Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2024 12:55 Jónatan Garðarsson er formaður stjórnar um listamannalaun. Ekki hefur náðst í hann í vikunni. Listi yfir þá 251 sem fá listamannalaun árið 2025 verður birtur á morgun. STEF Stjórn listamannalauna segir tilraun til að upplýsa umsækjendur um listamannalaun um hvers vegna þeim var hafnað hafa mistekist. Beðist er afsökunar á því að hafa sært listamenn með ákvörðunartexta. Alls sóttu 1339 einstaklingar og sviðslistahópar um listamannalaun og þar af fá 251 úthlutun úr Launasjóði listamanna á næsta ári. Listamannalaun næsta árs verða 580 þúsund krónur á mánuði í verktakagreiðslu, sem er úthlutað eftir atvikum í þrjá til tólf mánuði til hvers listamanns. Þórhallur Guðmundsson stjórnsýslufræðingur sagði í viðtali við Vísi í gær að honum sýndist sem umsagnir sem umsækjendur hefðu fengið við synjun bæru ekki vott um æskilega stjórnsýslu. „Mjög margir eru sármóðgaðir og maður skilur það. Íslendingar eru svo sem móðgunargjörn þjóð og það þarf ekki mikið að koma til en þetta er spurning um starfsheiður og hversu mikið stjórnvald eigi að vera að dæma um getu fólks til sköpunar,“ sagði Þórhallur. Stjórn listamannalauna skipa Jónatan Garðarsson formaður, Kolbrún Ýr Einarsdóttir og Eva María Árnadóttir. Ekki hefur náðst í formann nefndarinnar í vikunni. Í tilkynningu frá stjórninni í morgun segir að fagfélög listamanna hafi eindregið óskað eftir því síðustu ár að umsækjendur um listamannalaun fengu skýrari svör um ákvörðun úthlutunarnefnda. „Við úthlutun listamannalauna árið 2025 ákvað stjórn listamannalauna í samráði við fagfélög listamanna og úthlutunarnefndir launasjóðanna að bregðast við þessari ósk og gera þá tilraun að láta ákvörðunartexta umsókna fylgja svarbréfum til umsækjenda.“ Það hafi ekki borið tilætlaðan árangur. „Því miður gekk þessi tilraun ekki eins og til stóð og í tilvikum voru ákvörðunartextar til þess að særa umsækjendur. Stjórn listamannalauna þykir þetta miður og biður þá listamenn sem um ræðir innilega afsökunar. Það hvort ákvörðunartextar fylgi svarbréfum verður tekið til ítarlegrar skoðunar fyrir næstu úthlutun.“ Á næstu dögum muni stjórn listamannalauna funda og ræða við úthlutunarnefndir eftir atvikum. Listamönnum var tilkynnt um niðurstöðu umsókna á mánudaginn. Meðal þeirra sem ekki fengu úthlutað styrk var Guðrún Arndís Tryggvadóttir myndlistakona. Hún tjáði sig um niðurstöðuna á Facebook og vísaði til ákvörðunartexta úthlutunarnefndarinnar. „Ég ætlaði að harka af mér og taka ekki þátt í kvartkór listamanna sem ekki fá listamannalaun þetta árið en ég get ekki orða bundist yfir ákvörðunartextanum sem ber vott um fádæma fávísi jafnvel kvenfyrirlitningu því jú ég hef átt „slitróttan feril“ god damn it, því ég hef þurft að sjá mér og mínum börnum farborða án fyrirvinnu en samt alltaf á grundvelli listar hönnunar, listkennslu eða umhverfisfræðslu því að ég er jú hugmyndasmiður, grunngildi listarinnar er hugmyndavinna,“ sagði Guðrún Arndís. Til úthlutunar voru 1720 mánaðarlaun úr átta launasjóðum: hönnuða, myndlistarmanna, rithöfunda, sviðslistafólks, tónlistarflytjenda, tónskálda, kvikmyndahöfunda og Vegsemd fyrir listamenn 67 ára og eldri. Tveir síðastnefndu sjóðirnir bættust við með breytingum sem gerðar voru á lögum um listamannalauna í sumar. Meðal þeirra sem hljóta úthlutun úr launasjóði rithöfunda eru Eiríkur örn Norðdahl, Hallgrímur Helgason og Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Fá Edda Björgvinsdóttir, Margrét Bjarnadóttir og Jóhann Kristófer Stefánsson meðal annara úthlutun úr launasjóði sviðslistafólks. Hildigunnur Einarsdóttir er sú eina sem fær laun í tólf mánuði úr launasjóði tónlistarflytjenda, en þar eru einnig á lista Ragnheiður Gröndal, Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmunsson, svo nefnd séu nokkur nöfn. Meðal þess sem lögð var áhersla á í ár var að listsköpun væri höfð í forgrunni, og stuðst við fyrir fram skilgreindan matskvarða við ákvörðun úthlutunar. Þá var áhersla einnig á nýliðun, en miðað var við að að lágmarki 7% mánaða úr hverjum sjóði væri úthlutað til nýliða. Listamannalaun Bókmenntir Myndlist Tengdar fréttir „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Á morgun verður gefið út hverjir fá listamannalaun. Á meðan hafa hins vegar samfélagsmiðlar og fréttamiðlar tíundað að hinn og þessi hafi ekki hlotið náð fyrir augum úthlutunarnefndanna og sitt sýnist hverjum um það mat. 4. desember 2024 11:53 „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ „Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór.