Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. desember 2024 20:59 Grenitréð í Jórukletti í Ölfusá, sem margir hafa áhyggjur af en það er ótrúlegt hvað það hefur spjarað sig vel á klettinum í gegnum árin. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjög vel er fylgst með ástandinu í Ölfusá vegna stórrar krapastíflu við Ölfusárbrú og Selfosskirkju. Lögreglan notar meðal annars dróna til að fylgjast með ánni. Heimamenn hafa miklar áhyggjur af grenitré í kletti í ánni, hvort áin eigi eftir að skemma það eða ekki. Lögreglumennirnir Garðar Már og Frímann Birgir voru að fljúga dróna yfir ánna meira og minna í dag til að geta fylgst með þróun mála og stöðu árinnar. Lögreglan er með þessi skilaboð til fólks: „Það er náttúrulega fyrst og fremst að fara alls ekki út á ísinn og ef það verður vart við einhverjar hreyfingar að þá frekar að bakka frá og gæta varúðar, ekki fara of nálægt,“ segir Garðar Már. Óttast um grenitréð á Jórukletti Sveitarfélagið Árborg er með sérstaka viðbragðsnefnd vegna ástandsins, sem eru í góðu sambandi við Almannavarnanefnd á svæðinu. Bæjarstjórinn segir ánna mjög tignarlega í þessu ástandi en á sama tími mjög hættulega. „Þetta er alveg ótrúlegt og maður hefur heyrt það á elstu mönnum hér á svæðinu að þetta sé með því mesta sem hefur verið í ánni,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Hverju spáir þú með framhaldið? „Vonandi heldur hún sér bara svona. Við sjáum það allavega núna í dag þá hefur hún lækkað frá því í gær en vonandi helst það bara þannig að hún hreinsi sig reglulega og við getum frekar fengið að njóta en um leið vekur maður athygli á að fólk fari varlega hérna við bakkann eins og við þurfum að gera alltaf,” bætir Bragi við. Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi og Bragi Bjarnason bæjarstjóri í Árborg, sem fylgjast báðir mjög vel með Ölfusá þessa dagana.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarbúar á Selfossi, þeir hafi margir áhyggjur af grenitrénu í Jórukletti í miðri Ölfusá, lifir það af þessar hremmingar í ánni eða hvað? „Já, skiljanlega, það fór mjög nálægt brúninni þar í gær en maður sér að það hefur lækkað aðeins í dag. Tréð hefur staðið af sér ýmislegt hingað til og við vonum að það standi áfram,” segir Bragi bæjarstjóri. Árborg Tré Veður Lögreglumál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira
Lögreglumennirnir Garðar Már og Frímann Birgir voru að fljúga dróna yfir ánna meira og minna í dag til að geta fylgst með þróun mála og stöðu árinnar. Lögreglan er með þessi skilaboð til fólks: „Það er náttúrulega fyrst og fremst að fara alls ekki út á ísinn og ef það verður vart við einhverjar hreyfingar að þá frekar að bakka frá og gæta varúðar, ekki fara of nálægt,“ segir Garðar Már. Óttast um grenitréð á Jórukletti Sveitarfélagið Árborg er með sérstaka viðbragðsnefnd vegna ástandsins, sem eru í góðu sambandi við Almannavarnanefnd á svæðinu. Bæjarstjórinn segir ánna mjög tignarlega í þessu ástandi en á sama tími mjög hættulega. „Þetta er alveg ótrúlegt og maður hefur heyrt það á elstu mönnum hér á svæðinu að þetta sé með því mesta sem hefur verið í ánni,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Hverju spáir þú með framhaldið? „Vonandi heldur hún sér bara svona. Við sjáum það allavega núna í dag þá hefur hún lækkað frá því í gær en vonandi helst það bara þannig að hún hreinsi sig reglulega og við getum frekar fengið að njóta en um leið vekur maður athygli á að fólk fari varlega hérna við bakkann eins og við þurfum að gera alltaf,” bætir Bragi við. Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi og Bragi Bjarnason bæjarstjóri í Árborg, sem fylgjast báðir mjög vel með Ölfusá þessa dagana.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarbúar á Selfossi, þeir hafi margir áhyggjur af grenitrénu í Jórukletti í miðri Ölfusá, lifir það af þessar hremmingar í ánni eða hvað? „Já, skiljanlega, það fór mjög nálægt brúninni þar í gær en maður sér að það hefur lækkað aðeins í dag. Tréð hefur staðið af sér ýmislegt hingað til og við vonum að það standi áfram,” segir Bragi bæjarstjóri.
Árborg Tré Veður Lögreglumál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira