Aðild Íslands þýðir orð við ákvarðanir í Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar 7. desember 2024 07:03 Það er eitt augljóst að ef Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Þá fær það ekki sæti að ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins. Það er mjög einfalt. Það er því fáránlegt að sjá andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi fullyrða að þó svo að Íslandi verði aðili að Evrópusambandinu, þá muni það ekki hafa nein áhrif. Slíkar fullyrðingar eru og hafa alltaf verið tóm lygi og ekki byggð á neinum raunveruleika. Allt það fólk sem starfar í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er tilnefnt að ríkisstjórnum sinna aðildarríkja. Núna eru 27 einstaklingar í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, það er einn einstaklingur á aðildarríki. Þeir sinna mismunandi málaflokkum. Hægt er að sjá skipun þeirra hérna (Wikipedia) ásamt hvaða málaflokki sem viðkomandi sinnir. Það er ekki nóg að aðildarríki þurfi að tilnefna. Heldur þarf Evrópuþingið að staðfesta þessa tilnefningu og getur hafnað henni eftir ferlið á Evrópuþinginu. Evrópuþingið er kosið í beinni kosningu og starfar eftir flokkakerfi, ekki eftir því hvaða ríki viðkomandi kemur frá. Allt tal um hversu fáa Evrópuþingmenn Ísland yrði með eru því marklausar með öllu. Eins og annar málflutningur andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Ráðherraráð Evrópusambandsins er sett saman af ráðherrum aðildarríkja Evrópusambandsins eftir málaflokkum. Það er stöðugt lyga herferð um Evrópusambandið á Íslandi og þessi lyga herferð hefur skekkt og búið til gervi mynd af Evrópusambandinu á Íslandi. Mynd sem er ekki í samræmi við neinn raunveruleika og það er allur tilgangurinn. Þessi skakka mynd af Evrópusambandinu hefur haldið andstöðu við Evrópusambandið í gangi á Íslandi í marga áratugi. Það er eitt sem andstæðingar Evrópusambandsins vilja. Það er að viðhalda háum vöxtum á Íslandi, verðtryggingu og stöðugri rýrnun íslensku krónunnar. Ásamt stöðugt hækkandi matvælaverði á Íslandi og tilraunum til þess að koma á einokun á matvörumarkaði á Íslandi. Það er einokun á mjólkur vöru markaði samkvæmt lögum. Slíkt er stranglega bannað innan Evrópusambandsins og er ekki í samræmi við samninga kafla (EU enlargement / Yfirlit um aðildarferlið á ensku) Evrópusambandsins fyrir þau ríki sem ætla sér að ganga í Evrópusambandið. Staðreyndin er að Evrópusambandið er mjög lýðræðislegt og hefur staðið í vegi fyrir og komið í veg fyrir að nokkur ríki sem eru aðildar að Evrópusambandinu falli undir krumlu alræðis stjórnvalda og þess ofbeldis sem þau beita gegn borgurum sínum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu, ásamt því að gera efnahagsmál á Íslandi stöðugri. Mundi laga stjórnsýsluna á Íslandi til muna og bæta gæði og kröfur til lagasetninga á Alþingi. Hvað varðar ákvarðanir í Evrópusambandinu. Þá skiptir máli hvort að Ráðherraráð Evrópusambandsins sé að taka ákvörðun eða hvort að Evrópuþingið sé að taka ákvörðun. Það sem er oftast reynt í Ráðherraráði Evrópusambandsins er að ná samþykki allra fyrir hvaða því málefni sem þarf samþykki, stundum er einfaldur eða aukinn meirihluti notaður en það fer algjörlega eftir því hvaða mál er til umfjöllunar. Evrópuþingið samþykkir mál með einföldum meirihluta í langflestum tilfellum, þar sem ekki er hægt að ná fram samþykki allra og ekki er reiknað með því. Lagasetning og ákvarðanir innan Evrópusambandsins eru mjög flóknar, enda eru til umfjöllunar lög og reglur sem hafa áhrif á líf rúmlega 453 milljón manna. Staðreyndin er einnig að Íslendingar hafa lifað með og verið með lög Evrópusambandsins að rúmlega 80% síðan árið 1994. Það eina sem vantar eru lög um landbúnað, sjávarútveg og síðan lög um evruna. Íslendingar hafa einnig verið með undanþágu frá árinu 1994 í EES samningum sem takmarkar eignarhald útlendinga á sjávarútvegsfyrirtækjum við rúmlega 49%. Þannig að þeir geta aldrei átt meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi. Á sama tíma hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki verið upptekin við að kaupa upp sjávarútveg í ríkjum Evrópusambandsins síðustu áratugi. Án þess að hvorki Evrópusambandið eða viðkomandi ríki geri athugasemdir við það, svo lengi sem það raski ekki samkeppnismarkaði í þessum ríkjum eða samkeppni í Evrópusambandinu. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið efnahagsleg hörmung og það er enginn endir á því ferli hjá Bretum. Útflutningur er í stórfelldum vandræðum. Enda var augljóst að fullyrðingar andstæðinga Evrópu andstæðinga í Bretlandi og Íslandi voru ekki í samræmi við neinn raunveruleika. Það má einnig nefna það að landsbyggðin á Íslandi mundi njóta góðs af aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þar sem ýmsir sjóðir styrkja við búsetu og viðhald á innviðum í dreifðari byggðum Íslandi um leið og Ísland yrði aðildarríki. Þetta mundi byrja á samninga stiginu og halda síðan áfram eftir það. Hvernig það yrði framkvæmt væri alltaf byggt á ákvörðunum ríkisstjórnar Íslands á hverjum tíma fyrir sig. Í dag eins og aðra daga. Þá er ekkert að marka andstæðinga Evrópusambandsins og það er ekkert að fara að breytast. Andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi eru andstæðingar framfara á Íslandi og hafa alltaf verið það. Þessi grein er svar við rangfærslu grein sem Hjörtur J. Guðmundsson skrifar. Enda skrifar hann ekkert nema rangfærslu greinar um Evrópusambandið. Þetta er það sem andstæðingar Evrópusambandsins hafa verið að gera á Íslandi í mjög langan tíma. Höfundur er borgaralegur vísindamaður og vill að Ísland verði aðildarríki að Evrópusambandinu sem fyrst. Búsettur í Danmörku og Evrópusambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er eitt augljóst að ef Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Þá fær það ekki sæti að ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins. Það er mjög einfalt. Það er því fáránlegt að sjá andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi fullyrða að þó svo að Íslandi verði aðili að Evrópusambandinu, þá muni það ekki hafa nein áhrif. Slíkar fullyrðingar eru og hafa alltaf verið tóm lygi og ekki byggð á neinum raunveruleika. Allt það fólk sem starfar í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er tilnefnt að ríkisstjórnum sinna aðildarríkja. Núna eru 27 einstaklingar í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, það er einn einstaklingur á aðildarríki. Þeir sinna mismunandi málaflokkum. Hægt er að sjá skipun þeirra hérna (Wikipedia) ásamt hvaða málaflokki sem viðkomandi sinnir. Það er ekki nóg að aðildarríki þurfi að tilnefna. Heldur þarf Evrópuþingið að staðfesta þessa tilnefningu og getur hafnað henni eftir ferlið á Evrópuþinginu. Evrópuþingið er kosið í beinni kosningu og starfar eftir flokkakerfi, ekki eftir því hvaða ríki viðkomandi kemur frá. Allt tal um hversu fáa Evrópuþingmenn Ísland yrði með eru því marklausar með öllu. Eins og annar málflutningur andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Ráðherraráð Evrópusambandsins er sett saman af ráðherrum aðildarríkja Evrópusambandsins eftir málaflokkum. Það er stöðugt lyga herferð um Evrópusambandið á Íslandi og þessi lyga herferð hefur skekkt og búið til gervi mynd af Evrópusambandinu á Íslandi. Mynd sem er ekki í samræmi við neinn raunveruleika og það er allur tilgangurinn. Þessi skakka mynd af Evrópusambandinu hefur haldið andstöðu við Evrópusambandið í gangi á Íslandi í marga áratugi. Það er eitt sem andstæðingar Evrópusambandsins vilja. Það er að viðhalda háum vöxtum á Íslandi, verðtryggingu og stöðugri rýrnun íslensku krónunnar. Ásamt stöðugt hækkandi matvælaverði á Íslandi og tilraunum til þess að koma á einokun á matvörumarkaði á Íslandi. Það er einokun á mjólkur vöru markaði samkvæmt lögum. Slíkt er stranglega bannað innan Evrópusambandsins og er ekki í samræmi við samninga kafla (EU enlargement / Yfirlit um aðildarferlið á ensku) Evrópusambandsins fyrir þau ríki sem ætla sér að ganga í Evrópusambandið. Staðreyndin er að Evrópusambandið er mjög lýðræðislegt og hefur staðið í vegi fyrir og komið í veg fyrir að nokkur ríki sem eru aðildar að Evrópusambandinu falli undir krumlu alræðis stjórnvalda og þess ofbeldis sem þau beita gegn borgurum sínum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu, ásamt því að gera efnahagsmál á Íslandi stöðugri. Mundi laga stjórnsýsluna á Íslandi til muna og bæta gæði og kröfur til lagasetninga á Alþingi. Hvað varðar ákvarðanir í Evrópusambandinu. Þá skiptir máli hvort að Ráðherraráð Evrópusambandsins sé að taka ákvörðun eða hvort að Evrópuþingið sé að taka ákvörðun. Það sem er oftast reynt í Ráðherraráði Evrópusambandsins er að ná samþykki allra fyrir hvaða því málefni sem þarf samþykki, stundum er einfaldur eða aukinn meirihluti notaður en það fer algjörlega eftir því hvaða mál er til umfjöllunar. Evrópuþingið samþykkir mál með einföldum meirihluta í langflestum tilfellum, þar sem ekki er hægt að ná fram samþykki allra og ekki er reiknað með því. Lagasetning og ákvarðanir innan Evrópusambandsins eru mjög flóknar, enda eru til umfjöllunar lög og reglur sem hafa áhrif á líf rúmlega 453 milljón manna. Staðreyndin er einnig að Íslendingar hafa lifað með og verið með lög Evrópusambandsins að rúmlega 80% síðan árið 1994. Það eina sem vantar eru lög um landbúnað, sjávarútveg og síðan lög um evruna. Íslendingar hafa einnig verið með undanþágu frá árinu 1994 í EES samningum sem takmarkar eignarhald útlendinga á sjávarútvegsfyrirtækjum við rúmlega 49%. Þannig að þeir geta aldrei átt meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi. Á sama tíma hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki verið upptekin við að kaupa upp sjávarútveg í ríkjum Evrópusambandsins síðustu áratugi. Án þess að hvorki Evrópusambandið eða viðkomandi ríki geri athugasemdir við það, svo lengi sem það raski ekki samkeppnismarkaði í þessum ríkjum eða samkeppni í Evrópusambandinu. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið efnahagsleg hörmung og það er enginn endir á því ferli hjá Bretum. Útflutningur er í stórfelldum vandræðum. Enda var augljóst að fullyrðingar andstæðinga Evrópu andstæðinga í Bretlandi og Íslandi voru ekki í samræmi við neinn raunveruleika. Það má einnig nefna það að landsbyggðin á Íslandi mundi njóta góðs af aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þar sem ýmsir sjóðir styrkja við búsetu og viðhald á innviðum í dreifðari byggðum Íslandi um leið og Ísland yrði aðildarríki. Þetta mundi byrja á samninga stiginu og halda síðan áfram eftir það. Hvernig það yrði framkvæmt væri alltaf byggt á ákvörðunum ríkisstjórnar Íslands á hverjum tíma fyrir sig. Í dag eins og aðra daga. Þá er ekkert að marka andstæðinga Evrópusambandsins og það er ekkert að fara að breytast. Andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi eru andstæðingar framfara á Íslandi og hafa alltaf verið það. Þessi grein er svar við rangfærslu grein sem Hjörtur J. Guðmundsson skrifar. Enda skrifar hann ekkert nema rangfærslu greinar um Evrópusambandið. Þetta er það sem andstæðingar Evrópusambandsins hafa verið að gera á Íslandi í mjög langan tíma. Höfundur er borgaralegur vísindamaður og vill að Ísland verði aðildarríki að Evrópusambandinu sem fyrst. Búsettur í Danmörku og Evrópusambandinu.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar