Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2024 16:03 Sabrina Carpenter og Patrik tróna á listum Spotify þetta árið og eiga bæði mest spiluðu lögin, Sabrina í heimi og Patrik á Íslandi. Vísir Espresso eftir Sabrinu Carpenter er það lag sem oftast var spilað af notendum streymisveitunnar Spotify á árinu. Patrik og Luigi eiga mest spilaða íslenska lagið á streymisveitunni en það er lagið Skína. Þá er Taylor Swift sá tónlistarmaður sem var með flestar hlustanir á árinu á streymisveitunni en Herra Hnetusmjör og Bubbi Morthens eiga metið meðal íslenskra höfunda. Streymisveitan birti í dag sinn árlega lista yfir þá listamenn og þau lög sem notendur hlustuðu mest á árinu. Listinn hefur verið kenndur við Wrapped og geta notendur streymisveitunnar nú skoðað sína eigin lista auk þess sem topplistar hafa verið birtar á streymisveitunni. Unwritten með endurkomu Á lista yfir mest spiluðu lögin á heimsvísu árið 2024 kennir ýmissa grasa. Þar eru bæði gömul lög og ný en Sabrina Carpenter trónir eins og áður segir á toppnum með lag sitt Espresso auk þess sem lag hennar Please Please Please er einnig á lista. Þá er Beautiful Things með Benson Boone í öðru sæti listans og svo er Birds of a Feather með Billie Eilish í því þriðja. Athygli vekur að lagið Unwritten með Natöshu Bedingfield nær á lista yfir mest spiluðu lögin en lagið kom út árið 2004. Skýringuna má finna í því að lagið gegndi stóru hlutverki í kvikmyndinni Anyone but You sem sló í gegn á fyrri hluta árs. Á lista yfir mest spiluðu listamenn ársins í heiminum trónir Taylor Swift á toppnum auk Post Malone. Þá er þar einnig að finna The Weeknd, Bad Bunny, Drake, Billie Eilish, Travis Scott, Peso Pluma, Kanye West, Ariönu Grande og Feid. Kunnugleg nöfn á íslensku listunum Á íslenska listanum eiga fáir séns í þá félaga Patrik og Luigi en Skína er langmest spilaða lag landsins á Spotify. Þar á eftir kemur Beautiful Things með Benson Boone. Herra Hnetusmjör er svo í þriðja sæti með Koss á þig, laginu úr Áramótaskaupinu í fyrra. Aron Can er einnig á listanum yfir mest spiluðu lögin með MONNÍ, einnig Háski og Patrik með Hvert ertu að fara auk þess sem Iceguys og ClubDub komast rétt á topp tíu með lög sín Krumla og bad bitch í RVK. Á lista yfir mest spiluðu listamennina á Íslandi er Kanye West efstur en fast á hæla hans koma Bubbi Morthens og Herra Hnetusmjör. Taylor Swift er þar líka, auk Drake, Travis Scott og Daniil og Arons Can. Á listanum eru svo að sjálfsögðu þekkt íslensk nöfn eins og Friðrik Dór, ClubDub, GDRN, Floni og Jói Pé og Króli. Tónlist Spotify Fréttir ársins 2024 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira
Streymisveitan birti í dag sinn árlega lista yfir þá listamenn og þau lög sem notendur hlustuðu mest á árinu. Listinn hefur verið kenndur við Wrapped og geta notendur streymisveitunnar nú skoðað sína eigin lista auk þess sem topplistar hafa verið birtar á streymisveitunni. Unwritten með endurkomu Á lista yfir mest spiluðu lögin á heimsvísu árið 2024 kennir ýmissa grasa. Þar eru bæði gömul lög og ný en Sabrina Carpenter trónir eins og áður segir á toppnum með lag sitt Espresso auk þess sem lag hennar Please Please Please er einnig á lista. Þá er Beautiful Things með Benson Boone í öðru sæti listans og svo er Birds of a Feather með Billie Eilish í því þriðja. Athygli vekur að lagið Unwritten með Natöshu Bedingfield nær á lista yfir mest spiluðu lögin en lagið kom út árið 2004. Skýringuna má finna í því að lagið gegndi stóru hlutverki í kvikmyndinni Anyone but You sem sló í gegn á fyrri hluta árs. Á lista yfir mest spiluðu listamenn ársins í heiminum trónir Taylor Swift á toppnum auk Post Malone. Þá er þar einnig að finna The Weeknd, Bad Bunny, Drake, Billie Eilish, Travis Scott, Peso Pluma, Kanye West, Ariönu Grande og Feid. Kunnugleg nöfn á íslensku listunum Á íslenska listanum eiga fáir séns í þá félaga Patrik og Luigi en Skína er langmest spilaða lag landsins á Spotify. Þar á eftir kemur Beautiful Things með Benson Boone. Herra Hnetusmjör er svo í þriðja sæti með Koss á þig, laginu úr Áramótaskaupinu í fyrra. Aron Can er einnig á listanum yfir mest spiluðu lögin með MONNÍ, einnig Háski og Patrik með Hvert ertu að fara auk þess sem Iceguys og ClubDub komast rétt á topp tíu með lög sín Krumla og bad bitch í RVK. Á lista yfir mest spiluðu listamennina á Íslandi er Kanye West efstur en fast á hæla hans koma Bubbi Morthens og Herra Hnetusmjör. Taylor Swift er þar líka, auk Drake, Travis Scott og Daniil og Arons Can. Á listanum eru svo að sjálfsögðu þekkt íslensk nöfn eins og Friðrik Dór, ClubDub, GDRN, Floni og Jói Pé og Króli.
Tónlist Spotify Fréttir ársins 2024 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira