Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2024 16:03 Sabrina Carpenter og Patrik tróna á listum Spotify þetta árið og eiga bæði mest spiluðu lögin, Sabrina í heimi og Patrik á Íslandi. Vísir Espresso eftir Sabrinu Carpenter er það lag sem oftast var spilað af notendum streymisveitunnar Spotify á árinu. Patrik og Luigi eiga mest spilaða íslenska lagið á streymisveitunni en það er lagið Skína. Þá er Taylor Swift sá tónlistarmaður sem var með flestar hlustanir á árinu á streymisveitunni en Herra Hnetusmjör og Bubbi Morthens eiga metið meðal íslenskra höfunda. Streymisveitan birti í dag sinn árlega lista yfir þá listamenn og þau lög sem notendur hlustuðu mest á árinu. Listinn hefur verið kenndur við Wrapped og geta notendur streymisveitunnar nú skoðað sína eigin lista auk þess sem topplistar hafa verið birtar á streymisveitunni. Unwritten með endurkomu Á lista yfir mest spiluðu lögin á heimsvísu árið 2024 kennir ýmissa grasa. Þar eru bæði gömul lög og ný en Sabrina Carpenter trónir eins og áður segir á toppnum með lag sitt Espresso auk þess sem lag hennar Please Please Please er einnig á lista. Þá er Beautiful Things með Benson Boone í öðru sæti listans og svo er Birds of a Feather með Billie Eilish í því þriðja. Athygli vekur að lagið Unwritten með Natöshu Bedingfield nær á lista yfir mest spiluðu lögin en lagið kom út árið 2004. Skýringuna má finna í því að lagið gegndi stóru hlutverki í kvikmyndinni Anyone but You sem sló í gegn á fyrri hluta árs. Á lista yfir mest spiluðu listamenn ársins í heiminum trónir Taylor Swift á toppnum auk Post Malone. Þá er þar einnig að finna The Weeknd, Bad Bunny, Drake, Billie Eilish, Travis Scott, Peso Pluma, Kanye West, Ariönu Grande og Feid. Kunnugleg nöfn á íslensku listunum Á íslenska listanum eiga fáir séns í þá félaga Patrik og Luigi en Skína er langmest spilaða lag landsins á Spotify. Þar á eftir kemur Beautiful Things með Benson Boone. Herra Hnetusmjör er svo í þriðja sæti með Koss á þig, laginu úr Áramótaskaupinu í fyrra. Aron Can er einnig á listanum yfir mest spiluðu lögin með MONNÍ, einnig Háski og Patrik með Hvert ertu að fara auk þess sem Iceguys og ClubDub komast rétt á topp tíu með lög sín Krumla og bad bitch í RVK. Á lista yfir mest spiluðu listamennina á Íslandi er Kanye West efstur en fast á hæla hans koma Bubbi Morthens og Herra Hnetusmjör. Taylor Swift er þar líka, auk Drake, Travis Scott og Daniil og Arons Can. Á listanum eru svo að sjálfsögðu þekkt íslensk nöfn eins og Friðrik Dór, ClubDub, GDRN, Floni og Jói Pé og Króli. Tónlist Spotify Fréttir ársins 2024 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Streymisveitan birti í dag sinn árlega lista yfir þá listamenn og þau lög sem notendur hlustuðu mest á árinu. Listinn hefur verið kenndur við Wrapped og geta notendur streymisveitunnar nú skoðað sína eigin lista auk þess sem topplistar hafa verið birtar á streymisveitunni. Unwritten með endurkomu Á lista yfir mest spiluðu lögin á heimsvísu árið 2024 kennir ýmissa grasa. Þar eru bæði gömul lög og ný en Sabrina Carpenter trónir eins og áður segir á toppnum með lag sitt Espresso auk þess sem lag hennar Please Please Please er einnig á lista. Þá er Beautiful Things með Benson Boone í öðru sæti listans og svo er Birds of a Feather með Billie Eilish í því þriðja. Athygli vekur að lagið Unwritten með Natöshu Bedingfield nær á lista yfir mest spiluðu lögin en lagið kom út árið 2004. Skýringuna má finna í því að lagið gegndi stóru hlutverki í kvikmyndinni Anyone but You sem sló í gegn á fyrri hluta árs. Á lista yfir mest spiluðu listamenn ársins í heiminum trónir Taylor Swift á toppnum auk Post Malone. Þá er þar einnig að finna The Weeknd, Bad Bunny, Drake, Billie Eilish, Travis Scott, Peso Pluma, Kanye West, Ariönu Grande og Feid. Kunnugleg nöfn á íslensku listunum Á íslenska listanum eiga fáir séns í þá félaga Patrik og Luigi en Skína er langmest spilaða lag landsins á Spotify. Þar á eftir kemur Beautiful Things með Benson Boone. Herra Hnetusmjör er svo í þriðja sæti með Koss á þig, laginu úr Áramótaskaupinu í fyrra. Aron Can er einnig á listanum yfir mest spiluðu lögin með MONNÍ, einnig Háski og Patrik með Hvert ertu að fara auk þess sem Iceguys og ClubDub komast rétt á topp tíu með lög sín Krumla og bad bitch í RVK. Á lista yfir mest spiluðu listamennina á Íslandi er Kanye West efstur en fast á hæla hans koma Bubbi Morthens og Herra Hnetusmjör. Taylor Swift er þar líka, auk Drake, Travis Scott og Daniil og Arons Can. Á listanum eru svo að sjálfsögðu þekkt íslensk nöfn eins og Friðrik Dór, ClubDub, GDRN, Floni og Jói Pé og Króli.
Tónlist Spotify Fréttir ársins 2024 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira