Óttaðist um líf sitt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 22:36 Hafdís Bára, sem býr í nágrenni við Vopnafjörð, segir kerfið hafa brugðist sér. facebook/vísir/vilhlem Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. Hafdís Bára Óskarsdóttir steig fram í viðtali Kastljóss á Rúv í kvöld. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald 19. október, þremur dögum eftir umrædda árás sem átti sér stað á sveitabæ rétt utan við Vopnafjörð, þar sem Hafdís Bára sinnir hestamennsku, en hún er einnig iðjuþjálfi. Í umfjöllun um úrskurðinn kom fram að maðurinn væri grunaður um að hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri og að árásin hafi reynst alvarlegri en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ segir Hafdís Bára í viðtali við Kastljós þar sem hún lýsir atburðunum. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt; já ég ætla að drepa þig.“ Hafdís lýsir því að eftir að sambandi þeirra lauk hafi maðurinn tekið á leigu hús í næsta nágrenni fylgst með öllum hennar ferðum. Þann 13. október síðastliðinn hafi maðurinn komið óboðinn inn á heimili hennar og ráðist að henni. Barnavernd hafi óskað eftir nálgunarbanni fyrir Hafdísi og börnin en því verið hafnað. Þremur dögum síðar, þann 16. október, veittist maðurinn gegn henni með lífshættulegum aðferðum, líkt og lýst er í fyrrgreindum gæsluvarðhaldsúrskurði. Hafdís Bára lýsir því að maðurinn hafi komið að henni í skemmu við heimilið, óhugnanlega rólegur, þar til hann hafi látið til skarar skríða. Hann hafi reynt að stinga hana í kviðinn með járnkarli og notað hann svo til að herða að hálsi hennar. Hafdís lá á sjúkrahúsinu á Akureyri í nokkra daga með margs konar áverka. Hún kveðst þakklát þessum þjónustuaðilum en telur réttarkerfið hafa brugðist henni. „Það eru kannski til fullt af úrræðum en það eru ekki til neinar lausnir við þessum vanda.“ Eins og áður segir liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum, en núgildandi úrskurður rennur út miðvikudaginn næsta. Umfjöllun Kastljóss. Vopnafjörður Lögreglumál Heimilisofbeldi Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hafdís Bára Óskarsdóttir steig fram í viðtali Kastljóss á Rúv í kvöld. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald 19. október, þremur dögum eftir umrædda árás sem átti sér stað á sveitabæ rétt utan við Vopnafjörð, þar sem Hafdís Bára sinnir hestamennsku, en hún er einnig iðjuþjálfi. Í umfjöllun um úrskurðinn kom fram að maðurinn væri grunaður um að hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri og að árásin hafi reynst alvarlegri en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ segir Hafdís Bára í viðtali við Kastljós þar sem hún lýsir atburðunum. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt; já ég ætla að drepa þig.“ Hafdís lýsir því að eftir að sambandi þeirra lauk hafi maðurinn tekið á leigu hús í næsta nágrenni fylgst með öllum hennar ferðum. Þann 13. október síðastliðinn hafi maðurinn komið óboðinn inn á heimili hennar og ráðist að henni. Barnavernd hafi óskað eftir nálgunarbanni fyrir Hafdísi og börnin en því verið hafnað. Þremur dögum síðar, þann 16. október, veittist maðurinn gegn henni með lífshættulegum aðferðum, líkt og lýst er í fyrrgreindum gæsluvarðhaldsúrskurði. Hafdís Bára lýsir því að maðurinn hafi komið að henni í skemmu við heimilið, óhugnanlega rólegur, þar til hann hafi látið til skarar skríða. Hann hafi reynt að stinga hana í kviðinn með járnkarli og notað hann svo til að herða að hálsi hennar. Hafdís lá á sjúkrahúsinu á Akureyri í nokkra daga með margs konar áverka. Hún kveðst þakklát þessum þjónustuaðilum en telur réttarkerfið hafa brugðist henni. „Það eru kannski til fullt af úrræðum en það eru ekki til neinar lausnir við þessum vanda.“ Eins og áður segir liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum, en núgildandi úrskurður rennur út miðvikudaginn næsta. Umfjöllun Kastljóss.
Vopnafjörður Lögreglumál Heimilisofbeldi Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira