Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 08:32 Katrín Tanja Davíðsdóttir heldur um hálsmennið og hugsar til ömmu sinnar skömmu áður en hún var lýstur heimsmeistari í CrossFit 2016. CrossFit Games Íslenska CrossFit goðsögnin Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur ákveðið að hætta að keppa í CrossFit. Þetta tilkynnti hún um síðustu helgi. Nú hefur hún gert upp frábæran feril sinn á skemmtilegan hátt. Buttery Bros fengu okkar konu til að velja fimm bestu stundirnar frá ótrúlegum ferli sínum. Þeir tveir hafa margoft fengið að heimsækja Katrínu þegar hún er að undirbúa sig fyrir heimsleikana og hafa í framhaldinu birt myndbönd með henni á Youtube síðunni sinni. Ekki auðvelt að velja Katrín Tanja viðurkenndi að það hafi ekki verið auðvelt að velja uppáhaldsgreinar hennar á heimsleikunum enda er víst af nægu að taka. Katrín varð tvisvar sinnum heimsmeistari, komst tvisvar að auki á verðlaunapallinn og tók alls þátt í tíu heimsleikum. Meðal stundanna sem Katrín nefndi var þegar hún lyfti við hlið vinkonu sinnar Anníe Mistar Þórisdóttur á 2023 leikunum þar sem þær kveiktu í húsinu með keppnisgleði sinni, styrk og vináttu. Hálsmennið hennar ömmu Katrín nefnir líka þegar hún varð heimsmeistari í annað skiptið en þá var hún nýbúin að missa ömmu sína. Hún keppti með hálsmenið sem þær áttu hvor fyrir sig. Katrín hélt um hálsmenið um leið og það var tilkynnt þegar hún varð heimsmeistari. Sannkölluð vasaklútastund. Hún hafði skrifað amma á skóna sína og sagðist hafa horft á þá allan tíma þegar hún var að undirbúa hverja lyftu. „Uppáhaldsstundirnar mínar eru alltaf þegar ég er á fullu í jafnri keppni því ég elska að taka þátt í keppni þar sem pressan er mikil og það munar bara millimetrum,“ sagði Katrín Tanja. Sú eina sem fagnaði fréttunum Þarna má líka finn greinina sem allir keppendur héldu að þau væri búin að klára þegar íþróttastjórinn Dave Castro sagði að þau væru bara hálfnuð og ættu að fara annan hring. Katrín Tanja var sú eina sem fagnaði fréttunum og vann líka stórglæsilegan sigur. Hún nefnir svo auðvitað líka stundirnar á fyrstu heimsleikunum sem hún fagnaði sigri en það var árið 2015. Það kemur kannski sumum á óvart hvað hún setti í fyrsta sætið. „Þetta eru augnablikin þar sem mér finnst ég vera mest á lífi. Þetta er svo sérstakt og þarna er adrenalínið heldur betur á fullu,“ sagði Katrín Tanja. Buttery Bros voru líka þakklátir Katrínu fyrir að leyfa þeim að fylgjast svo náið með undirbúningi hennar. Gefið svo mörgum innblástur „Við viljum þakka þér fyrir að leyfa okkur að fá að vera með þér og mynda þessar stundir. Ég get aldrei lagt nógu mikla áherslu á það hvað við erum stoltir af því og hversu frábært það er að eiga þig sem vinkonu,“ sagði Heber Cannon. „Þú varst það vingjarnleg að hleypa okkur inn á æfingarnar og leyfa okkur að trufla þig með myndavélum og spurningum. Þú ert alltaf bjart ljós í CrossFit samfélaginu. Þú hefur gefið svo mörgu fólki innblástur hvað þá öllum litlu stelpunum. Það hefur verið afar ánægjulegt að fá fylgjast með þér og fá að kynnast þér. Þvílíkur ferill,“ sagði Marston Sawyers. Hér fyrir neðan má sjá Katrín Tönju velja eftirminnilegustu stundirnar frá mögnuðum ferli sínum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=k7Z68CddH9s">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Buttery Bros fengu okkar konu til að velja fimm bestu stundirnar frá ótrúlegum ferli sínum. Þeir tveir hafa margoft fengið að heimsækja Katrínu þegar hún er að undirbúa sig fyrir heimsleikana og hafa í framhaldinu birt myndbönd með henni á Youtube síðunni sinni. Ekki auðvelt að velja Katrín Tanja viðurkenndi að það hafi ekki verið auðvelt að velja uppáhaldsgreinar hennar á heimsleikunum enda er víst af nægu að taka. Katrín varð tvisvar sinnum heimsmeistari, komst tvisvar að auki á verðlaunapallinn og tók alls þátt í tíu heimsleikum. Meðal stundanna sem Katrín nefndi var þegar hún lyfti við hlið vinkonu sinnar Anníe Mistar Þórisdóttur á 2023 leikunum þar sem þær kveiktu í húsinu með keppnisgleði sinni, styrk og vináttu. Hálsmennið hennar ömmu Katrín nefnir líka þegar hún varð heimsmeistari í annað skiptið en þá var hún nýbúin að missa ömmu sína. Hún keppti með hálsmenið sem þær áttu hvor fyrir sig. Katrín hélt um hálsmenið um leið og það var tilkynnt þegar hún varð heimsmeistari. Sannkölluð vasaklútastund. Hún hafði skrifað amma á skóna sína og sagðist hafa horft á þá allan tíma þegar hún var að undirbúa hverja lyftu. „Uppáhaldsstundirnar mínar eru alltaf þegar ég er á fullu í jafnri keppni því ég elska að taka þátt í keppni þar sem pressan er mikil og það munar bara millimetrum,“ sagði Katrín Tanja. Sú eina sem fagnaði fréttunum Þarna má líka finn greinina sem allir keppendur héldu að þau væri búin að klára þegar íþróttastjórinn Dave Castro sagði að þau væru bara hálfnuð og ættu að fara annan hring. Katrín Tanja var sú eina sem fagnaði fréttunum og vann líka stórglæsilegan sigur. Hún nefnir svo auðvitað líka stundirnar á fyrstu heimsleikunum sem hún fagnaði sigri en það var árið 2015. Það kemur kannski sumum á óvart hvað hún setti í fyrsta sætið. „Þetta eru augnablikin þar sem mér finnst ég vera mest á lífi. Þetta er svo sérstakt og þarna er adrenalínið heldur betur á fullu,“ sagði Katrín Tanja. Buttery Bros voru líka þakklátir Katrínu fyrir að leyfa þeim að fylgjast svo náið með undirbúningi hennar. Gefið svo mörgum innblástur „Við viljum þakka þér fyrir að leyfa okkur að fá að vera með þér og mynda þessar stundir. Ég get aldrei lagt nógu mikla áherslu á það hvað við erum stoltir af því og hversu frábært það er að eiga þig sem vinkonu,“ sagði Heber Cannon. „Þú varst það vingjarnleg að hleypa okkur inn á æfingarnar og leyfa okkur að trufla þig með myndavélum og spurningum. Þú ert alltaf bjart ljós í CrossFit samfélaginu. Þú hefur gefið svo mörgu fólki innblástur hvað þá öllum litlu stelpunum. Það hefur verið afar ánægjulegt að fá fylgjast með þér og fá að kynnast þér. Þvílíkur ferill,“ sagði Marston Sawyers. Hér fyrir neðan má sjá Katrín Tönju velja eftirminnilegustu stundirnar frá mögnuðum ferli sínum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=k7Z68CddH9s">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast