Launmorð á götum New York Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2024 17:50 Morðinginn skaut Thompson ítrekað, eftir að hafa beðið eftir honum í nokkurn tíma, samkvæmt lögreglunni. Hann flúði svo á hlaupum en fór svo á rafmagnshjóli í Central Park. AP/Lögreglan í New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. Lögreglan segir líklegt að morðinginn hafi setið fyrir Thompson. Eftir að hann skaut Thompson flúði hann á hlaupum og fór svo á rafmagnshjóli í Central Park. Hvert hann fór þaðan veit lögreglan ekki. Thomspon var fluttur á sjúkrahús en hann var lýstu látinn þar. AP fréttaveitan segir að þó rannsakendur telji að um launmorð hafi verið að ræða, liggi tilefni morðsins ekki fyrir. Myndband af morðinu hefur verið í dreifingu á netinu. Vert er að vara lesendur við því að það getur vakið óhug. BREAKING: Chilling surveillance footage shows assassin executing UnitedHealthcare CEO Brian Thompson in NYC pic.twitter.com/sbip37kDlh— Breaking911 (@Breaking911) December 4, 2024 New York Times hefur þó eftir heimildarmanni sem þekkir til rannsóknar lögreglu að Thompson hafi borist nokkrar hótanir að undanförnu. Enn sé verið að rannsaka hvaðan þær komu og eðli þeirra en hann ku hafa fengið hótanir reglulega vegna starfs hans. Svo virðist sem Thompson hafi ekki talið sjálfur að hann væri í hættu og var hann ekki með neins konar öryggisgæslu. Hér að neðan má sjá blaðamannafund frá því fyrr í dag þegar Jessica Tisch, yfirmaður lögreglunnar í New York, fór yfir málið og þær upplýsingar sem liggja fyrir. Meðal þess sem rannsakendur eru að skoða eru upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Eru þeir að reyna að fylgja morðingjanum aftur í tímann með því markmiði að reyna að finna frekari upplýsingar um hann, eins og til dæmis hvernig hann ferðaðist til hótelsins og hvort andlit hans hafi náðst á mynd einhversstaðar. Farsími fannst á vettvangi en ekki er ljóst hvort morðinginn hafi misst hann eða einhver annar, samkvæmt NYT. AP fréttaveitan er einnig með beina útsendingu frá morðstaðnum, sem sjá má hér að neðan. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Lögreglan segir líklegt að morðinginn hafi setið fyrir Thompson. Eftir að hann skaut Thompson flúði hann á hlaupum og fór svo á rafmagnshjóli í Central Park. Hvert hann fór þaðan veit lögreglan ekki. Thomspon var fluttur á sjúkrahús en hann var lýstu látinn þar. AP fréttaveitan segir að þó rannsakendur telji að um launmorð hafi verið að ræða, liggi tilefni morðsins ekki fyrir. Myndband af morðinu hefur verið í dreifingu á netinu. Vert er að vara lesendur við því að það getur vakið óhug. BREAKING: Chilling surveillance footage shows assassin executing UnitedHealthcare CEO Brian Thompson in NYC pic.twitter.com/sbip37kDlh— Breaking911 (@Breaking911) December 4, 2024 New York Times hefur þó eftir heimildarmanni sem þekkir til rannsóknar lögreglu að Thompson hafi borist nokkrar hótanir að undanförnu. Enn sé verið að rannsaka hvaðan þær komu og eðli þeirra en hann ku hafa fengið hótanir reglulega vegna starfs hans. Svo virðist sem Thompson hafi ekki talið sjálfur að hann væri í hættu og var hann ekki með neins konar öryggisgæslu. Hér að neðan má sjá blaðamannafund frá því fyrr í dag þegar Jessica Tisch, yfirmaður lögreglunnar í New York, fór yfir málið og þær upplýsingar sem liggja fyrir. Meðal þess sem rannsakendur eru að skoða eru upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Eru þeir að reyna að fylgja morðingjanum aftur í tímann með því markmiði að reyna að finna frekari upplýsingar um hann, eins og til dæmis hvernig hann ferðaðist til hótelsins og hvort andlit hans hafi náðst á mynd einhversstaðar. Farsími fannst á vettvangi en ekki er ljóst hvort morðinginn hafi misst hann eða einhver annar, samkvæmt NYT. AP fréttaveitan er einnig með beina útsendingu frá morðstaðnum, sem sjá má hér að neðan.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira