Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 6. desember 2024 08:00 Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tæki vægi landsins fyrst og fremst mið af íbúafjölda þess. Til að mynda þegar teknar væru ákvarðanir varðandi sjávarútvegs- og orkumál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Ekki sízt í ráðherraráði sambandsins sem gjarnan er skilgreint sem valdamesta stofnun þess. Vægi Íslands þar yrði þannig í langflestum tilfellum aðeins um 0,08% eða á við 5% hlut í alþingismanni. Hvað þing Evrópusambandsins varðar yrði staða Íslands eilítið skárri þar í þessum efnum þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar. Allavega ekki enn. Þar yrði vægi Íslands um 0,8% eða sex þingmenn af vel yfir 700 sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Hins vegar þarf einungis einfaldan meirihluta í þinginu en allajafna 55% ríkjanna með 65% íbúafjöldans í ráðherraráðinu. Þetta yrði „sætið við borðið“. Hvað varðar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eiga ríki þess í raun ekki fulltrúa í henni. Þeir sem þar sitja eru fyrst og síðast embættismenn sambandsins enda óheimilt að draga taum heimalanda sinna. Hliðstætt á til að mynda við um forseta þings Evrópusambandsins. Einstaklingurinn sem vermir það sæti hverju sinni er ekki fulltrúi heimalands síns heldur einungis þingflokksins sem hann tilheyrir innan þingsins. „Við áttum aldrei möguleika“ Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins þegar mikilvægir hagsmunir þeirra hafa verið í húfi. Líkt og þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, um árið vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu og þegar Írar urðu að sætta sig við makrílsamning við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni. „Ríkisstjórn okkar og [Simon] Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. […] Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika,“ sagði Martin Howley, formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, við írska dagblaðið Irish Examiner í kjölfar þess að samningurinn við Færeyinga var undirritaður. Hitt er svo annað mál að vaxandi áherzla Evrópusambandsins á íbúafjölda, þegar vægi ríkja þess er annars vegar, er afar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan sambandsins að til verði að lokum sambandsríki. Þannig tekur fjöldi þingmanna hvers ríkis Bandaríkjanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings mið af íbúafjölda þeirra og það sama á sem kunnugt er við um fjölda þingmanna hvers kjördæmis hér á landi. Sætum ekki við sama borð Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrðum við Íslendingar einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar yrðu eftirleiðis á vettvangi þess væru okkur hagfelldar enda ljóst að þær yrðu seint teknar með íslenzka hagsmuni og aðstæður í huga og að við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn í þeim efnum. Þó einhverjar þeirra gætu mögulega hentað sæmilega skipti vitanlega mestu þegar sú yrði ekki raunin. Vægi ríkja Evrópusambandsins verður eðli málsins samkvæmt ekki samið um við einstök umsóknarríki enda um að ræða heildarfyrirkomulag sem nær til allra ríkja þess. Seint yrði samþykkt af ríkjum sambandsins að allt annar mælikvarði gilti um Ísland í þeim efnum en þau sjálf. Hitt er annað mál að jafnvel þó vægi landsins yrði margfalt á við íbúafjöldann dygði það skammt enda yrðum við langfámennsta ríkið innan þess. Málflutningur talsmanna þess að Ísland gangi í Evrópusambandið breyttist ekki að ástæðulausu fyrir 15-20 árum síðan úr því að landið þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Fyrir utan aðrar afleiðingar inngöngu í sambandið er lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tæki vægi landsins fyrst og fremst mið af íbúafjölda þess. Til að mynda þegar teknar væru ákvarðanir varðandi sjávarútvegs- og orkumál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Ekki sízt í ráðherraráði sambandsins sem gjarnan er skilgreint sem valdamesta stofnun þess. Vægi Íslands þar yrði þannig í langflestum tilfellum aðeins um 0,08% eða á við 5% hlut í alþingismanni. Hvað þing Evrópusambandsins varðar yrði staða Íslands eilítið skárri þar í þessum efnum þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar. Allavega ekki enn. Þar yrði vægi Íslands um 0,8% eða sex þingmenn af vel yfir 700 sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Hins vegar þarf einungis einfaldan meirihluta í þinginu en allajafna 55% ríkjanna með 65% íbúafjöldans í ráðherraráðinu. Þetta yrði „sætið við borðið“. Hvað varðar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eiga ríki þess í raun ekki fulltrúa í henni. Þeir sem þar sitja eru fyrst og síðast embættismenn sambandsins enda óheimilt að draga taum heimalanda sinna. Hliðstætt á til að mynda við um forseta þings Evrópusambandsins. Einstaklingurinn sem vermir það sæti hverju sinni er ekki fulltrúi heimalands síns heldur einungis þingflokksins sem hann tilheyrir innan þingsins. „Við áttum aldrei möguleika“ Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins þegar mikilvægir hagsmunir þeirra hafa verið í húfi. Líkt og þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, um árið vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu og þegar Írar urðu að sætta sig við makrílsamning við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni. „Ríkisstjórn okkar og [Simon] Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. […] Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika,“ sagði Martin Howley, formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, við írska dagblaðið Irish Examiner í kjölfar þess að samningurinn við Færeyinga var undirritaður. Hitt er svo annað mál að vaxandi áherzla Evrópusambandsins á íbúafjölda, þegar vægi ríkja þess er annars vegar, er afar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan sambandsins að til verði að lokum sambandsríki. Þannig tekur fjöldi þingmanna hvers ríkis Bandaríkjanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings mið af íbúafjölda þeirra og það sama á sem kunnugt er við um fjölda þingmanna hvers kjördæmis hér á landi. Sætum ekki við sama borð Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrðum við Íslendingar einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar yrðu eftirleiðis á vettvangi þess væru okkur hagfelldar enda ljóst að þær yrðu seint teknar með íslenzka hagsmuni og aðstæður í huga og að við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn í þeim efnum. Þó einhverjar þeirra gætu mögulega hentað sæmilega skipti vitanlega mestu þegar sú yrði ekki raunin. Vægi ríkja Evrópusambandsins verður eðli málsins samkvæmt ekki samið um við einstök umsóknarríki enda um að ræða heildarfyrirkomulag sem nær til allra ríkja þess. Seint yrði samþykkt af ríkjum sambandsins að allt annar mælikvarði gilti um Ísland í þeim efnum en þau sjálf. Hitt er annað mál að jafnvel þó vægi landsins yrði margfalt á við íbúafjöldann dygði það skammt enda yrðum við langfámennsta ríkið innan þess. Málflutningur talsmanna þess að Ísland gangi í Evrópusambandið breyttist ekki að ástæðulausu fyrir 15-20 árum síðan úr því að landið þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Fyrir utan aðrar afleiðingar inngöngu í sambandið er lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun