„Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2024 12:58 Margrét Tryggvadóttir er formaður Rithöfundasambands Íslands. Vísir/Anton Brink Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. Þótt listi yfir þá sem hljóta ritlaun verði birtur á fimmtudag hafa nokkrir virtir rithöfundar stigið fram á síðustu dögum og greint frá því að þeir fái engin ritlaun á næsta ári. Á meðal þeirra er Elísabet Jökulsdóttir, Dagur Hjartarson, Halldór Armand og Jónas Reynir Gunnarsson, líkt en Vísir hefur rætt við nokkur þeirra sem fengu neikvætt svar. Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, var spurð hvort einhver breyting hefði orðið á fyrirkomulagi sem gæti skýrt þetta. „Það var auðvitað gerð lagabreyting í vor, þetta er fyrsta úthlutun eftir henni. Það er verið að fjölga mánuðum í áföngum og bæta við tveimur nýjum sjóðum en fyrsta kastið, þá er bara verið að bæta við nýjum sjóðum en það fjölgar ekki mánuðum í öðrum sjóðum. Hins vegar var krafa á nýliðun í hverjum sjóð hækkuð úr fimm prósentum upp í sjö prósent og það bitnar auðvitað á þeim sem hafa fengið áður.“ Nokkrir rithöfundar verða því án launa og fá að vita það með örskömmum fyrirvara. „Fjárhagslega er fullkomlega galið að ætla að vera rithöfundur á Íslandi.“ „Það er bara svoleiðis og mér finnst það í raun alvarlegt mál vegna þess að þau sem geta leyft sér að skrifa þau verða í rauninni að hafa fyrirvinnu eða fjárhagslegan bakhjarl einhvers staðar og þá erum við að sortera hvernig bókmenntir verða til, og það er ekki gott.“ Nú þurfi stjórnvöld að taka við sér og taka meðvitaða ákvörðun um að fjárfesta í tungumálinu. „Við erum á örmarkaði og með örtungumál sem okkur þykir óskaplega vænt um og viljum halda upp á en markaðurinn er ekki að fara að bjarga því fyrir okkur,“ segir Margrét. Hún vill að stjórnvöld ráðist í heildarendurskoðun á fyrirkomulaginu. „Sem myndi þá styðja við skrif, frumsköpun, þýðingar, útgáfu og dreifingu.“ Listamannalaun Bókmenntir Bókaútgáfa Íslensk tunga Kjaramál Tengdar fréttir Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02 Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Þótt listi yfir þá sem hljóta ritlaun verði birtur á fimmtudag hafa nokkrir virtir rithöfundar stigið fram á síðustu dögum og greint frá því að þeir fái engin ritlaun á næsta ári. Á meðal þeirra er Elísabet Jökulsdóttir, Dagur Hjartarson, Halldór Armand og Jónas Reynir Gunnarsson, líkt en Vísir hefur rætt við nokkur þeirra sem fengu neikvætt svar. Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, var spurð hvort einhver breyting hefði orðið á fyrirkomulagi sem gæti skýrt þetta. „Það var auðvitað gerð lagabreyting í vor, þetta er fyrsta úthlutun eftir henni. Það er verið að fjölga mánuðum í áföngum og bæta við tveimur nýjum sjóðum en fyrsta kastið, þá er bara verið að bæta við nýjum sjóðum en það fjölgar ekki mánuðum í öðrum sjóðum. Hins vegar var krafa á nýliðun í hverjum sjóð hækkuð úr fimm prósentum upp í sjö prósent og það bitnar auðvitað á þeim sem hafa fengið áður.“ Nokkrir rithöfundar verða því án launa og fá að vita það með örskömmum fyrirvara. „Fjárhagslega er fullkomlega galið að ætla að vera rithöfundur á Íslandi.“ „Það er bara svoleiðis og mér finnst það í raun alvarlegt mál vegna þess að þau sem geta leyft sér að skrifa þau verða í rauninni að hafa fyrirvinnu eða fjárhagslegan bakhjarl einhvers staðar og þá erum við að sortera hvernig bókmenntir verða til, og það er ekki gott.“ Nú þurfi stjórnvöld að taka við sér og taka meðvitaða ákvörðun um að fjárfesta í tungumálinu. „Við erum á örmarkaði og með örtungumál sem okkur þykir óskaplega vænt um og viljum halda upp á en markaðurinn er ekki að fara að bjarga því fyrir okkur,“ segir Margrét. Hún vill að stjórnvöld ráðist í heildarendurskoðun á fyrirkomulaginu. „Sem myndi þá styðja við skrif, frumsköpun, þýðingar, útgáfu og dreifingu.“
Listamannalaun Bókmenntir Bókaútgáfa Íslensk tunga Kjaramál Tengdar fréttir Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02 Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00
Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02
Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11