Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Lovísa Arnardóttir skrifar 5. desember 2024 19:22 Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra. Vísir/Vilhelm Landsréttur sneri í dag við ákvörðun héraðsdóms og dæmdi tvo karlmenn, Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson og Bessa Karlsson, til þriggja ára fangelsis fyrir að nauðga 18 ára stúlku. Mennirnir eru báðir um tíu árum eldri en stúlkan. Nauðgunin átti sér stað á heimili Ásbjörns. Í dómi kemur fram að annar mannanna hafi haldið höndum stúlkunnar föstum, rifið endurtekið í hár hennar, tekið hana hálstaki og slegið hana nokkrum sinnum í andlitið. Þá hafi mennirnir báðir skipst á að setja fingur og getnaðarlimi sína inn í munn hennar og þvingað hana til að hafa við þá munnmök. Á meðan þessu stóð þukluðu þeir á brjóstum hennar innanklæða og brjóstum hennar utanklæða og þvinguðu hana til að taka kókaín með þeim afleiðingum að stúlkan hlaut þreifieymsli í hársverði og yfir vöðvum á hálsi beggja vegna og marbletti á vinstri upphandlegg. Sögðu stúlkuna hafa verið í uppnámi Stúlkan leitaði á Neyðarmóttöku Landspítalans um leið og hún fór af heimili mannsins og voru mennirnir handteknir sama daga. Eftir það var rætt við tvö vitni á vettvangi sem höfðu farið af heimili mannsins í um hálftíma. Þær sögðu við lögreglumann eftir að mennirnir voru handteknir að þegar þær komu aftur hafi stúlkunni augsýnilega liðið illa, hafi grátið og þær hafi hjálpað henni að fara heim með því að panta fyrir hana leigubíl. Framburður stöðugur og skýr Í dómi segir að framburður stúlkunnar hafi frá upphafi verið skýr, stöðugur og án mótsagna um þau atriði sem máli skiptu. Auk þess fengi framburður hennar stoð í gögnum málsins sem voru til dæmis lýsingar vitna á vettvangi og niðurstöður rannsókna og lífsýna á fatnaði annars mannsins. Framburður mannanna væri aftur á móti um margt ótrúverðugur og fengi takmarkaða stoð í trúverðugum framburði annarra vitna, sem og gögnum málsins. Var það talið nægileg sönnun þess að þeir hefðu nauðgað stúlkunni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannanna hefðu verið alvarleg og að þau beindust að ungri stúlku sem var ein og ölvuð á heimili annars þeirra. Þá var einnig litið til tafa sem urðu á meðferð málsins en nauðgunin átti sér stað í mars árið 2020, fyrir fjórum og hálfu ári. Mönnunum er báðum gert að sæta fangelsi í þrjú ár. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Í dómi kemur fram að annar mannanna hafi haldið höndum stúlkunnar föstum, rifið endurtekið í hár hennar, tekið hana hálstaki og slegið hana nokkrum sinnum í andlitið. Þá hafi mennirnir báðir skipst á að setja fingur og getnaðarlimi sína inn í munn hennar og þvingað hana til að hafa við þá munnmök. Á meðan þessu stóð þukluðu þeir á brjóstum hennar innanklæða og brjóstum hennar utanklæða og þvinguðu hana til að taka kókaín með þeim afleiðingum að stúlkan hlaut þreifieymsli í hársverði og yfir vöðvum á hálsi beggja vegna og marbletti á vinstri upphandlegg. Sögðu stúlkuna hafa verið í uppnámi Stúlkan leitaði á Neyðarmóttöku Landspítalans um leið og hún fór af heimili mannsins og voru mennirnir handteknir sama daga. Eftir það var rætt við tvö vitni á vettvangi sem höfðu farið af heimili mannsins í um hálftíma. Þær sögðu við lögreglumann eftir að mennirnir voru handteknir að þegar þær komu aftur hafi stúlkunni augsýnilega liðið illa, hafi grátið og þær hafi hjálpað henni að fara heim með því að panta fyrir hana leigubíl. Framburður stöðugur og skýr Í dómi segir að framburður stúlkunnar hafi frá upphafi verið skýr, stöðugur og án mótsagna um þau atriði sem máli skiptu. Auk þess fengi framburður hennar stoð í gögnum málsins sem voru til dæmis lýsingar vitna á vettvangi og niðurstöður rannsókna og lífsýna á fatnaði annars mannsins. Framburður mannanna væri aftur á móti um margt ótrúverðugur og fengi takmarkaða stoð í trúverðugum framburði annarra vitna, sem og gögnum málsins. Var það talið nægileg sönnun þess að þeir hefðu nauðgað stúlkunni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannanna hefðu verið alvarleg og að þau beindust að ungri stúlku sem var ein og ölvuð á heimili annars þeirra. Þá var einnig litið til tafa sem urðu á meðferð málsins en nauðgunin átti sér stað í mars árið 2020, fyrir fjórum og hálfu ári. Mönnunum er báðum gert að sæta fangelsi í þrjú ár.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira