Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. desember 2024 23:41 TikTok hefur notið gífurlega vinsælda víðast hvar. Getty/Asanka Ratnayake TikTok hefur tapað dómsmáli sínu í Bandaríkjunum varðandi lög sem voru sett til að loka miðlinum vestanhafs. Stefnir því allt í að lokað verður fyrir miðilinn í Bandaríkjunum og virðist fátt geta komið í veg fyrir það. Fréttastofa BBC greinir frá. ins og greint hefur verið frá skrifaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, undir lög á þessu ári sem snúast um það að verði TikTok ekki selt af kínverskum eigendum þess fyrir 19. janúar næstkomandi, verði samfélagsmiðillinn bannaður í Bandaríkjunum. Frumvarpið flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings með miklum stuðningi frá þingmönnum beggja flokka. TikTok, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance, kærði lögin á sínum tíma. TikTok hélt því fram að það að loka fyrir miðilinn í landinu myndi hamla tjáningarfrelsi Bandaríkjamanna. Dómurinn féllst ekki á það og sagði lögin vera góð og gild og því standa. 170 milljón manns nota TikTok í Bandaríkjunum. TikTok segir þetta þó ekki vera endastöð fyrir miðilinn og ætla forsvarsmenn samfélagsmiðilsins að halda áfram að leita leiða til að koma í veg fyrir að lokað verði fyrir miðilinn. Talsmaður TikTok sagði í yfirlýsingu að þau hygðust áfrýja málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Einnig er vonast til þess að kjör Donald Trump í forsetaembættið muni koma til með að bjarga veru miðilsins í Bandaríkjunum. Prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum telur ólíklegt að Hæstiréttur taki málið fyrir. Trump reyndi á sínum tíma að banna TikTok árið 2020 án árangurs en tók fram í kosningabaráttunni í ár að hann myndi ekki leyfa banninu gegn miðlinum að taka gildi. Trump verður settur í embætti 20. janúar, einum degi eftir að TikTok á að vera lokað að því gefnu að ekki verður búið að selja hlut kínverskra fjárfesta í fyrirtækinu fyrir það. TikTok Bandaríkin Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. ins og greint hefur verið frá skrifaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, undir lög á þessu ári sem snúast um það að verði TikTok ekki selt af kínverskum eigendum þess fyrir 19. janúar næstkomandi, verði samfélagsmiðillinn bannaður í Bandaríkjunum. Frumvarpið flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings með miklum stuðningi frá þingmönnum beggja flokka. TikTok, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance, kærði lögin á sínum tíma. TikTok hélt því fram að það að loka fyrir miðilinn í landinu myndi hamla tjáningarfrelsi Bandaríkjamanna. Dómurinn féllst ekki á það og sagði lögin vera góð og gild og því standa. 170 milljón manns nota TikTok í Bandaríkjunum. TikTok segir þetta þó ekki vera endastöð fyrir miðilinn og ætla forsvarsmenn samfélagsmiðilsins að halda áfram að leita leiða til að koma í veg fyrir að lokað verði fyrir miðilinn. Talsmaður TikTok sagði í yfirlýsingu að þau hygðust áfrýja málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Einnig er vonast til þess að kjör Donald Trump í forsetaembættið muni koma til með að bjarga veru miðilsins í Bandaríkjunum. Prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum telur ólíklegt að Hæstiréttur taki málið fyrir. Trump reyndi á sínum tíma að banna TikTok árið 2020 án árangurs en tók fram í kosningabaráttunni í ár að hann myndi ekki leyfa banninu gegn miðlinum að taka gildi. Trump verður settur í embætti 20. janúar, einum degi eftir að TikTok á að vera lokað að því gefnu að ekki verður búið að selja hlut kínverskra fjárfesta í fyrirtækinu fyrir það.
TikTok Bandaríkin Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira