Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. desember 2024 14:06 Jón Bjarnason, organisti í Skálholti, sem vonast til að söfnunin gangi vel þannig að það verði hægt að taka söfnunarflygilinn í notkun á Sumartónleikunum í Skálholti næsta sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Söfnun er nú hafin á flygli í Skálholtsdómkirkju en þar hefur aldrei verið til píanó, eingöngu orgeli, sem þykir mjög sérstakt í einu flottasta tónlistarhúsi landsins. Nýr flygill kostar um 20 milljónir króna. Skálholtsdómkirkja er mjög vinsæll tónlistarstaður enda haldnir fjölmargir tónleikar þar á hverju ári og ekki síst núna í jólamánuðinum þar sem fjölbreytt jólatónlist er í boði. Gott orgel er í kirkjunni en þar hefur aldrei verið píanó og því er hafin söfnun fyrir flygli í kirkjuna, Steinway flygil, sem kostar um 20 milljónir króna. Nú þegar hafa safnast um 6 milljónir. Jón Bjarnason er organisti í Skálholtskirkju en hann fer fyrir heilmiklum jólatónleikum í kirkjunni miðvikudagskvöldið 11. desember þar sem allir ágóði kvöldsins rennur í flygilsjóðinn. „Þetta verða alveg glæsilegir kórtónleikar þar sem við verðum með Vörðukórinn, Skálholtskórinn að sjálfsögðu, heimakórinn, Hruna- og hrepphólakórana og Stóra Núps og Ólafsvallakórinn. Þeir koma allir saman og syngja vegna þess að allir þessir vilja fá flygil í kirkjuna,” segir Jón. Aldrei hefur verið til píanó í Skálholtsdómkirkju en nú á að bæta úr því með að kaupa flygil í kirkjuna, sem mun kosta um 20 milljónir króna. Sérstök söfnun er í gangi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón segir að vegna fjölbreytts tónleikahalds í Skálholtskirkju sé nauðsynlegt að fá flygil í kirkjuna, orgelið dugi ekki eitt og sér þó að það sé mjög gott. „Núna er bara svo mikið um tónleika hérna að það verður að fá meiri fjölbreytni þó að orgelið sé vissulega aðalhljóðfærið, þá er flygil nauðsynlegur þegar menn eru að flytja svona tónlist og svo eru líkar margir sálmar farnir að kalla á flygil,” segir Jón. En ef allt gengur upp, hvenær sérðu fyrir þér að þetta gæti orðið að veruleika að nýi flygilinn kæmi ef það safnast peningar? „Draumurinn er að þetta yrði að veruleika á næsta ári, sem er stórafmælisár Sumartónleikanna í Skálholti,” segir Jón organisti um leið og hann hvetur fólk til að leggja söfnuninni lið. Hægt er að leggja verkefninu lið með því að gefa í flygilsjóð kirkjunnar; 0133-15-001647 á kennitölu 610172-0169. Heimasíða Skálholts Styrktartónleikar vegna flygilsins verða haldnir í Skálholti miðvikudagskvöldið 11. desember klukkan 20:00. Um jólatónleika er að ræða þar sem fjórir kórar úr uppsveitum Árnessýslu sameina krafta sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Skálholtsdómkirkja er mjög vinsæll tónlistarstaður enda haldnir fjölmargir tónleikar þar á hverju ári og ekki síst núna í jólamánuðinum þar sem fjölbreytt jólatónlist er í boði. Gott orgel er í kirkjunni en þar hefur aldrei verið píanó og því er hafin söfnun fyrir flygli í kirkjuna, Steinway flygil, sem kostar um 20 milljónir króna. Nú þegar hafa safnast um 6 milljónir. Jón Bjarnason er organisti í Skálholtskirkju en hann fer fyrir heilmiklum jólatónleikum í kirkjunni miðvikudagskvöldið 11. desember þar sem allir ágóði kvöldsins rennur í flygilsjóðinn. „Þetta verða alveg glæsilegir kórtónleikar þar sem við verðum með Vörðukórinn, Skálholtskórinn að sjálfsögðu, heimakórinn, Hruna- og hrepphólakórana og Stóra Núps og Ólafsvallakórinn. Þeir koma allir saman og syngja vegna þess að allir þessir vilja fá flygil í kirkjuna,” segir Jón. Aldrei hefur verið til píanó í Skálholtsdómkirkju en nú á að bæta úr því með að kaupa flygil í kirkjuna, sem mun kosta um 20 milljónir króna. Sérstök söfnun er í gangi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón segir að vegna fjölbreytts tónleikahalds í Skálholtskirkju sé nauðsynlegt að fá flygil í kirkjuna, orgelið dugi ekki eitt og sér þó að það sé mjög gott. „Núna er bara svo mikið um tónleika hérna að það verður að fá meiri fjölbreytni þó að orgelið sé vissulega aðalhljóðfærið, þá er flygil nauðsynlegur þegar menn eru að flytja svona tónlist og svo eru líkar margir sálmar farnir að kalla á flygil,” segir Jón. En ef allt gengur upp, hvenær sérðu fyrir þér að þetta gæti orðið að veruleika að nýi flygilinn kæmi ef það safnast peningar? „Draumurinn er að þetta yrði að veruleika á næsta ári, sem er stórafmælisár Sumartónleikanna í Skálholti,” segir Jón organisti um leið og hann hvetur fólk til að leggja söfnuninni lið. Hægt er að leggja verkefninu lið með því að gefa í flygilsjóð kirkjunnar; 0133-15-001647 á kennitölu 610172-0169. Heimasíða Skálholts Styrktartónleikar vegna flygilsins verða haldnir í Skálholti miðvikudagskvöldið 11. desember klukkan 20:00. Um jólatónleika er að ræða þar sem fjórir kórar úr uppsveitum Árnessýslu sameina krafta sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira