Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. desember 2024 10:52 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu. AP Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, var ákærður um embættismissi eftir að hafa lýst yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. Í stuttri ræðu í morgun baðst forsetinn afsökunar á þessari ákvörðun sinni. Til að ákæran komist í gegnum þingið þarf tvö hundruð atkvæði eða tvo þriðju þingsins. Stjórnarandstaðan þarf því átta atkvæði frá stjórnarflokknum. Allir nema þrír þingmenn stjórnarflokkins PPP yfirgáfu þingsalinn. Þingmaðurinn Ahn Cheol-soo var eini þingmaður stjórnarflokksins sem eftir sat og bættist svo Kim Ye-ji við. Þingmaðurinn Kim Sang-wook snéri aftur þegar atkvæðagreiðslan var hafin. Kim Sang-woo sagðist hafa kosið gegn ákærunni, líkt og stefna flokksins hans er. Hann telji það mikilvægt að greiða atkvæði. 105 þingmenn PPP yfirgáfu þingsalinn án þess að snúa aftur. Þingmennirnir hafa til klukkan 00:48 á staðartíma til að greiða atkvæði eða tólf mínútur í fjögur á íslenskum tíma. Eftir að atkvæðagreiðslan hófst bað talsmaður ákærunnar þingmennina sem yfirgáfu salinn að snúa aftur. „Eru þið ekki hrædd um að vera dæmd af sögunni, af fólkinu, af heiminum?“ sagði hann. Stjórnarandstaðan getur næst greitt atkvæði um ákæruna 11. desember. „Handtakið Yoon Suk Yeol“ Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghúsið og vilja flestir afsögn forsetans. Mik Fréttamaður BBC sem staddur er í höfuðborginni sagði að mótmælendur hefðu kallað á þingmennina sem gengu út. „Farið inn og greiðið atkvæði,“ sögðu þeir. Þá voru þingmennirnir einnig kallaðir svikarar og bleyður. Mótmælendurnir kölluðu einnig eftir því að handataka ætti Yoon Suk Yeol. „Frelsi lýðræðisins er að molna út af einum manni,“ sagði Choi Eun-chong, einn mótmælendanna. Þingmönnunum þremur sem snéru aftur inn í þingsalinn var fagnað ákaft. Vissu mótmælendur ekki að Kim Sang-wook kaus gegn ákærunni. Suður-Kórea Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, var ákærður um embættismissi eftir að hafa lýst yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. Í stuttri ræðu í morgun baðst forsetinn afsökunar á þessari ákvörðun sinni. Til að ákæran komist í gegnum þingið þarf tvö hundruð atkvæði eða tvo þriðju þingsins. Stjórnarandstaðan þarf því átta atkvæði frá stjórnarflokknum. Allir nema þrír þingmenn stjórnarflokkins PPP yfirgáfu þingsalinn. Þingmaðurinn Ahn Cheol-soo var eini þingmaður stjórnarflokksins sem eftir sat og bættist svo Kim Ye-ji við. Þingmaðurinn Kim Sang-wook snéri aftur þegar atkvæðagreiðslan var hafin. Kim Sang-woo sagðist hafa kosið gegn ákærunni, líkt og stefna flokksins hans er. Hann telji það mikilvægt að greiða atkvæði. 105 þingmenn PPP yfirgáfu þingsalinn án þess að snúa aftur. Þingmennirnir hafa til klukkan 00:48 á staðartíma til að greiða atkvæði eða tólf mínútur í fjögur á íslenskum tíma. Eftir að atkvæðagreiðslan hófst bað talsmaður ákærunnar þingmennina sem yfirgáfu salinn að snúa aftur. „Eru þið ekki hrædd um að vera dæmd af sögunni, af fólkinu, af heiminum?“ sagði hann. Stjórnarandstaðan getur næst greitt atkvæði um ákæruna 11. desember. „Handtakið Yoon Suk Yeol“ Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghúsið og vilja flestir afsögn forsetans. Mik Fréttamaður BBC sem staddur er í höfuðborginni sagði að mótmælendur hefðu kallað á þingmennina sem gengu út. „Farið inn og greiðið atkvæði,“ sögðu þeir. Þá voru þingmennirnir einnig kallaðir svikarar og bleyður. Mótmælendurnir kölluðu einnig eftir því að handataka ætti Yoon Suk Yeol. „Frelsi lýðræðisins er að molna út af einum manni,“ sagði Choi Eun-chong, einn mótmælendanna. Þingmönnunum þremur sem snéru aftur inn í þingsalinn var fagnað ákaft. Vissu mótmælendur ekki að Kim Sang-wook kaus gegn ákærunni.
Suður-Kórea Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira