Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson og Rósa Líf Darradóttir skrifa 3. desember 2024 10:30 Svínum líður best í hópum þar sem þau mynda sterka félagsleg heild. Hóparnir samanstanda gjarnan af nokkrum gyltum og grísum þeirra. Sterk tenging myndast á milli systkina úr sama goti. Við náttúrulegar aðstæður heldur gyltan sig ásamt grísunum afsíðis í fleti sínu í um tvær vikur. Grísir eru þroskaðir við fæðingu. Þeir sjá, heyra og geta staðið upp nær strax. Leikgleði þeirra kemur strax í ljós en þeir hegða sér eins og hvolpar og dilla halanum þegar þeir eru glaðir. Vikugamlir leika þeir sér saman ærslast, þvælast og slást. Þeir leika sér einnig einir og þá helst við að kanna umhverfið og róta í jarðvegi með trýni sínu. Þegar komið er að gjöf á spena kallar móðir þeirra á þá. Grísirnir þekkja rödd hennar frá fyrsta degi. Þeir safnast til hennar með hraði, drekka nægju sína og sofna gjarnan í einni kös við hlið hennar á eftir. Alveg eins og hvolpar, bara bleikir á litinn og með klaufir í stað loppa. Svín eru afar greind og hafa meiri vitsmuni en hundar. Þau hafa mikla hæfileika til að læra og finna leiðir til að leysa þrautir og rannsóknir sýna að þau geta nýtt sér nýjar upplýsingar með því sem þau hafa áður lært. Þau kunna að meta tónlist. Dæmi er um að svín hafi unnið saman við að losna úr búrum. Við rannsókn sem gerð var í Pennsylvania State University lærðu svín að spila einfalda tölvuleiki. Í verksmiðjum þar sem svín eru þaulalin til matvælaframleiðslu nýtir maðurinn sér frjósemi svína og hraðan vöxt. Grísir búa þar á sínu stutta æviskeiði við hræðilegar aðstæður þar sem þeir hafa enga möguleika til að stunda sitt eðlilega atferli. Þeim er aldrei hleypt út, þeir sjá aldrei til sólar, geta aldrei hlaupið um í grasinu eða hnusað af jörðinni. Stuttri ævi grísanna lýkur svo á hræðilegan hátt í gasklefa. Þá er nokkrum grísum smalað inn í búr. Búrið sígur svo niður í pytt þar sem grísirnir er kæfðir við hrikalegar aðstæður, óttaslegnir og kvaldir. Fyrirtæki á borð við Marel stæra sig af hönnun drápsvéla eins og þeirri sem hér er lýst. Á vefsíðu fyrirtækisins eru kostir slíkra véla taldir upp, m.a. að ferlið getur gengið fyrir sig án þess að mannshöndin komi þar nærri og að aðferðin sé „dýravæn”. Aftenging mannsins við iðnvæðingu dýraeldis er hrópandi þegar sjálfvirkri gasklefadrápsvél er lýst með orðinu dýravæn. Orð sem getur ekki verið fjarri sannleikanum þegar ferlið er skoðað. Enginn á að vera hryggur um jólin Fæst okkar gera sér grein fyrir meðferðinni sem svín sæta. Þauleldi svína fer fram bak við luktar dyr hulið neytendum. Kaup á skinku, pulsu og hamborgarhrygg eru stuðningur við hræðilega meðferð á grísum. Förum fram á betri meðferð svína og sleppum hamborgarhryggnum um jólin.Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Darri Gunnarsson, verkfræðingur og félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Svínum líður best í hópum þar sem þau mynda sterka félagsleg heild. Hóparnir samanstanda gjarnan af nokkrum gyltum og grísum þeirra. Sterk tenging myndast á milli systkina úr sama goti. Við náttúrulegar aðstæður heldur gyltan sig ásamt grísunum afsíðis í fleti sínu í um tvær vikur. Grísir eru þroskaðir við fæðingu. Þeir sjá, heyra og geta staðið upp nær strax. Leikgleði þeirra kemur strax í ljós en þeir hegða sér eins og hvolpar og dilla halanum þegar þeir eru glaðir. Vikugamlir leika þeir sér saman ærslast, þvælast og slást. Þeir leika sér einnig einir og þá helst við að kanna umhverfið og róta í jarðvegi með trýni sínu. Þegar komið er að gjöf á spena kallar móðir þeirra á þá. Grísirnir þekkja rödd hennar frá fyrsta degi. Þeir safnast til hennar með hraði, drekka nægju sína og sofna gjarnan í einni kös við hlið hennar á eftir. Alveg eins og hvolpar, bara bleikir á litinn og með klaufir í stað loppa. Svín eru afar greind og hafa meiri vitsmuni en hundar. Þau hafa mikla hæfileika til að læra og finna leiðir til að leysa þrautir og rannsóknir sýna að þau geta nýtt sér nýjar upplýsingar með því sem þau hafa áður lært. Þau kunna að meta tónlist. Dæmi er um að svín hafi unnið saman við að losna úr búrum. Við rannsókn sem gerð var í Pennsylvania State University lærðu svín að spila einfalda tölvuleiki. Í verksmiðjum þar sem svín eru þaulalin til matvælaframleiðslu nýtir maðurinn sér frjósemi svína og hraðan vöxt. Grísir búa þar á sínu stutta æviskeiði við hræðilegar aðstæður þar sem þeir hafa enga möguleika til að stunda sitt eðlilega atferli. Þeim er aldrei hleypt út, þeir sjá aldrei til sólar, geta aldrei hlaupið um í grasinu eða hnusað af jörðinni. Stuttri ævi grísanna lýkur svo á hræðilegan hátt í gasklefa. Þá er nokkrum grísum smalað inn í búr. Búrið sígur svo niður í pytt þar sem grísirnir er kæfðir við hrikalegar aðstæður, óttaslegnir og kvaldir. Fyrirtæki á borð við Marel stæra sig af hönnun drápsvéla eins og þeirri sem hér er lýst. Á vefsíðu fyrirtækisins eru kostir slíkra véla taldir upp, m.a. að ferlið getur gengið fyrir sig án þess að mannshöndin komi þar nærri og að aðferðin sé „dýravæn”. Aftenging mannsins við iðnvæðingu dýraeldis er hrópandi þegar sjálfvirkri gasklefadrápsvél er lýst með orðinu dýravæn. Orð sem getur ekki verið fjarri sannleikanum þegar ferlið er skoðað. Enginn á að vera hryggur um jólin Fæst okkar gera sér grein fyrir meðferðinni sem svín sæta. Þauleldi svína fer fram bak við luktar dyr hulið neytendum. Kaup á skinku, pulsu og hamborgarhrygg eru stuðningur við hræðilega meðferð á grísum. Förum fram á betri meðferð svína og sleppum hamborgarhryggnum um jólin.Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Darri Gunnarsson, verkfræðingur og félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar