Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 4. desember 2024 16:03 Eiríkur segir að hægt sé að leggja upp með ákveðin markmið og það skipti miklu máli hversu niður njörvuð formenn flokkanna vilji hafa málefnin í þeim markmiðum. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir allan gang hafa verið á því í gegnum tíðina hversu langan tíma það hefur tekið fyrir flokka að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Það geti tekið daga, vikur eða mánuði. Hægt sé að horfa á málefnin eða setja sér markmið. „Það er misjafnt hversu ítarlegan stjórnarsáttmála ríkisstjórnir hafa gert með sér,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Hann segir að það séu dæmi um að það hafi tekið stuttan tíma að mynda ríkisstjórn og svo séu dæmi um að það hafi tekið nokkra mánuði. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hafa fundað í dag og halda því áfram á morgun.Vísir/Vilhelm „Það fer allt eftir því hvaða nálgun þær velja á viðfangsefnið hversu langan tíma þetta þarf að taka. Þetta eru alltaf einhverjar tvær til þrjár vikur sem svona tekur, en svo getur líka teygst úr því.“ Markmið og málefni Miðað við málefnin og stefnu flokkanna sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum segir Eiríkur að það skipti miklu máli hversu niður njörvað þær vilji hafa málin. „Það er líka hægt að leggja upp með tiltekin markmið sem eru þá ekkert sérstaklega útfærð,“ segir Eiríkur. Sé unnið þannig þurfi stjórnarmyndun ekki að taka svo langan tíma ef fólk nær saman „í prinsippinu.“ „Þetta snýst kannski fyrst og fremst um það. Hversu mikið traust er á milli formannanna og hvað þeir telja sig þurfa að njörva mikið niður málefnin.“ Hann segir lengst á milli hugmynda Flokks fólksins til dæmis og hugmynda hans um auknar bótagreiðslur og ýmislegt sem kynni að kalla á meiri útgjöld ríkisins. Svo Viðreisnar sem ekki hefur viljað auka við skattheimtu í landinu. Hægt að finna skapandi lausn „En það er alveg hægt að finna einhverja skapandi lausn á þessu og sú lausn getur jafnvel fundist á einum til tveimur dögum, einni til tveimur vikum eða mánuði. Það fer allt eftir því hvernig þeim vindur fram. Það er ekki til neitt skapalón fyrir þetta.“ Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
„Það er misjafnt hversu ítarlegan stjórnarsáttmála ríkisstjórnir hafa gert með sér,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Hann segir að það séu dæmi um að það hafi tekið stuttan tíma að mynda ríkisstjórn og svo séu dæmi um að það hafi tekið nokkra mánuði. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hafa fundað í dag og halda því áfram á morgun.Vísir/Vilhelm „Það fer allt eftir því hvaða nálgun þær velja á viðfangsefnið hversu langan tíma þetta þarf að taka. Þetta eru alltaf einhverjar tvær til þrjár vikur sem svona tekur, en svo getur líka teygst úr því.“ Markmið og málefni Miðað við málefnin og stefnu flokkanna sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum segir Eiríkur að það skipti miklu máli hversu niður njörvað þær vilji hafa málin. „Það er líka hægt að leggja upp með tiltekin markmið sem eru þá ekkert sérstaklega útfærð,“ segir Eiríkur. Sé unnið þannig þurfi stjórnarmyndun ekki að taka svo langan tíma ef fólk nær saman „í prinsippinu.“ „Þetta snýst kannski fyrst og fremst um það. Hversu mikið traust er á milli formannanna og hvað þeir telja sig þurfa að njörva mikið niður málefnin.“ Hann segir lengst á milli hugmynda Flokks fólksins til dæmis og hugmynda hans um auknar bótagreiðslur og ýmislegt sem kynni að kalla á meiri útgjöld ríkisins. Svo Viðreisnar sem ekki hefur viljað auka við skattheimtu í landinu. Hægt að finna skapandi lausn „En það er alveg hægt að finna einhverja skapandi lausn á þessu og sú lausn getur jafnvel fundist á einum til tveimur dögum, einni til tveimur vikum eða mánuði. Það fer allt eftir því hvernig þeim vindur fram. Það er ekki til neitt skapalón fyrir þetta.“
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira