hún kyrr í nokkurn tíma á meðan hugað var að henni, áður en hún var flutt í burtu á sjúkrahús og veifaði þá til áhorfenda, en í ljós kom að hún hafði meðal annars fengið gat á kviðinn eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Gat á kvið Shiffrin Dagurinn sem átti að marka mikil tímamót fyrir þessa sigursælustu skíðakonu í sögu heimsbikarmótaraðarinnar, með því að hún næði hundraðasta titlinum, breyttist því á örskotsstundu. Shiffrin hefur nú ásamt liðsfélögum sínum farið gaumgæfilega yfir það hvað olli því sérstaklega að hún fékk gat á kviðinn þegar slysið varð, með það í huga hvort að eitthvað þurfi að gera til að bæta öryggi keppenda. „Eftir að hafa skoðað myndband ítrekað þá teljum við að þetta hafi verið toppurinn á skíðastafnum mínum… miðað við stærð og lögun sársins og hvar það var. Kannski stakkst hann í mig og svo rúllaði ég yfir hann sem gæti hafa grafið upp þessa litlu holu. Erfitt að segja í raun og veru, en við erum glöð yfir því að þetta séu bara vöðvameiðsli,“ skrifaði Shiffrin í Instagram-færslu sem ætti að birtast hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Mikaela Shiffrin ⛷💨 (@mikaelashiffrin) „Eftir að hafa skoðað slysið betur þá er ég ótrúlega þakklát fyrir að ekki fór verr. Það munaði ansi litlu að þetta færi í líffæri og þá væri staðan allt önnur og verri,“ skrifaði Shiffrin.
Skíðaíþróttir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira