Byssumaðurinn skaut sjálfan sig til bana eftir að atlöguna, að því er AP fréttaveitan greinir frá. Skólinn, sem er í bænum Palermo er rekinn af Sjöunda dags aðventistum og leikur grunur á að af þeim sökum hafi árásarmaðurinn ráðist að skólanum
Lögregla segist þó ekki telja að ódæðismaðurinn hafi tengst hinum særðu eða einhverjum í skólanum á nokkurn hátt. Svo virðist sem hann hafi mætt í skólann í viðtal til starfsmanns til þess að ræða inngöngu barns í skólann. Viðtalið mun hafa gengið sinn vanagang uns allt í einu hafi hann byrjað að skjóta.
Skólinn sem um ræðir er afar fámennur en þar eru aðeins nokkrir tugir barna og í bænum Palermo búa aðeins um fimm þúsund manns.
Skotárásir í skólum í Bandaríkjunum verða sífellt algengari og segir í umfjöllun AP að árin 2020 og 2021 hafi skotvopn verið helsta dánarorsök barna á aldrinum eins til sautján ára í landinu.