“ 3. desember 2024 18:17 Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Alls sóttu 1339 einstaklingar og sviðslistahópar um listamannalaun og þar af fá 251 úthlutun úr Launasjóði listamanna á næsta ári. Listamannalaun næsta árs verða 580 þúsund krónur á mánuði í verktakagreiðslu, sem er úthlutað eftir atvikum í þrjá til tólf mánuði til hvers listamanns. Þórhallur Guðmundsson stjórnsýslufræðingur sagði í viðtali við Vísi í gær að honum sýndist sem umsagnir sem umsækjendur hefðu fengið við synjun bæru ekki vott um æskilega stjórnsýslu. „Mjög margir eru sármóðgaðir og maður skilur það. Íslendingar eru svo sem móðgunargjörn þjóð og það þarf ekki mikið að koma til en þetta er spurning um starfsheiður og hversu mikið stjórnvald eigi að vera að dæma um getu fólks til sköpunar,“ sagði Þórhallur. Stjórn listamannalauna skipa Jónatan Garðarsson formaður, Kolbrún Ýr Einarsdóttir og Eva María Árnadóttir. Ekki hefur náðst í formann nefndarinnar í vikunni. Í tilkynningu frá stjórninni í morgun segir að fagfélög listamanna hafi eindregið óskað eftir því síðustu ár að umsækjendur um listamannalaun fengu skýrari svör um ákvörðun úthlutunarnefnda. „Við úthlutun listamannalauna árið 2025 ákvað stjórn listamannalauna í samráði við fagfélög listamanna og úthlutunarnefndir launasjóðanna að bregðast við þessari ósk og gera þá tilraun að láta ákvörðunartexta umsókna fylgja svarbréfum til umsækjenda.“ Það hafi ekki borið tilætlaðan árangur. „Því miður gekk þessi tilraun ekki eins og til stóð og í tilvikum voru ákvörðunartextar til þess að særa umsækjendur. Stjórn listamannalauna þykir þetta miður og biður þá listamenn sem um ræðir innilega afsökunar. Það hvort ákvörðunartextar fylgi svarbréfum verður tekið til ítarlegrar skoðunar fyrir næstu úthlutun.“ Á næstu dögum muni stjórn listamannalauna funda og ræða við úthlutunarnefndir eftir atvikum. Listamönnum var tilkynnt um niðurstöðu umsókna á mánudaginn. Meðal þeirra sem ekki fengu úthlutað styrk var Guðrún Arndís Tryggvadóttir myndlistakona. Hún tjáði sig um niðurstöðuna á Facebook og vísaði til ákvörðunartexta úthlutunarnefndarinnar. „Ég ætlaði að harka af mér og taka ekki þátt í kvartkór listamanna sem ekki fá listamannalaun þetta árið en ég get ekki orða bundist yfir ákvörðunartextanum sem ber vott um fádæma fávísi jafnvel kvenfyrirlitningu því jú ég hef átt „slitróttan feril“ god damn it, því ég hef þurft að sjá mér og mínum börnum farborða án fyrirvinnu en samt alltaf á grundvelli listar hönnunar, listkennslu eða umhverfisfræðslu því að ég er jú hugmyndasmiður, grunngildi listarinnar er hugmyndavinna,“ sagði Guðrún Arndís. Til úthlutunar voru 1720 mánaðarlaun úr átta launasjóðum: hönnuða, myndlistarmanna, rithöfunda, sviðslistafólks, tónlistarflytjenda, tónskálda, kvikmyndahöfunda og Vegsemd fyrir listamenn 67 ára og eldri. Tveir síðastnefndu sjóðirnir bættust við með breytingum sem gerðar voru á lögum um listamannalauna í sumar. Meðal þeirra sem hljóta úthlutun úr launasjóði rithöfunda eru Eiríkur örn Norðdahl, Hallgrímur Helgason og Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Fá Edda Björgvinsdóttir, Margrét Bjarnadóttir og Jóhann Kristófer Stefánsson meðal annara úthlutun úr launasjóði sviðslistafólks. Hildigunnur Einarsdóttir er sú eina sem fær laun í tólf mánuði úr launasjóði tónlistarflytjenda, en þar eru einnig á lista Ragnheiður Gröndal, Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmunsson, svo nefnd séu nokkur nöfn. Meðal þess sem lögð var áhersla á í ár var að listsköpun væri höfð í forgrunni, og stuðst við fyrir fram skilgreindan matskvarða við ákvörðun úthlutunar. Þá var áhersla einnig á nýliðun, en miðað var við að að lágmarki 7% mánaða úr hverjum sjóði væri úthlutað til nýliða.
Listamannalaun Bókmenntir Myndlist Tengdar fréttir „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Á morgun verður gefið út hverjir fá listamannalaun. Á meðan hafa hins vegar samfélagsmiðlar og fréttamiðlar tíundað að hinn og þessi hafi ekki hlotið náð fyrir augum úthlutunarnefndanna og sitt sýnist hverjum um það mat. 4. desember 2024 11:53 „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ „Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór.“ 3. desember 2024 18:17 Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
„Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Á morgun verður gefið út hverjir fá listamannalaun. Á meðan hafa hins vegar samfélagsmiðlar og fréttamiðlar tíundað að hinn og þessi hafi ekki hlotið náð fyrir augum úthlutunarnefndanna og sitt sýnist hverjum um það mat. 4. desember 2024 11:53
„Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ „Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór.“ 3. desember 2024 18:17
Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00