Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar 10. desember 2024 10:31 Alheimshreyfing Í dag, 10. desember 2024, fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í dag er jafnframt Alþjóðlegi mannréttindadagurinn, sem og lokadagur 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi á heimsvísu. Félagið hefur nú í heila öld aðstoðað fólk í neyð og aðstoðað íslenskt samfélag um land allt. Rauði krossinn á Íslandi er hluti af alheimshreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans og hefur stutt mannúðaraðgerðir og þróunarsamvinnuverkefni með reglubundnum hætti víða um heim frá 1974 og eru dæmi um slíkan stuðning allt frá 1945. Í alþjóðlegu samstarfi okkar undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á að stuðla að jafnrétti kynjanna og uppræta ofbeldi. Ein af hverjum þremur Kynbundið ofbeldi, sérstaklega gegn konum og stúlkum, er allt of algengt um allan heim. Að minnsta kosti ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur orðið fyrir ofbeldi af hendi maka, eða nauðgun af hendi annars en maka. Á tíu mínútna fresti er kona eða stúlka drepin af maka sínum eða öðrum fjölskyldumeðlimi. Rannsóknir sýna að kynbundið ofbeldi er algengt alls staðar og í öllum aðstæðum, en þær sýna einnig að þegar neyðarástand skapast eykst hættan á kynbundnu ofbeldi svo um munar. Þetta á bæði við á átakasvæðum og við náttúruhamfarir. Áhersla Rauða kross hreyfingarinnar í 16 daga átakinu í ár miðar að því að minna á þessa staðreynd og hvetja alla viðbragðsaðila – þar á meðal ríkisstjórnir - til að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, áður en því er beitt. Neyðarástand eykur kynbundið ofbeldi Ein tegund kynbundins ofbeldis sem vitað er að eykst í neyð er ofbeldi maka, oftast ofbeldi karla gegn konum. Missir, afkomuótti og óstöðugleiki ýta undir aukið heimilisofbeldi. Tíðni nauðgana eykst sömuleiðis. Þegar átök brjótast út er kynferðislegt ofbeldi því miður oft notað sem vopn, gegn öllum kynjum. Þegar fjölskyldur missa heimili sín er öryggi oft ábótavant, sérstaklega fyrir konur og stúlkur í nýjum búsetuúrræðum, þar sem þær þurfa oft að deila svefnstað og salernisaðstöðu með ókunnugum. Aukin fátækt veldur því að fjölskyldur verða líklegri til að gifta ungar dætur sínar og mansal og vændi eykst. „Ef það er fyrirsjáanlegt, er hægt að koma í veg fyrir það“ Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru starfrækt í flestöllum löndum í heiminum, eða í 191 landi. Öll landsfélög Rauða krossins starfa eftir sömu hugsjón og sömu grunngildum. Eitt af þeim verkefnum sem Rauði krossinn hefur sérhæft sig í um allan heim er neyðaraðstoð á átaka- og hamfarasvæðum. Nú vinnum við að því með samstarfsfélögum okkar víða um heim að tryggja að öll þjónusta hreyfingarinnar fyrir fólk í neyð sé hönnuð til að draga úr hættu á kynbundnu ofbeldi. Ýmsum aðgerðum er auðvelt að hrinda í framkvæmd. Flóttamannabúðir, móttökumiðstöðvar og önnur skýli fyrir fólk á vergangi, er hægt að hanna til að veita aukið öryggi, frekar en hið gangstæða. Til dæmis með því að hafa almenningssvæði og salerni upplýst og hafa lása á salernum og sturtum. Einnig með því að tryggja að allt starfsfólk og sjálfboðaliðar sem veitaneyðarþjónustu hafi hlotið þjálfun um kynbundið ofbeldi, hvernig megi koma í veg fyrir það og hvernig eigi að bregðast við ef slík tilfelli koma upp. Það mikilvægasta er þó að hlusta á fólkið sem á að aðstoða, veita því tækifæri til að ákvarða hvaða aðstoð það kjósi og hvernig það vilji að sú aðstoð sé veitt. Gefa fólki tækifæri til að veita endurgjöf og bæta síðan aðstoðina samkvæmt því. Skjót viðbrögð, skjót endurreisn – fyrir öll Til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi er nauðsynlegt að aðhafast áður en ofbeldið á sér stað og sníða alla neyðaraðstoð út frá þessum áhættuþætti. Þess vegna biðlum við til stjórnvalda og allra viðbragðsaðila nær og fjær, að tryggja að neyðaraðstoð sé veitt með viðeigandi hætti, og að allt starfsfólk hljóti viðeigandi þjálfun. Endurreisn samfélaga snýst ekki einungis um að endurbyggja heimili, heldur einnig um að tryggja skjólstæðingum okkar örugga framtíð. Þetta á ekki bara við um neyðarviðbrögð, heldur alls kyns aðgerðir og þjónustu hér heima og erlendis. Það er nauðsynlegt að fjárfesta enn frekar í fyrirbyggjandi aðgerðum. Kynbundið ofbeldi er fyrirsjáanlegt - þess vegna getum við stöðvað það. Höfundur er verkefnastjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Alheimshreyfing Í dag, 10. desember 2024, fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í dag er jafnframt Alþjóðlegi mannréttindadagurinn, sem og lokadagur 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi á heimsvísu. Félagið hefur nú í heila öld aðstoðað fólk í neyð og aðstoðað íslenskt samfélag um land allt. Rauði krossinn á Íslandi er hluti af alheimshreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans og hefur stutt mannúðaraðgerðir og þróunarsamvinnuverkefni með reglubundnum hætti víða um heim frá 1974 og eru dæmi um slíkan stuðning allt frá 1945. Í alþjóðlegu samstarfi okkar undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á að stuðla að jafnrétti kynjanna og uppræta ofbeldi. Ein af hverjum þremur Kynbundið ofbeldi, sérstaklega gegn konum og stúlkum, er allt of algengt um allan heim. Að minnsta kosti ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur orðið fyrir ofbeldi af hendi maka, eða nauðgun af hendi annars en maka. Á tíu mínútna fresti er kona eða stúlka drepin af maka sínum eða öðrum fjölskyldumeðlimi. Rannsóknir sýna að kynbundið ofbeldi er algengt alls staðar og í öllum aðstæðum, en þær sýna einnig að þegar neyðarástand skapast eykst hættan á kynbundnu ofbeldi svo um munar. Þetta á bæði við á átakasvæðum og við náttúruhamfarir. Áhersla Rauða kross hreyfingarinnar í 16 daga átakinu í ár miðar að því að minna á þessa staðreynd og hvetja alla viðbragðsaðila – þar á meðal ríkisstjórnir - til að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, áður en því er beitt. Neyðarástand eykur kynbundið ofbeldi Ein tegund kynbundins ofbeldis sem vitað er að eykst í neyð er ofbeldi maka, oftast ofbeldi karla gegn konum. Missir, afkomuótti og óstöðugleiki ýta undir aukið heimilisofbeldi. Tíðni nauðgana eykst sömuleiðis. Þegar átök brjótast út er kynferðislegt ofbeldi því miður oft notað sem vopn, gegn öllum kynjum. Þegar fjölskyldur missa heimili sín er öryggi oft ábótavant, sérstaklega fyrir konur og stúlkur í nýjum búsetuúrræðum, þar sem þær þurfa oft að deila svefnstað og salernisaðstöðu með ókunnugum. Aukin fátækt veldur því að fjölskyldur verða líklegri til að gifta ungar dætur sínar og mansal og vændi eykst. „Ef það er fyrirsjáanlegt, er hægt að koma í veg fyrir það“ Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru starfrækt í flestöllum löndum í heiminum, eða í 191 landi. Öll landsfélög Rauða krossins starfa eftir sömu hugsjón og sömu grunngildum. Eitt af þeim verkefnum sem Rauði krossinn hefur sérhæft sig í um allan heim er neyðaraðstoð á átaka- og hamfarasvæðum. Nú vinnum við að því með samstarfsfélögum okkar víða um heim að tryggja að öll þjónusta hreyfingarinnar fyrir fólk í neyð sé hönnuð til að draga úr hættu á kynbundnu ofbeldi. Ýmsum aðgerðum er auðvelt að hrinda í framkvæmd. Flóttamannabúðir, móttökumiðstöðvar og önnur skýli fyrir fólk á vergangi, er hægt að hanna til að veita aukið öryggi, frekar en hið gangstæða. Til dæmis með því að hafa almenningssvæði og salerni upplýst og hafa lása á salernum og sturtum. Einnig með því að tryggja að allt starfsfólk og sjálfboðaliðar sem veitaneyðarþjónustu hafi hlotið þjálfun um kynbundið ofbeldi, hvernig megi koma í veg fyrir það og hvernig eigi að bregðast við ef slík tilfelli koma upp. Það mikilvægasta er þó að hlusta á fólkið sem á að aðstoða, veita því tækifæri til að ákvarða hvaða aðstoð það kjósi og hvernig það vilji að sú aðstoð sé veitt. Gefa fólki tækifæri til að veita endurgjöf og bæta síðan aðstoðina samkvæmt því. Skjót viðbrögð, skjót endurreisn – fyrir öll Til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi er nauðsynlegt að aðhafast áður en ofbeldið á sér stað og sníða alla neyðaraðstoð út frá þessum áhættuþætti. Þess vegna biðlum við til stjórnvalda og allra viðbragðsaðila nær og fjær, að tryggja að neyðaraðstoð sé veitt með viðeigandi hætti, og að allt starfsfólk hljóti viðeigandi þjálfun. Endurreisn samfélaga snýst ekki einungis um að endurbyggja heimili, heldur einnig um að tryggja skjólstæðingum okkar örugga framtíð. Þetta á ekki bara við um neyðarviðbrögð, heldur alls kyns aðgerðir og þjónustu hér heima og erlendis. Það er nauðsynlegt að fjárfesta enn frekar í fyrirbyggjandi aðgerðum. Kynbundið ofbeldi er fyrirsjáanlegt - þess vegna getum við stöðvað það. Höfundur er verkefnastjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun